Frá Umdæmisstjóra

Frá Umdæmisstjóra

  • 15.11.2009

Liðin Kiwanisfundavika verður örugglega eftirminnileg í huga umdæmisstjóra. Á mánudag var það stuttur hádegisverðarfundur með verðandi (voanandi)Kiwansifélaga. Þriðjudagskvöld var svo lagt undir fund með 4 svæðisstjórum á höfðuborgarsvæðinu, þar sem farið var yfir skipulag og efnistök á fyrirhuguðum svæðisráðsfundum.
Á miðvikudagskvöld voru 2 fundir, sá fyrri var fjölmennur heilastormsfundur með flestum þeim sem eru að vinna í fjölgunarmálum umdæmisins, en að honum loknum var ánægjulegur kyningarfundur Kiwanisklúbbanna á Engjateig með nýjum verti hússins. Á fimmtudaginn var það frábær fundur með Sólborgarkonum í Hafnarfirði, en föstudagskvöldið var varið í góðra vina hóp í 5tugsafmæli okkar ágæta umdæmisféhirðis Atla Þórssonar. Laugardagurinn rann svo upp bjartur og fagur. á dagskránni voru svæðisráðsfundir í Eddu-, Grettis- og Þórssvæði. Mjög ánægjulegir og fjörugir og jákvæðir fundir sem fylltu mann bjartsýni um starfið í vetur. Þar voru m.a. svæðamálin í brennidepli sem voru rökrædd af skynsemi og yfirvegun. Vikunni lauk svo með að þeim sem komu að útgáfu Hvítu bókarinnar var boðið heim í síðbært útgáfuteiti.
Svona er þetta bara og það er vissulega gaman að vera í Kiwanis.
 
Kv. Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri.