Varða skal barnið heita.

Varða skal barnið heita.

  • 14.12.2009

21. október sl. boðaði umdæmisstjóri og kvennanefnd Kiwanis  til fundar í Reykjanesbæ með það í huga að stofna kvennaklúbb.  Þær áhugasömu konur sem mættu þá á fundinn hafa haldið áfram að hittast og hafa haldið 5 fundi  þar af var ein ferð á fund hjá Sólborgu í Hafnarfirði.  Fjölgað hefur mjög í hópnum og  á síðsta fundi sem haldinn var sl. þriðjudag mættu 12 konur og 6 boðuðu forföll.   Þetta er glæsileg byrjun hjá mjög áhugasömum konum. 
Á síðasta fundi var ákveðið nafn á nýja klúbbinn og var nafnið Varða fyrir valinu.  Nónvarða er kennileiti í Keflavík og er Varða stytting á því nafni.   Undirbúningstjórn var kosin og í henni sitja:
    Forseti:        Jóhanna M Einarsdóttir
    Kjörforseti:        Guðbjörg S Pálmarsdóttir
    Ritari:            Edda Halldórsdóttir
    Gjaldkeri:        Margrét Linda Ásgrímsdóttir
    Meðstjórnandi:    Lilja Kjartansdóttir     
Einnig var rætt um  fundaform og ákveðið að hafa fundi á þriðjudögum tvisvar sinnum í mánuði.  Stjórn Keilis hefur samþykkt að Varðan  fái endurgjaldslaus afnot af Kiwanishúsinu  á þessu starfsári og kunna Vörðukonur þeim bestu þakkir fyrir.
Nú mun undibúningsstjórnin hittast mjög fljótlega og ákveða dagskrá Vörðunnar fyrir þann tíma sem eftir er af  starfsárinu.    
Til að stofna nýjan klúbb þarf 20 félaga,  Vörðukonur eru staðráðnar í því að ná því takmarki eftir áramót  þannig að nýr kvennaklúbbur líti dagsins ljós á nýju ári.

            Með baráttukveðjum
            Jóhanna M Einarsdóttir