Jörfi gefur Ljósinu fimm gólfsett

Jörfi gefur Ljósinu fimm gólfsett

  • 23.11.2008

Nú á dögunum afhenti Kiwanisklúbburinn Jörfi  Ljósinu fimm gólfsett að gjöf. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein / blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að efla lífsgæðin með því að styrkja andlegan, félagslegan og líkamlegan þrótt og draga þannig úr hliðarverkunum sem sjúkdómurinn getur haft í för með sér.

Húsnæði Ljóssins er eins og fallegt heimili þar sem hægt er að koma í kaffihúsastemningu, spjalla við náungann eða taka sér bók í hönd. Einnig er hægt að taka þátt í þeim tilboðum sem eru á dagskrá alla daga (sjá dagskrá). Þátttakendur í Ljósinu koma að eigin frumkvæði og áhuga og raða saman dagskrá sem hentar hverju sinni. Í Ljósinu er mikið unnið með lífsgæðin og lífsgleðina og lítið er talað um sjúkdóma og veikindi.