KC Keila heimsækir Kópavoginn

KC Keila heimsækir Kópavoginn

  • 30.07.2008

Dagana 22.-27 júlí kom hingað til lands 80 manna ferðahópur á vegum eistnesku ferðaskrifstofunnar Germalia. E.t.v. ekki í frásögu færandi nema fyrir það að í hópnum voru 37 félagar úr þremur Kiwanisklúbbum frá smábænum Keila, sem er 10.000 manna bær skammt frá Tallin höfuðborg Eistlands.  Þessir klúbbar, þeir einu í Eistlandi, eru blandaður klúbbur (KC Keila), kvennaklúbbur (KC Kinake)  og ungliðaklúbbur (KJ Keila), samtals um 70 félagar.

Tilgangur Íslandsheimsóknarinnar var fyrst og fremst að ferðast um og skoða og kynnast landi og þjóð. Hópurinn dvaldi á hóteli í Reykjavík og fór í dagsferðir þaðan.

Þeir vissu hinsvegar sem var að hér væri sterk og rótgróin Kiwanismenning og vildu því endilega komast á Kiwanisfund á Íslandi. Úr varð að Kiwanisklúbburinn Eldey hélt með þeim inter-club fund að kvöldi fimmtudagsins 24. júlí. Auk Eistlendingana mættu á fundinn umdæmisstjóri Gylfi, svæðisstjóri Ægissvæðis Gísli, fráfarandi umdæmisstjóri Andrés, auk Eldeyjar- og Mosfellsfélaga, alls um 60 manns. Fundurinn fór fram á ensku undir stjórn Óskars forseta Eldeyjar og tókst í alla staði vel og voru erlendir gestir okkar himinlifandi yfir móttökunum og fundinum. Þeir voru fræddir um Eldeyjarstarfið og um það helsta sem er á döfinni hjá umdæminu. Þeir sögðu okkur á móti frá Kiwanisstarfinu í Eystrasaltslöndunum og frá sögu Keila. Þeir mundu t.a.m. vel eftir heimsókn þáverandi heimsforseta Eyjólfs Sigurðssonar til Keila árið 1996. Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá vorum við leystir með góðum gjöfum til minningar um eftirminnilega kvöldstund.. Ekki er séð fyrir endann á samskiptum Eldeyjar við Keila og unnið verður að góðum framhaldsfleti á þeim (ÓG).