Fundarboð á Umdæmisþing

Fundarboð á Umdæmisþing


Ágætu forsetar og Kiwanisfélagar !

Með bréfi þessu boðar umdæmisstjórn  2010-2011 formlega til umdæmisþings sem haldið verður á Höfn, Hornafirði  23-24 september nk.

Samkvæmt  X.kafla 4. gr. skal umdæmisritari senda hverjum fullgildum klúbbi opinbert boð til umdæmisþings minnst sextíu ( 60 ) dögum fyrir dagsetningu þingsins.

 

Undirbúningur þingsins er vel á veg kominn og er í höndum þingnefndar, formaður nefndarinnar er Stefán B. Jónsson í Kiwanisklúbbnum Ós.

 

 

Kjörbréf ásamt öðrum upplýsingum um þinghaldið og gististaði  hafa nú þegar verið send klúbbum.

 

 

Það er ósk umdæmisstjórnar að umæmisþing okkar verði vel sótt

 

Ein tilkynning hefur borist um framboð til kjörumdæmisstjóra 2012-2013.

Kiwanisklúbburinn Sólborg hefur mælt með og óskað eftir að Dröfn Sveinsdóttir verði í framboði til kjörumdæmisstjóra starfsárið 2012-2013.

 

Að öðru leyti eru upplýsingar sem varða þingið vísað til þingnefndar eða heimasíðu kiwanis.is

þar sem upplýsingar munu birtast reglulega.

 

 

Efling, kraftur, áræði  -  Ábyrðin er okkar

 

Hjördís Harðardóttir

Umdæmisritari

 
Prentvæn útgáfa HÉR