Fréttir

Þingstörf föstudagur

  • 23.09.2011

Þingstörf föstudagur

Að loknum umdæmisstjórnarfundi í morgun hófust fræðslur embættismanna, en búið er að gera fæðsluna vel úr garði með glærum og hefur mikið verið vandað til verka á þeim vetfangi. Að lokinni fræðslu hófst fundur í Íþróttahúsinu hér á Höfn þar sem Björn Ágúst reið á vaðið með kynningu á hinu nýja heimsverkefni hreyfingarinnar svo kallað stífkrampaverkefni en fram kom í hanns máli að um 40 lönd eiga við þennann skæða sjúkdóm að etja og sagði Björn m.a að á meðan hann flutti sitt mál hafa látist tvö börn í heiminum að völdum þessa fæðingastífkrampa, verðugt verkefni þarna á ferð fyrir Kiwanishreyfinguna og vonandi tekst jafn vel til og með Joð verkefnið.

Umdæmisstjórnarfundur

  • 23.09.2011

Umdæmisstjórnarfundur

Hér á Höfn í Hornafirði þar sem 41 Umdæmisþing er haldið um þessar mundir var haldinn Umdæmisstjórnarfundur sem hófst kl 8.30 að venju var þetta stuttur fundur þar sem stjórnarmenn tóku til máls og kynntir voru þeir erlendu gestir sem mættir eru til þings.

Fréttir frá Höfn

  • 22.09.2011

Fréttir frá Höfn

Nú styttist í að 41 þing Kiwanis umdæmissinns Ísland - Færeyjar fari að hefjast hér á Höfn í Hornafirði. Þessi þinghelgi hefst með Umdæmisstjórnarfundi í fyrramálið og að honum loknum hefjast fræðslur embættismanna. Það er búið að vera gaman í dag að fylgjast með þingfulltrúum mæta  á svæðið á hinum ýmsu ferðamátum svo sem , rútum , bílum, flugi o.fl

Afmælishátíð Skjaldar 8 október 2011.

  • 21.09.2011

Afmælishátíð Skjaldar 8 október 2011.

Afmælishátið Kiwanisklúbbsinns Skjaldar á Siglufirði verður haldinn þann 8 október n.k og verður dagskrá fagnaðarinns sem hér segir:  kl: 16:00-17:30.  Formleg móttaka í bátahúsi Síldarminjasafns Íslands.
Boðið verður upp á síld, rúgbrauð, brennsa og hákarl.

Fræðsla embættismanna á þingi

  • 21.09.2011

Fræðsla embættismanna á þingi

Hér á vefsvæðinu er nú komið inn það fræðsluefni sem á að nota á þinginu á Höfn um næstu helgi, forsetafræðsluefni, ritarafræðsluefni, og efni fyrir fræðslu féhirða. Benóný Arnór verðandi umdæmisritari er búinn að setja þetta snyrtilega upp á glærur,

Laugardaginn 17. september var haldin 4 og síðasta svæðisráðstefna Ægissvæðis

  • 19.09.2011

Laugardaginn 17. september var haldin 4 og síðasta svæðisráðstefna Ægissvæðis

Fundurinn var í umsjón Eldborgar í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði.
35 manns mættu á fundinn, forseti Eldborgar var með gullkorn forseta sem í þetta sinn var ljóð eftir föður hans. Forsetar lásu skýrslur sínar ásamt svæðisstjóra. Keypt hafði verið á árinu ný keðja fyrir svæðisstjóra og var búið að setja

 

Svæðisráðsfundur í Ægissvæði

  • 12.09.2011

Svæðisráðsfundur í Ægissvæði

Laugardaginn 17. september verður haldinn 4. svæðisráðsfundur í Ægissvæði
Fundurinn verður í umsjón Eldborgar í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði og hefst kl. 09:00 stundvíslega
Á fundinum verða veittar viðurkenningar fyrir frábær forseti og frábær ritari Ægissvæðis starfsárið 2010-2011
 

Andlát

  • 22.08.2011

Andlát

Hilmar Skagfield  fyrrum aðalræðismaður Íslands í Tallahassee í Bandaríkjunum andaðist sunnudaginn 14. ágúst  s.l. Hilmar var Kiwanismaður í yfir 50 ár og var í „The Kiwanis Club of Capital City í Tallahassee“. Hilmar kom síðan að stofnum Kiwanishreyfingarinnar  á Íslandi með stofnum Kiwanisklúbbsins Heklu 14. janúar 1964 og var klúbburinn hans í Tallahassee móðurklúbbur Heklunnar.

Lutaseðlasølan hjá Kiwanis Tórshavn

  • 19.08.2011

Lutaseðlasølan hjá Kiwanis Tórshavn

Hér eru vinningar í happadrætti já Thorshavn í Færeyjum og upplýsingar hvar er hægt að vitja þeirra sem hafa keypt miða, sjá nánar

Drög að Stefnumótun 2011-2016

  • 18.08.2011

Drög að Stefnumótun 2011-2016

Ágætu Kiwanisfélagar
 
Stefnumótunarnefnd Umdæmisins hefur nú lokið við endurskoðun á Stefnumótun hreyfingarinnar og mun leggja drög að nýrri Stefnumótun fyrir þingið okkar á Hornafirði 23. september n.k. Til að koma þessum drögum strax í kynningu hefur verið ákveðið að senda þau til forseta allra klúbba um næstu helgi og óska eftir því að stjórnir klúbbanna taki þau til efnislegrar meðferðar og gjarnan kynna félögum drögin ef þess er kostur á fyrstu fundum eftir sumarhlé.

Ferð á heimsþing Kiwanis í Genf 6.-19. júlí 2011

  • 15.08.2011

Ferð á heimsþing Kiwanis í Genf 6.-19. júlí 2011


   Ferðahópurinn mætti í Leifsstöð fljótlega upp úr hádegi miðvikudaginn 6. júlí, samtals 24 þar af 10 Kiwanisfélagar víðsvegar af landinu. Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri og hans kona Konný Hjaltadóttir bættust í hópinn í Genf að loknu heimsþingi.
  Farið var í loftið á tilsettum tíma kl. 17.00 með flugvél Icelandair.  Eftir   tæplega fjögura tíma flug lentum við í Mílanó á Ítaliu. Þar beið okkar 50 manna rúta frá Tékklandi sem var svo okkar fararskjóti út ferðina.   Var haldið rakleiðis á næturstað á Hóltel Vindsor í Mílanó. Vorum við komin þar   klukkan   langt gengin í eitt að staðartíma.
 

Andrés náði ekki kjöri á heimsþingi

  • 11.07.2011

Andrés náði ekki kjöri á heimsþingi

Heimsþingi Kiwanis lauk á laugardaginn í Sviss en þingið stóð yfir í fjóra daga. Við áttum 10 fulltrúa á þinginu með atkvæðisrétt en um 1700 manns sóttu þingið. Mesta spennan var að sjá hvort Andrés K. Hjaltason fyrrverandi umdæmisstjóri næði kjöri sem  trustee at large eða ráðgjafi í heimsstjórn eins og við köllum það, en þrír voru í framboði um eina stöðu.

Fundarboð á Umdæmisþing

  • 05.07.2011

Fundarboð á Umdæmisþing

Ágætu forsetar og Kiwanisfélagar !

Með bréfi þessu boðar umdæmisstjórn  2010-2011 formlega til umdæmisþings sem haldið verður á Höfn, Hornafirði  23-24 september nk.

Landsmót Kiwanis í golfi 2011

  • 28.06.2011

Landsmót Kiwanis í golfi 2011

Landsmót Kiwanis í golfi var haldið á Þorláksvelli í Þorlákshöfn sunnudaginn 19. júní síðastliðinn og var ræst út frá kl. 10:00. Mótið tókst vel í alla staði, stíf gola var á meðan á mótinu stóð en veður gott að öðru leiti. Fyrirkomulag mótsins var hefðbundið og var keppt í  tveimur flokkum karla og gestaflokki. Ekki var keppt í kvennaflokki þar sem aðeins ein kona tók þátt í mótinu og keppti hún í gestaflokknum. Keppendur voru alls 32 og luku þeir allir keppni, 28 Kiwanisfélagar og 4 gestir.

Enn og aftur kemur Kiwanishjálmur til bjargar.

  • 23.06.2011

Enn og aftur kemur Kiwanishjálmur til bjargar.

Kiwanishjálmur bjargaði líklega lífi ungrar stúlku Lilju Gunnarsdóttur þegar hún varð fyrir bíl í heimabæ sínum Njarðvíkum. Frá þessu var greint í þættinum Íslandi í Dag  á Stöð 2 og má nálgast þessa frétt hér að neðan

Fjölskylduhátíð Óðinssvæðis 2011.

  • 15.06.2011

Fjölskylduhátíð Óðinssvæðis 2011.

Fjölskylduhátíð Óðinssvæðis verður haldin á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit dagana 24 - 26 Júní.
Hátíðin verður með svipuðum hætti og undanfarin ár s.s. leikir,  söngur, grín og glens. Sameiginlegt grill á laugardagskvöldi  að hætti Makasínfélaga.

Landsmót Kiwanis í Golfi

  • 09.06.2011

Landsmót Kiwanis í Golfi

Landsmót Kiwanis í golfi verður haldið á Þorláksvelli í Þorlákshöfn sunnudaginn 19. júní nk.

Fyrirkomulag mótsins er hefðbundið og er keppt í eftirfarandi flokkum.
1. flokkur Kiwanisfélaga (forgjöf 1-20) með og án forgjafar.
2. flokkur Kiwanisfélaga (forgjöf 20,1-36) með og án forgjafar.
Kvennaflokkur með forgjöf.
Gestaflokkur með forgjöf.

Rósan 20 ára

  • 07.06.2011

Rósan 20 ára

Laugardagurinn 4.júní hófst með sól og svölu veðri í Þórshöfn í Færeyjum en
halda skyldi upp á 30 ára afmæli Kiwanisklúbbsins Torshavn og 20 ára afmælis
Rósan.Til Færeyja voru komnir hópur glaðbeyttra kiwanismanna og maka af
Óðinssvæðinu,auk þess Gísli Skarphéðinsson forseti Kötlu og Hilmar
Svavarsson auk maka.

Könnun

  • 02.06.2011

Könnun

Könnun maí mánaðar var um útgáfu Kiwanisfrétta og tóku ekki nema 45 manns þá í þessari könnun en útkoman er nokkuð skýr að meirihluti vill að blaðið sé gefið út tvisvar sinnum á ári, en skiptingu má sjá hér að neðan. Könnun júnímánaðar snýr að K-deginum