Jörfi styrkir Umhyggju

Jörfi styrkir Umhyggju

  • 19.12.2009

Á jólafundi Jörfa 2009 afhentu Jörfafélagar styrk að upphæð kr.200.þús. til Umhyggju félags langveikra barna.
Hulda Guðmundsdóttir og Bryndís Torfadóttir tóku við styrknum fyrir hönd Umhyggju.
Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Einnig eru félög og hópar foreldra langveikra barna í félaginu.
UMHYGGJA er fulltrúi Íslands í norrænu samtökunum NOBAB (nordisk organisation för sjuka barns behov). NOBAB gefur út tímaritið NOBAB-nytt sem eingöngu er gefið út á vefformi og er að finna á PDF-formi á framangreindri heimasíðu.
Umhyggja er einnig aðili að evrópsku samtökunum EACH (The European Association for Children in Hospital), en þau vinna bæði að bættum hag sjúkra barna og foreldra þeirra.
Helstu stefnumál Umhyggju eru m.a.:
að veita upplýsingar um þarfir langveikra barna
að benda stjórnvöldum á þessar þarfir
að hvetja þau til úrbóta á aðbúnaði veikra barna
að efla samvinnu innlendra og erlendra félaga sem hafa sambærilega stefnu
GHG