Andlát

Andlát


Hilmar Skagfield  fyrrum aðalræðismaður Íslands í Tallahassee í Bandaríkjunum andaðist sunnudaginn 14. ágúst  s.l. Hilmar var Kiwanismaður í yfir 50 ár og var í „The Kiwanis Club of Capital City í Tallahassee“. Hilmar kom síðan að stofnum Kiwanishreyfingarinnar  á Íslandi með stofnum Kiwanisklúbbsins Heklu 14. janúar 1964 og var klúbburinn hans í Tallahassee móðurklúbbur Heklunnar.
Hilmar fluttist til Bandaríkjanna  fyrir um 60 árum ásamt konu sinni Kristínu Guðmundsdóttur og settust að í Tallahassee í Flórída. Hilmar lét að sér kveða á ýmsum sviðum þjóðlífsins og var virkur í alls kyns félagsmálum.  Hann hafði oft samband við Kiwanisfélaga sína á Íslandi og studdi þá með ýmsu móti.  Eftirlifandi kona hans er Kristín Skagfield og áttu þau þrjú börn. Hilmar var jarðsunginn í Tallahassee s.l. laugardag 27. ágúst.
Kiwanisklúbburinn Hekla vill þakka Hilmari samfylgdina og sendum  fjölskyldu hans  innilegar samúðarkveðjur.
f.h. Kiwanisklúbbsins Heklu.
Birgir Benediktsson
ritari