Frá Ferðanefnd

Frá Ferðanefnd

  • 09.11.2009

Nú er Ferðanefnd klár með ferðatilhögun fyrir ferðina til Sikileyjar á Evrópuþingið sem haldið verður 4 - 5 júní 2010. Þetta verður að vanda frábær ferð hjá þeim félögum Bödda og Diðrik sem vilja koma eftirfarandi á framfæri.
Það eru laus sæti í ferðina en best er að hafa samband við Björn Baldvinsson síma 694 7300 ef áhugi er fyrir ferðinni eða til að fá nánari upplýsingar.
Sikiley hefur yfir sér ævintýraljóma. Náttúrufegurð, fjölbreytilegt mannlíf, forn menning, matur og góð vín  gera þessa eyju einstaka.
Þannig er það gott fólk. Við erum að bjóða ykkur einstaka ferð sem hugsanlega hefur ekki verið farin fyrr á þennan hátt a.m.k. ekki frá Íslandi.
 
Nánari upplýsingar ásamt prentvænni útgáfu eru undir linknum Ferðanefnd