Fréttir

Aðalfundur hjá Kiwanisklúbbnum Heklu.

 • 09.05.2012

Aðalfundur hjá Kiwanisklúbbnum Heklu.

Aðalfundur Heklunnar var haldinn 8. Maí í Félagsheimili Seltjarnarness. Það voru hefðbundin aðalfundar- og félagsmálastörf.
 
Axel Bender, sem hefur verið í Kiwanishreyfingunni í 45 ár fékk heiðursskjal og barmmerki  þessu til staðfestingar. Axel hefur verið m.a.  5 sinnum forseti Heklunnar og gegnt    mörgum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn og Kiwanishreyfinguna.   Axel er fæddur 3. ágúst 1938.

Nýjar spjaldtölvur frá Kötlu

 • 02.05.2012

Nýjar spjaldtölvur frá Kötlu

Þrír félagar úr kiwanisklúbbnum Kötlu komu færandi hendi í Klettaskóla í morgun. Erindi þeirra var að gefa skólanum tvær spjaldtölvur (ipads) af nýjustu gerð. Nemendur úr 9. og 10. bekk veittu tölvunum viðtöku, en síðan var gengið með þeim Kötlumönnum um skólann og þeim sýnt, hvernig nemendur hafa nú þegar nýtt sér þessa tækni.

Kiwanissundmót Drangeyjar

 • 02.05.2012

Kiwanissundmót Drangeyjar 30. apríl sl. var haldið hið árlega bikarmót Kiwanisklúbbsins Drangeyjar og UMF Tindastóls í sundi í sundlaug Sauðárkróks.

Kvennafundur

 • 30.04.2012

Kvennafundur

Fimmtudaginn 26. apríl var haldinn í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði sameiginlegur fundur þriggja kvennaklúbba,
Sólborg, Varða og Dyngja.  Á fundinum voru 42 konur og er það helmingur þeirra kvenna sem eru í umdæminu Ísland – Færeyjar
Skemmtilegur fundur sem bar nafnið Bland í poka og áttu félagar að koma með svuntu og skýluklút.
 

Føroya-svæði

 • 27.04.2012

Føroya-svæði

Jeg skal hermed oplyse jer om det nyeste som sker her i Føroya-svæði. Kiwanis Rósan er i gang med en ny måde at indsamle penge til klubben. I flere år har Rósan haft lodsalg, men i år er vi gået i gang med en ny måde, et SMS-salg. Det foregår på den måde at folk kan sende en SMS til KR-1919, det koster kr. 20,00 + prisen for en SMS...da det har kørt i 8 uger, bliver en vinder trukket, som så vinder en rejse til Danmark med ophold i 1 uge, dette er for to voksne og to børn.

Føroya-økinum

 • 27.04.2012

Føroya-økinum

Við hesum skal eg fráboða tykkum tað nýggjasta sum hendir er í Føroya-økinum. Kiwanis Rósan er farin undir ein nýggjan hátt at fáa pengar til vega.
Í fleiri ár hevur Rósan havt eina lutaseðlasølu, men í ár eru vit farin undir eina SMS- sølu. Tað fyrigongur á tann hátt at fólk senda ein SMS á KR-1919, tað kostar teimum kr. 20,00 + SMS kostnað...tá kappingin hevur koyrt 8 vikur verður ein vinnari trektur, ið so vinnur eina ferð til Danmarkar við uppihaldi eina vikur fyri 2 vaksin og tvey børn.

Afmælisfagnaður

 • 27.04.2012

Afmælisfagnaður

Tuskudúkkan Katla Kiwanisdóttir er 15 ára í dag þann 25. mars. Barnadeild Landspítalans bauð Kötlufélögum og mökum þeirra upp á kaffi og dýrindis afmælistertu í tilefni dagsins. Hjálmar hefur séð um dúkkuna að mestu, fyrir það á hann á heiður skilið. Auðvitað var afmælissöngur sungin  og aðstaða  barnanna á barnadeildinni skoðuð.

Fræðsla fyrir forseta á Akureyri.

 • 25.04.2012

Fræðsla fyrir forseta á Akureyri.

Laugardaginn 21 apríl var haldið norður yfir heiðar til að fræða verðandi forseta. Gekk þessi fræðsla vel, miklar og góðar umræður voru um starfið , og hvað mætti betur fara , og síðan þau verkefni sem framundan eru.

Frá verkefnisstjóra Ísgolfs

 • 24.04.2012

Frá verkefnisstjóra Ísgolfs

Kæru kwianisfélagar vona að þið hafið byrjað að þreifa á áheitasöfnuninni.     Ekki vera feimnir við að leita áheita hjá fyrirtækjum þar sem þið starfið eða hafið starfað hjá. Munið að þó þið fáið neitun eruð þið að auglýsa Kiwanis um leið og þið leitið áheita.
Eruð jafnframt með ævintýralegt verkefni sem  þið sem Kiwanismenn eruð að vinna
að og allflestir vilja heyra af og fylgjast með þegar það hefst 18.júni nk.
 

KI dregur til baka fyrri ákvörðun um umdæmið Ísland-Færeyjar

 • 24.04.2012

KI dregur til baka fyrri ákvörðun um umdæmið Ísland-Færeyjar

Á fundi heimsstjórnar sem haldinn var í Bandaríkjunum í síðustu viku lá fyrir beiðni frá umdæmisstjórn um að ákvörðun heimsstjórnar frá því í janúar um að umdæmið Ísland-Færeyjar væri ekki lengur fullt umdæmi yrði dregin til baka. Á fundi í Evrópustjórn sem haldinn var í Prag í febrúar s.l. samþykkti Evrópustjórn að styðja beiðni umdæmisstjórnar og bókaði þar um.
 

Áheitabréf vegna Ísgolfs

 • 24.04.2012

Áheitabréf vegna Ísgolfs

Áheitabréf hafa verið send tengiliðum allra klúbba og nú á allt að vera
tilbúið til að hefja söfnun áheita.  Tengiliðir höfðu áður fengið sendar
upplýsingar um verkefnið og leiðbeiningar um söfnun áheita og hafa nú
öll nauðsynleg gögn til að fara í gang með verkefnið.
Hafið samband við tengilið verkefnisins í ykkar klúbb eða sendið póst á
isgolf2012@gmail.com ef eitthvað er óljóst.


Undirbúningsnefndin.

konrad.konradsson@gmail.is
GSM 862 1661

Frá Hjálmanefnd

 • 21.04.2012

Frá Hjálmanefnd

Nú eru hjálmarnir komnir til landsins fyrir nokkru.
Á næstu dögum verður bréf sent til allra forráðamanna þessara barna þar sem þeir eru beðnir um að fara inn á heimasíðu oskaborn.is og skrá barnið þar eftir bekk og skóla og síðan valið lit á hjálminn fyrir barnið, einnig skráð sig á Facebook Óskabörn þar sem verður leikur í gangi og hjól dregin út í verðlaun eins og á síðasta ári.
 

Fræðsla verðandi forseta

 • 20.04.2012

Fræðsla verðandi forseta

Laugardaginn 14. apríl var haldinn fræðsla fyrir hluta að verðandi forsetum
Fræðslan var vel sótt og fengum við góða gesti í heimsókn sem töluðu um Ísgolf, MNT verkefnið og gagnagrunninn
Á morgun verður svo fræðslu fyrir verðandi forseta framhaldið á Akureyri

Kveðja
Hildisif Björgvinsdóttir
 
Myndir hér að neðan

Hvað er Ísgolf ? (kynning)

 • 17.04.2012

Hvað er Ísgolf ? (kynning)

Upplýsingar um Isgolf Kiwanis 2012 fyrir Kiwanisfélaga
Gegnum árin hafa einstaklingar og hópar á vegum ýmissa íþrótta-­? og líknarfélaga verið að ganga, hlaupa, hjóla og haltur hefur leitt blindan í góðgerðarskyni um þjóðveg 1. Nú stefna Kiwanisfélagar á að leika golfbolta hringinn í kringum landið. Þetta er í fyrsta skiptið sem það er reynt. Þetta er um 1350 km. leið. Áheitum mun verða safnað á slegin högg, að hámarki 9.500 högg. Þetta er sambærilegt við að leika 300 golfhringi. Reyna á að ljúka þessu ævintýri á 14-­?15 dögum. Slegið verður meðfram þjóðvegi 1 alla daga og einhverja daga verður leikið allan sólarhringinn.
 

Fremragende distrikt

 • 16.04.2012

Fremragende distrikt

I starten af marts måned fik undertegnede medfølgende brev fra den forrige verdenspræsident Sylvester Neal.  Brevets emne var at meddele at distriktet Island – Færøerne er nomineret som et af 11 fremragende distrikter hos Kiwanis International i arbejdsåret 2010-2011 og at skriftlig bekræftelse derom afleveres på verdenstinget i New Orleans nu til sommer.  Det er lang tid siden vi har fået en lignenede anerkendelse.

Fréttir af ISGolf

 • 13.04.2012

Fréttir af ISGolf

Þá er allt að fara af stað og búið að fá leyfi til að nota Krýsuvíkurveginn í þrjú skipti til að prufukeyra framkvæmdina.  Á sunnudaginn kemur, 15. apríl, verður fyrsta prufa og þá á að hittast á Bónusplaninu á Völlunum í Hafnarfirði áður en haldið verður út á Krýsuvíkurveg kl. 13:00.

Skýrsla fjölgunarnefndar KIEF

 • 12.04.2012

Skýrsla fjölgunarnefndar KIEF

Út er komin skýrsla fjölgunarnefndar Evrópustjórnar KIEF fyrir 2 ársfjórðun janúar mars 2012
Nálgast má skýrsluna hér að neðan.

Umdæmisstjóri á ferð og flugi

 • 12.04.2012

Umdæmisstjóri á ferð og flugi

Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjóri hefur verið og verður á ferð og flugi á næstunni. Í lok mars heimsótti hann Helgafell í Vestmannaeyjum og í gærkvöldi var hann gestur á fundi hjá Setbergi í Garðabæ. Um helgina verður aukafundur í Evrópustjórn í Amsterdam og er hann boðaður m.a. að frumkvæði umdæmisstjóranna níu í Evrópu til að ræða fjármál hreyfingarinnar í Evrópu, fræðslumál og gera drög að framlengingu á samningi við KI um greiðslur til Evrópu á næsta ári.

Internationalt samarbejde

 • 09.04.2012

Internationalt samarbejde

På distrikt bestyrelses første møde dette arbejdsår, som blev holdt på Höfn Hornafjörður, udnævnte jeg arbejdsgruppe som skulle se på internationalt samarbejde med hensyn til fordele og ulempe.  Grunden var både diskussion vedrørende internationalt samarbejde og vores deltagelse  i at være en del af international organisation.

Dagskrá Evrópuþings í Bergen

 • 08.04.2012

Dagskrá Evrópuþings í Bergen

Nú er komin út dagskrá og reikningar fyrir komandi Evrópuþing sem haldið verður í Bergen í sumar, og með því að klikka á lesa meira hér að neðan má nálgast plaggið í PDF formi.