Laugardaginn 17. september var haldin 4 og síðasta svæðisráðstefna Ægissvæðis

Laugardaginn 17. september var haldin 4 og síðasta svæðisráðstefna Ægissvæðis


Fundurinn var í umsjón Eldborgar í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði.
35 manns mættu á fundinn, forseti Eldborgar var með gullkorn forseta sem í þetta sinn var ljóð eftir föður hans. Forsetar lásu skýrslur sínar ásamt svæðisstjóra. Keypt hafði verið á árinu ný keðja fyrir svæðisstjóra og var búið að setja

 
eldri keðjuna í ramma sem svæðisstjóri afhengi Tryggva Þór Jónssyni og bað um að hann sæi til þess að hún yrði varveitt í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði þar sem Tryggvi og kona hans höfðu gefið svæðinu keðjuna á sínum tíma.
Veittar voru viðurkenningar fyrir fyrirmyndar ritari og fyrirmyndar forseti í Ægissvæði starsárið 2010-2011
Fyrirmyndar ritari var  Þorleifur Markússon í Setbergi og fyrirmyndar forseti var Guðlaugur Kristjánsson í Eldey.
Þá sá Gylfi Ingvarsson í Hraunborg um stjórnarskipti í svæðinu
Þeir sem taka við eru
Bergþór Ingibergsson, Eldborg – svæðisstjóri
Hildisif Björgvinsdóttir, Sólborg – fráfarandi svæðisstjóri
Konráð Konráðsson , Eldey – kjörsvæðisstjóri
Hafsteinn Guðmundsson, Eldborg – ritari
Sigurður P. Sigurðsson, Hraunborg – meðstjórnandi
Að lokum þakka ég öllum sem ég hef starfað með þetta starsár fyrir gott samstarf og óska þeim velfarnaðar sem taka við.
 
Hildisif Björgvinsdóttir
Svæðisstjóri Ægissvæðis
Starfári 2010-2011
 
Hildisif Björgvinsdóttir svæðisstjóri afhendir Tryggva Þór Jónssyni keðjuna
til varðveislu
 
Forsíðumynd: Þorleifur Markússon fyrirmyndar ritari, Hildisif Björgvinsdóttir svæðisstjóri  og Guðlaugur Kristjánsson fyrirmyndar forseti