Landsmót Kiwanis í golfi 2011

Landsmót Kiwanis í golfi 2011


Landsmót Kiwanis í golfi var haldið á Þorláksvelli í Þorlákshöfn sunnudaginn 19. júní síðastliðinn og var ræst út frá kl. 10:00. Mótið tókst vel í alla staði, stíf gola var á meðan á mótinu stóð en veður gott að öðru leiti. Fyrirkomulag mótsins var hefðbundið og var keppt í  tveimur flokkum karla og gestaflokki. Ekki var keppt í kvennaflokki þar sem aðeins ein kona tók þátt í mótinu og keppti hún í gestaflokknum. Keppendur voru alls 32 og luku þeir allir keppni, 28 Kiwanisfélagar og 4 gestir.
Keppendur fengu humarsúpu og brauð að móti loknu sem var innifalið í 4.000 kr. þátttökugjaldi. Umdæmisstjóri Óskar Guðjónsson tók þátt í mótinu og sá um verðlaunaafhendingu í mótslok. Verðlaunagripir voru fengnir hjá Sigurði Péturssyni í Ísspor og er honum þakkað hans framlag til mótsins sérstaklega.

Úrslit í mótinu voru eftirfarandi.

1. flokkur karla án forgjafar ( - 20)
1.    sæti    Guðlaugur Kristjánsson    Eldey    76 högg og er hann Kiwanismeistari 2011
2.    sæti    Hlynur Stefánsson    Helgafell    85 högg
3.    sæti    Hrafn Sabir Khan    Eldey    85 högg
Þar sem Hlynur og Hrafn Sabir voru á sama skori fór fram bráðabani þar sem Hlynur sigraði.
   
1. flokkur karla með forgjöf ( - 20)
1.    sæti    Arnsteinn Ingi Jóhannesson    Helgafell    80 högg nettó
2.    sæti    Ragnar Guðmundsson    Helgafell    81 högg nettó
3.    sæti    Jóhannes Þór Sigurðsson    Helgafell    82 högg nettó

2. flokkur karla án forgjafar (20,1 - 36)
1.    sæti    Helgi Guðmundsson    Eldey    97 högg
2.    sæti    Steingrímur Steingrímsson    Hraunborg    98 högg
3.    sæti    Jón Kjartan Sigurfinnsson    Höfði    99 högg

2. flokkur karla með forgjöf (20,1 - 36)
1.    sæti    Kristján Sveinsson    Esju    80 högg nettó
2.    sæti     Eyjólfur Sigurðsson    Heklu    80 högg nettó
3.    sæti    Ólafur Guðmundsson    Ölver    81 högg nettó
Þar sem þeir Kristján og Eyjólfur voru á sama skori nettó, voru seinni 9 holurnar látnar ráða.

Gestaflokkur með forgjöf
1.    sæti    Ragnar Haraldsson        82 högg nettó
2.    sæti     Bryndís Hinriksdóttir        82 högg nettó
3.    sæti     Magnús Joachim Guðmundsson    83 högg nettó
Þar sem þau Ragnar og Bryndís voru á sama skori nettó, voru seinni 9 holurnar látnar ráða.

Í klúbbakeppninni sigraði Eldey á 258 höggum og Helgafell í öðru sæti á 264 höggum.
Mætingabikarinn að þessu sinni fékk Helgafell, en 10 félagar kepptu frá þeim.

Næst holu á 3. braut, Sigurjón Hinrik Adolfsson, Helgafelli, 12,73 metra frá holu.
Næst holu á 16. braut, Arnsteinn Ingi Jóhannesson, Helgafell, 3,50 metra frá holu.
Lengsta teighögg á 8. braut, Ragnar Guðmundsson, Helgafelli.

Mótstjórn þakkar þátttakendum fyrir góðan dag, og öllum þeim sem komu að þessu móti á einn eða annan hátt innilega fyrir þeirra framlag.
Kiwaniskveðja
Guðmundur Baldursson, mótsstjóri
 
Prentvæna útgáfu má nálgast HÉR