Jólakveðja Umdæmisstjóra

Jólakveðja Umdæmisstjóra

  • 21.12.2010

Kæru Kiwanisfélagar, samstarfsfólk og vinir nær og fjær.
Við hjónin óskum ykkur og ástvinum ykkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og vonum að þið hafið það sem allra best um hátíðirnar. Við færum ykkur hjartans þakkir fyrir frábært starf á viðburðaríku ári sem er að líða og fyrir að hafa svo víða tendrað ljós umhyggju, vonar og kærleika og leyft gildum Kiwanis og ársins - Efling, kraftur, áræði- Ábyrgðin er okkar - að vera leiðarljósin í ykkar fjölbreytilegu verkefnum.
Við vonum innilega að nýja árið komi barmafullt af giftu og gleði og hlökkum til að starfa með ykkur að spennandi verkefnum sem bíða handan hátíða.

Kiwaniskveðjur
Óskar og Konný