Skjálfandi stefnir á 20 félaga.

Skjálfandi stefnir á 20 félaga.

  • 09.12.2009

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi á Húsavík bætti við sig 19 félaganum sl.föstudagskvöld. Nýi félaginn
 heitir Guðmundur Halldórsson, en meðmælendur hans voru Benedikt Kristjánsson og Hallgrímur Sigurðsson.Umdæmisstjóri varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að taka hinn nýja félaga inn í Kiwanissamfélagið, og ekki síður að næla meðmælendalyklum í meðmælendur.
 Mér til aðstoðar við inntökuna var Einar Valsson, dugmikill forseti Skjálfanda, sem lætur sig ekki muna um að vera í senn, forseti feikiöflugs Kiwanisklúbbs og gegna syldum skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Athöfnin fór fram á Selhóteli við Myvatn. Svæðisstjóri Óðinssvæðis var einnig mættur til leiks á þessum á sameiginlega fundi Skjalfanda og Herðubreiðar. Mývetningar hafa ekki látið deigan síga þótt þeir hafi orðið fyrir blóðtöku vegna atvinnumála á svæðinu og héldu glæsilegan fund og buðu til norðlensks jólahlaðborðs sem undirritaður er enn að jafna sig á!!! Að athöfn lokinni hófst almennur fundur klúbbanna og áður en varði var klukkan orðin 24:00 og heilmikið ósagt. Mikill hugur er í Skjálfandamönnum að ná inn tuttugasta félaganum og ná þannig lámarksfélagafjölda Kiwanisklúbbs og hljóta fyrir sérstaka viðurkenningu umdæmisins.

Persónulega og fyrir hönd umdæmisins sendi ég Herðubreiðar- og Skjálfandafélögum bestu þakkir fyrir frábæran fund og móttökur ásamt vænum Kiwanisskammti af baráttukveðjum og hamingjuóskum.
 
Kveðja Óskar