Þingstörf föstudagur

Þingstörf föstudagur


Að loknum umdæmisstjórnarfundi í morgun hófust fræðslur embættismanna, en búið er að gera fæðsluna vel úr garði með glærum og hefur mikið verið vandað til verka á þeim vetfangi. Að lokinni fræðslu hófst fundur í Íþróttahúsinu hér á Höfn þar sem Björn Ágúst reið á vaðið með kynningu á hinu nýja heimsverkefni hreyfingarinnar svo kallað stífkrampaverkefni en fram kom í hanns máli að um 40 lönd eiga við þennann skæða sjúkdóm að etja og sagði Björn m.a að á meðan hann flutti sitt mál hafa látist tvö börn í heiminum að völdum þessa fæðingastífkrampa, verðugt verkefni þarna á ferð fyrir Kiwanishreyfinguna og vonandi tekst jafn vel til og með Joð verkefnið.
Ragnar Örn verðandi umdæmisstjóri kynnti síðan kjörorð hanns stjórnar er það er MARGAR HENDUR VINNA LÉTT VERK. Einnig fór Ragnar yfir hina nýju svæðaskipan . Næst ávarpaði Oscar Knight  ráðgjafi KI fundinn og hvatti Kiwanismenn til góðra verka og sagði að við eigum að auglýsa verk okkar betur. Eftir matarhlé tók Ragnar Örn fyrir stefnumótun Umdæmisinns 2011 – 2016 og fór yfir helstu áherslur og opnaði síðan fyrir umræður á eftir þar sem fjórir tóku til máls og að því loknu vísaði fundurinn erindinu til þings á morgun til samþykktar.
Síðan var komið að liðnum Kiwanis í nútíð og framtíð þar sem skipt var niður í vinnuhópa og hver hópur látinn svara 7 spurningum um málefni Kiwanis og hlutust af þessu skemmtilegar umræður og góð svör sem umdæmisstjórn mun síðan vinna úr. Ragnar fór aðeins yfir helstu niðurstöður og sagð síðan þessum fundi lokið og mynnti fólk á setninguna í kirkjunni í kvöld.