Jóhannes Gunnarsson. Minning

Jóhannes Gunnarsson. Minning

  • 14.02.2008

Föstudaginn 8.febrúar 2008 andaðist á heimili sínu, félagi í Kiwanisklúbbnum Kötlu, Jóhannes Gunnarsson.
Var hann fæddur 16.febrúar 1943. Verður Jóhannes jarðsungin frá Fossvogskapellu, þriðjudaginn 19.febrúar klukkan 13:00

Nokkur minningar orð um félaga okkar, Jóhannes Gunnarsson.
Jóhannes gekk til liðs við Kiwanis árið 1978. Starfaði hann í þrjú ár en vegna persónulegra aðstæðna gekk hann frá hreifingunni. Er ég  var forseti árið 2000 til 2001 sótti Jóhannes um inngöngu í Kötlu að nýju. Var honum að vonum vel tekið og þeim hjónum báðum. Var hann tekin inn í klúbbinn 29.september 2001 á stjórnarskiptafundi Kötlu. Jóhannes var góður félagi, ákafur og starfsamur og gegndi með prýði öllum þeim störfum er honum voru fengin til að vinna.
Á síðasta ári var hann forseti Kötlu og undir hans stjórn dafnaði starfsemi klúbbsins vel. Uppgangur var í mætingu enda fundir líflegir og skemmtilegir undir hans stjórn. Vel undirbúnir og markvissir. Hafði hann mikinn metnað til þess að gegna þessu starfi vel og sótti ráð til margra félaga til að gera sem best.
Okkur Jóhannesi varð strax vel til vina. Hann lundgóður, kátur og tryggur vinum sínum. Mjög fljótlega fór hann að gegna ábyrgðarstörfum í klúbbnum. Hringdi hann oft til mín er hann var að hvíla sig í starfi sínum hjá Tollstjóra. Voru það ánægjulegar stundir að spjalla við Jóhannes. Var þar margt skoðað, vegið og metið. Jóhannes var ákafa maður og átti til að rjúka upp ef honum var eitthvað misboðið en náði ró sinni strax er málin voru rædd, enda skarpvel gefin og hafði góða stjórn á huga sýnum og málefnum þeim er hann vann að. Var hann vinmargur í Kiwanis og eignaðist góða vini í hreifingunni. Voru ferðir hans á  Evrópuþingin sem hann sótti nokkur, ofarlega í huga hans. Talaði hann vel um samskipti sín við félaga úr þessum ferðum og átti greinilega margar góðar minningar frá þessum stundum.

Við Kiwanisfélagar hans minnumst hans sem góðs og dugmikils félaga.
Með hlýhug og söknuði viljum við færa fjölskyldu hans og nákomnum okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Sigurbergur Baldursson
Fjölmiðlafulltrúi Kötlu.