Emblur styrkja Mæðrastyrksnefnd Akureyrar.

Emblur styrkja Mæðrastyrksnefnd Akureyrar.

  • 09.12.2008

Eins og mörg undanfarin ár styrkir Kiwanisklúbburinn Embla Mæðrastyrksnefnd, fyrstu árin voru keyptar myndarlegar matarkörfur, en síðustu árin veittur fjárstyrkur. Fésins afla þær með sölu á kertaskreytingum sem þær gera sjálfar og  selja í fyrirtæki á Akureyri.

Um fimmtíu kertskreytingar voru gerðar að þessu sinni.  Styrkurinn var afhentur í húsnæði Mæðrastyrksnefndar þar sem Lára Einarsdóttir forseti Emblu afhenti Jónu Bertu Jónsdóttur formanni nefndarinnar styrkinn.
Emblufélagar senda Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra  innilegar jóla og nýárskveðjur.