Kirkjugöngudagur Kiwanis

Kirkjugöngudagur Kiwanis

  • 02.12.2008

Ágætu Kiwanisfélagar

Umdæmisstjórn og fyrrverandi umdæmisstjórar Einherjar ,hafa ákveðið að hvetja Kiwanisfélaga og fjölskyldur til að mæta í messu íí Dómkirkjunni sunnudaginn 14. Desember kl. 11.  Ekki verður um að ræða Aðventukvöld Kiwanis eins og nokkur undanfarin ár en í þess stað fannst okkur rétt að fitja upp á „kirkjugöngudegi Kiwanis“  .

Í messunni þar sem sr. Hjálmar jónsson prédikar er gert ráð fyrir að Kiwanisfélagar taki þátt í ritningarlestri.

Eftir messu verður messukaffi á kirkjuloftinu. Við hvetjum  „Kiwanisfjölskylduna" til að koma og eiga saman notalega stundi í Guðshúsi efla samstöðu og vinarhug á aðventunni og eiga notalegt spjall á eftir í vinahópi.