Svæðisráðsfundur í Ægissvæði

Svæðisráðsfundur í Ægissvæði

  • 22.11.2010

Laugardaginn 20. nóvember var haldinn svæðisráðsfundur í Garðabæ í umsjón Setbergs.
Vel var mætt á fundinn.  Forsetar og svæðisstjóri fluttu skýrslur.  Mikið og gott starf er í svæðinu og mikill hugur í félögum.í lok október voru félagar í Ægissvæði 250, Eldey og Sólborg hafa verið að tala inn nýja félaga og eru fleiri á leiðinni.  Í skýrslu forseta Setberg kom fram að þeim mun fjölga á næstunni og forseti Hofs sagði frá því að þeir munu halda sinn 1.000 fund nk. þriðjudag.
Miklar og fjörugar umræður voru um skýrslur og önnur mál. Þá heiðruðu okkur bæði umdæmisstjóri og kjörumdæmisstjóri. Björn Baldvinsson frá ferðanefnd kom og kynnti ferð á heimsþing.
Svæðisstjóri var óhress með fræðslu fyrir ritara á þinginu í september og fékk fræðslunefnd til að koma og vera með fræðslu fyrir ritar, var almenn ánægja með fræðsluna á fundinum, og mætti ritari Eldfells til fræðslu.
Keilisfélögum var afhent afmælisgjöf frá svæðinu fáni fyrir pjötlur en þeir urðu 40. ára  í september.

Næsti svæðisráðsfundur Ægissvæðis verður 12. febrúar í Hafnarfirði í umsjón Hraunborgar.

 

Kveðja
Hildisif Björgvinsdóttir
Svæðisstjóri Ægissvæðis