Aðalfundur Kötlu var haldin 12. maí 2012 - Óvissuferð

Aðalfundur Kötlu var haldin 12. maí 2012 - Óvissuferð


Farið var frá Glersalnum í Kópavogi, ekið sem leið lá að sögusafninu í Perlunni. Þar er merkilegt safn þar sem notaðar eru mjög raunsæislegar eftirmyndir af fólki í hlutverki forfeðra okkar sem settar eru í 17 mismunandi leikmyndir til að lýsa þáttum úr Íslandssögunni, allt frá því fyrir landnám fram að siðaskiptum.
Síðan var ekið inn í Garðabæ með fræðslu um sögu bæjarins, áleiðis til Hafnarfjarðar þar sem fundað var  á Hótel Hafnarfirði. Systkinabandið söng og spilaði þekkt lög frá 1970. Kynning á næstu stjórn 2012-2013. Sumarferð Kötlu verður að þessu sinni í Guðmundarlundi þann 2. júní.