Færeyjaferð júní 2011

Færeyjaferð júní 2011

  • 28.11.2010

Umdæmisstjóri hefur falið ferðanefnd að kanna áhuga á þátttöku í ferð til Færeyja.
Tilefni ferðarinnar er afmæli Kiwanisklúbbanna Tórshavn 30 ára og Rósan 20 ára sem verður haldið upp á með veglegri afmælishátíð 4. júní 2011.
Vitað er að einhverjir klúbbar ætla að fjölmenna og töluverður áhugi er fyrir þessari ferð frá einstaklingum úr öðrum klúbbum.
Í boði eru 2 leiðir.
Með flugi:
Flogið er frá Reykjavík föstudaginn 3. júní og heim aftur mánudaginn 6. Júní. Flugfélagið sér ekki um pöntun á hótelum þannig að þátttakendur sem velja þessa leið þurfa að panta sér hótel á eigin vegum. Völ er á hótelum og gistihúsum í ýmsum verðflokkum. Best er að bóka þetta á netinu. Verð á fluginu er kr. 54.360.-

Með Norrænu:
Siglt er með Norrænu frá Seyðisfirði 1. júní og komið daginn eftir 2. júní til Færeyja. Gisting í 4 nætur á Hótel Thorshavn sem er 3* hótel staðsett í miðbænum með útsýni yfir höfnina að framan og ráðhústorgið fyrir aftan. Innifalinn morgunmatur. Hótelið er mjög miðsvæðis þannig að stutt er í verslanir, veitingahús og kaffihús. Hótelherbergin eru mjög mismunandi að stærð og gerð. Siglt með Norrænu 6. júní og komið heim daginn eftir.

Verð ferðarinnar:
Miðað við 4 farþega í bíl, gistingu í 4ra manna klefa á miðsvæði, án glugga, með wc og sturtu eina nótt á hvorri leið. Gistingu á Hótel Thorshavn í tveggja manna herbergi í 4 nætur.
Kr. 90.500.-

Miðað við 4 farþega í bíl, gistingu í 4ra manna klefa á miðsvæði, án glugga, með wc og sturtu eina nótt á hvorri leið. Gistingu á Hótel Thorshavn í eins manns herbergi í 4 nætur.
Kr. 127.400.-

Staðfestingargjald er 10% af verði og 25% af verði 90 dögum fyrir brottför.
Uppgjör ferðarinnar 45 dögum fyrir brottför.

Í ferðinni verður fólk algjörlega á eigin vegum. Nýtur þess að vera á þessum einstöku eyjum. Þar sem reiknað er með að allir verði með bíl er upplagt að skoða sig um. Það er einfalt að keyra í Færeyjum og margt að skoða án þess að keyra langt.

Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Björn Baldvinsson sem fyrst. Boddi@centrum.is eða í síma 694 7300.