Fjölskylduhátíð Óðinssvæðis 2011.

Fjölskylduhátíð Óðinssvæðis 2011.


Fjölskylduhátíð Óðinssvæðis verður haldin á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit dagana 24 - 26 Júní.
Hátíðin verður með svipuðum hætti og undanfarin ár s.s. leikir,  söngur, grín og glens. Sameiginlegt grill á laugardagskvöldi  að hætti Makasínfélaga.
24. júní. Félagar fara að tínast á svæðið á föstudagskvöld tjaldað og spjallað saman.
25.júní.  Hátíðin formlega sett á laugardag kl 13:00  og hver klúbbur kynnir sína félaga.  Um kl. 13:30 leyfum við barninu í okkur að koma fram og förum í  leiki fram eftir deginum.  Allir taki þátt bæði börn og fullorðnir.
Hugsaður frjáls tími frá kl. 16:00 þá er t.d.upplagt að fara í sund að Hrafnagili sem er örstutt frá eða til Akureyrar í sundlaugarparadísina þar . Svo er gaman að fara í Jólahúsið  eða á Smámunasafnið mjög athyglisvert safn sem  var í einkaeign og er í Sólgarði rétt framan við Melgerðismela.
Grillið verður svo um kl. 18:30 og svo spilum við þetta að fingrum fram  en gaman væri að mótgestir  hefðu eithvað skemmtiefni meðferðis. 
 26. júní  Allir ferskir á sunnudagsmorgni og gera léttar æfingar fyrir heimferðina en við slítum hátíðinni kl. 13:00 á sunnudag afhendum hátíðarborðann og bikarinn. Hver fær hann í ár?

Gott  væri að vita fjölda gesta í síðasta lagi 20 júní  upp á matinn  að gera en hann verður á vægu verði.

Hver  sjái um drykki fyrir sig og sína.
Ekki verður tekið við greiðslukortum bara peningar. 

Ágætu félagar mætum öll og gerum okkur glaða Jónsmessuhelgi.
Kiwaniskveðjur til ykkar allra í von um að sjá ykkur sem flest.
Lára Einarsdóttir Svæðisstjóri

Lára sími 4623501  laraei@simnet.is
Júlía sími 4622163  steiniea@simnet.is
Sveindís 4626734  spadi@internet.is