Rósan 20 ára

Rósan 20 ára


Laugardagurinn 4.júní hófst með sól og svölu veðri í Þórshöfn í Færeyjum en
halda skyldi upp á 30 ára afmæli Kiwanisklúbbsins Torshavn og 20 ára afmælis
Rósan.Til Færeyja voru komnir hópur glaðbeyttra kiwanismanna og maka af
Óðinssvæðinu,auk þess Gísli Skarphéðinsson forseti Kötlu og Hilmar
Svavarsson auk maka.
Fljótlega eftir hádegi voru fánar dregnir við hún hjá
nýja Kiwanishúsinu þeirra og annar undirbúningur hófst fyrir veisluna. Kl.18
streymdi að prúðbúið fólk í efri sal húsins þar sem móttaka gesta hófst með
léttum drykk og umdæmisstjóri Óskar Guðjónsson flutti kveðju frá umdæminu og
færði klúbbunum gjafir næst var komið að Gísla forseta móðurklúbbsins Kötlu
að afhenda gjafir síðan kom Finnur Baldursson með gjafir frá þeim í
Óðinssvæðinu m.a.fallega veggklukku. Að lokum kom Bjarni Magnússon með sínar
gjafir.Að lokum þökkuðu forsetar Færeysku klúbbana fyrir sig. Síðan var
haldið á neðri hæðina þar sem 103 settust niður við borðhaldið þar sem boðið
var upp á ljúfan fisk í forrétt þá kom lambakjöt og ljúfur eftirréttur. Þá
var mikið sungið á borðum lá söngbók með 25 lögum sem ðll voru sunginn við
undirleik harmonikku og gítars. Að borðhaldiloknu og ræðum sem urðu nokkrar,
en sú besta kom frá Pétri í Höjvik.Þá var borðum rutt í burtu og hljómsveit
stilti sér upp og byrjað var á Færeyskum þjóðdans og síðan almennur dans
fram eftir nóttu. Mikið gaman og mikið fjör, það voru raddlausir og
lappalausir gestir sem héldu heim í morgunsárið en samt glaðir og kátir.

Hilmar Svavarsson           
 
 
 
 
Myndir má nálgast HÉR