Landsmót Kiwanis í Golfi

Landsmót Kiwanis í Golfi


Landsmót Kiwanis í golfi verður haldið á Þorláksvelli í Þorlákshöfn sunnudaginn 19. júní nk.

Fyrirkomulag mótsins er hefðbundið og er keppt í eftirfarandi flokkum.
1. flokkur Kiwanisfélaga (forgjöf 1-20) með og án forgjafar.
2. flokkur Kiwanisfélaga (forgjöf 20,1-36) með og án forgjafar.
Kvennaflokkur með forgjöf.
Gestaflokkur með forgjöf.
Ræst verður út frá kl. 10.00.

Leiknar verða 18. holur.
Af gefnu tilefni skal tekið fram að búið verður að opna fyrstu þrjár holur vallarins sem hafa verið lokaðar.

Veittir verða verðlaunagripir fyrir efstu 3 sætin í hverjum flokki.
Nándarverðlaun á braut 3 og 16.
Lengsta teighögg á 8. braut
Farandgripur er veittur fyrir besta samanlagt skor klúbbs.

Bikarhafar frá því í fyrra eru minntir á að koma silfrinu til skila sem fyrst

Skráning fer fram á www.golf.is , fara inn á mótaskrá GÞ og velja Landsmót Kiwanis.
Einnig er hægt að skrá sig hjá Guðmundi Baldurssyni netfang, gummibald@simnet.is 
sími, 892 0827.

Nú skulum við fjölmenna á landsmót Kiwanismanna í Golfi í ár.

Verð:4.000 kr. Innifalið er mótsgjald, súpa og brauð að móti loknu.


Mótsstjórn