Jólaskreyting

Jólaskreyting

  • 21.11.2008

Í gærkvöldi komu félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli saman að Hraunbúðum sem er dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum til að koma upp jólaskrauti og koma heimilinu í jólabúning.

Þetta hafa Helgafellsmenn gert frá því að heimilið var byggt eftir eldgosið 1973 og er þetta ávalt upphaf jólaundirbúnings í hjörtum félaga.

Myndir frá skreytingunni má sjá á heimasíðu Helgafells undir Myndasafni.

eða klikka hér