Fréttir

Aftur boðað til aukafundur í Evrópustjórn

  • 07.08.2012

Aftur boðað til aukafundur í Evrópustjórn

Að beiðni umdæmisstjóranna níu hefur verið boðað til aukafundar í Evrópustjórn og verður fundurinn haldinn í Belgíu föstudaginn 24. ágúst. Fundurinn er haldinn til að ganga frá samkomulagi við Kiwanis  International um greiðslur til Evrópu á næsta starfsári og skiptingu þeirra, en hingað til hafa þessar greiðslur runnið beint í rekstur Evrópustjórnar.
Samkomulag er um að KI greiði KIEF 180 þúsund evrur (28 milljónir króna) til reksturs á næsta ári en auk þess innheimtir KIEF um 210 þúsund evrur í félagsgjöld frá klúbbunum í Evrópu. Allir núverandi umdæmisstjórar  vilja hafa áhrif  á í hvað þessum peningum er eytt, en ekki láta fjögurra manna framkvæmdaráð taka allar ákvarðanir og kynna síðan ákvarðanir sínar á fundum Evrópustjórnar.

ISGOLF heimsækir sambýli

  • 03.08.2012

ISGOLF heimsækir sambýli

Nýlega voru sambýli í Kópavogi heimsótt og þeim afhent matarpakkar í tengslum við ISGOLF verkefnið.

Ræða verðandi heimsforseta

  • 26.07.2012

Ræða verðandi heimsforseta

Hér að neðan má nálgast ræður verðandi heimsforseta Kiwanis við lokaathöfn heimsþings Kiwanis sem haldið var í New Orleans dagana 27 - 29 júli s.l

Elsti klúbbur Evrópu 50 ára á næsta ári

  • 22.07.2012

Elsti klúbbur Evrópu 50 ára á næsta ári

Elsti klúbbur Evrópu KC Wien – Europa 1 verður 50 ára á næsta ári . Umdæminu hefur borist boð um þátttöku í veglegri afmælishátið klúbbsins sem jafnframt er 50 ára afmæli Kiwanis í Evrópu. Fyrstu upplýsingar um afmælishátíðana, sem haldin verður dagna 15. – 17. Mars 2013 , er að finna á íslensku á meðfylgjandi
 

Heimsþing 2012

  • 22.07.2012

Heimsþing 2012

Heimsþing Kiwnaishreyfingarinnar var haldið í New Orleans 28.júní -1.júlí.  Á vegum umdæmisins sátu umdæmisstjórarnir þingið ásamt mökum, en við Konný vorum þarna á eigin vegum, m.a. vegna móttöku viðurkenninga  og staðfestingar á kjöri í heimsstjórn og fyrstu kynningar og þjálfunar nýrra heimsstjórnarmanna.
Eftir Evrópuþing beið törn við lokaundirbúning Isgolfs Eldeyjar, en vestur um haf var haldið 22.júní. Löngu var ákveðið að mæta nokkrum dögum fyrir þing og nota tækifærið til að skoða borgina. Það var ótrúlegt að sjá uppbygginguna sem átt hefur sér stað í kjölfar þess að fellibylurinn Katarína reið yfir borgina í lok ágúst 2005. Meir en 80% af borginni fóru undir vatn, sum staðar allt að 5 metrum.

Af þingaflakki og framboðsmálum

  • 20.07.2012

Af þingaflakki og framboðsmálum

Í  Kiwanis þá er sumarið tími  Evrópu–  og heimsþinga.  Blásið var til Evrópuþings í Bergen í Noregi  8-10 júní ,  en heimsþing var haldið í New Orleans  í BNA  28. júní – 1 júlí.  Umdæmisstjóri  Ragnar og kjörumdæmisstjóri Hjördís ásamt mökum sóttu bæði þingin í embættiserindum, sátu Evrópuráðs-fundi, sóttu fræðslu og sinntu þingstörfum.  Undirritaður sótti  Evrópuþing sem formaður fjölgunarnefndar Evrópu auk þess að sinna formlegu framboðsstússi.
 

Óskar Guðjónsson International Trustee

  • 08.07.2012

Óskar Guðjónsson International Trustee

Í New Orleans á heimsþingi KI var meðal annars kynning á heimsstjórn 2012 - 2013 og þar var okkar maður Óskar Guðjónsson fráfarandi umdæmisstjóri kallaður fram og kynntur.  Við Íslendingarnir sem sátum þingið vorum ánægð með okkar mann og það er mikill heiður fyrir umdæmið að Óskar eigi sæti sem stjórnarmaður  í heimsstjórn.

Kiwanisumdæmið Ísland Færeyjar fyrirmyndarumdæmi 2010-2011

  • 08.07.2012

Kiwanisumdæmið Ísland  Færeyjar fyrirmyndarumdæmi 2010-2011

Á heimsþingi Kiwanis International sem fram fór dagana 28 – 30 júní  í New Orleans voru veittar viðurkenningar til þeirra umdæma sem voru fyrirmyndarumdæmi 2010-2011.  Sylvester Neel  fráfarandi heimsforsseti , kallaði þá sem voru umdæmisstjórar og umdæmisritarar 2010-2011 upp á svið til sín og þakkaði fyrir frábær störf.

Sumarhátíð Ægissvæðis 2012

  • 04.07.2012

Sumarhátíð Ægissvæðis 2012

Sumarhátíð Ægissvæðis verður haldin í Garði laugardaginn 7. júli.  Á tjaldsvæðinu við Garðskagavita er búið að taka frá pláss og tryggja rafmagn fyrir þá sem það þurfa og hvorutveggja er án endurgjalds.   Félagar í Hofi verða á staðnum frá kl. 17:00 föstudaginn 6. júlí og taka vel á móti þátttakendum sem ætla að gista tvær nætur.

Sumarhátíð Ægissvæðis

  • 04.07.2012

Sumarhátíð Ægissvæðis Mynd

Sumarhátíð Ægissvæðis verður haldin í Garði laugardaginn 7. júli.  Á tjaldsvæðinu við Garðskagavita er búið að taka frá pláss og tryggja rafmagn fyrir þá sem það þurfa og hvorutveggja er án endurgjalds.   Félagar í Hofi verða á staðnum frá kl. 17:00 föstudaginn 6. júlí og taka vel á móti þátttakendum sem ætla að gista tvær nætur.

 

Golfað í gegn

  • 27.06.2012

Golfað í gegn

Í gær fengu félagar í Skjálfanda tækifæri til að taka þátt í mjög metnaðarfullu og skemmtilegu verkefni sem nefnist ISGOLF 2012.

Áheit einstaklinga

  • 21.06.2012

Áheit einstaklinga

Ísgolfið hefur farið vel af stað og þegar þetta er skrifað er hópurinn að renna inn á Höfn á Hornafirði. Við viljum hvetja alla Kiwanisfélaga vini og vandamenn þeirra  til að taka þátt í verkefninu og það er hægt með því að hringja inn áheit. Símanúmerin eru eftirfarandi:

902 5001 og gefa 1000 kr?

902 5003 og gefa 3000 kr

?902 5005 og gefa 5000 kr

Styrktarreikingur Isgolfs2012 er hjá Landsbankanum:
0130-26-000717 kt. 571178-0449
 

Virðingarvert framtak Kiwanis

  • 21.06.2012

Virðingarvert framtak Kiwanis

Ögmundur Jónasson skrifar:
Á miðnætti í lok þjóðhátíðardagsins sló ég fyrsta höggið í maraþon-golfleik sem Kiwanishreyfingin efnir til hringinn um landið til að afla fjár til góðra málefna. Ég mætti til leiks – ekki sem sérstaklega glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar – enda tókst höggið ekki vel – heldur sem fulltrúi samfélagsins. Átakið þarf einmitt á velvelja okkar allra að halda ef það á að skila árangri í fjársöfnuninni.

Leika golf meðfram þjóðvegi 1

  • 19.06.2012

Leika golf  meðfram þjóðvegi 1

Að ganga eða hjóla hringveginn þykir nú á dögum ekkert tiltökumál og oftast gert til að safna fé til góðgerðarmála og er það vel. Fyrir meira en ári fékk Kiwanisfélagi í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi þá hugdettu, sagði í raun að hann hefði dreymt þetta verkefni,  sem er að leika golf til fjáröflunar meðfram  þjóðvegi 1.
Nú rúmu ári síðan er þetta verkefni orðið að veruleika og hefur vakið athygli hér innanlands og ekki síður erlendis.

Slá golfbolta kringum landið

  • 18.06.2012

Slá golfbolta kringum landið

„Þetta hefur gengið mjög vel, við vorum að spila í alla nótt og vorum í nokkra stund að reyna að slá yfir Þjórsá,“ segir Þorsteinn Einar Einarsson, Kiwanismaður úr Kópavogi, en Kiwanismenn slá nú golfbolta hringinn í kringum landið í fjáröflunarskyni.
Áheitum er safnað á slegin högg og stefnt er að því að þau verði ekki fleiri en 9.500.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra reið á vaðið og skaut fyrstu kúlunni við Rauðavatn á miðnætti.
 

Söfnun til styrktar sjúkraklefa Þórs lokið

  • 18.06.2012

Söfnun til styrktar sjúkraklefa Þórs lokið

Söfnun Kiwanisklúbbsins Eldfells til styrktar sjúkraklefa varðskipsins Þórs er nú lokið.  Erum við félagar í klúbbnum afar þakklátir þeim sem styrktu þetta verðuga málefni.  Selt var til fyrirtækja og einstaklinga og var heilt yfir mjög vel tekið.  Hápunkturinn má þó segja að hafi verið um borð í varðskipinu Þór á hátíð hafsins í Reykjavík, þar sem minnislyklarnir rokseldust þegar rúmlega 4.000 gestir heimsóttu þetta glæsilega fley.  Flestir tölvutækir Íslendingar eiga minnislykla, en þeir hikuðu ekki við að bæta við sig einum af þessu tilefni.
 
Þetta fyrsta söfnunarverkefni Kiwanisklúbbsins er því að sigla í höfn af nokkru öryggi og eiga allir er hlut eiga að máli þakkir skyldar.  Þeir sem styrktu og þeir sem söfnuðu að ógleymdum sem um þetta fjölluðu í fjölmiðlum sínum. 
 
Stefnt er að afhendingu styrks til Landhelgisgæslunnar á næstu vikum og verður afhendingunni að sjálfsögðu gerð skil hér á síðunni.

Grillveisla Hjá Ós

  • 17.06.2012

Grillveisla Hjá Ós

Ós félagar, makar og börn hittust um kl 17.00 16. júní
og áttu góða eftirmiðdagsstund í Araseli Stafellsfjöllum Lóni.
Á myndinni eru Gestur, Olgeir, Ingvar og Haukur. Kiwanisklúbburinn Ós
bauð grillmatinn en félagar sáu sjálfir um heimatilbúin skemmtiatriði.

Fréttabréf Evrópustjórnar

  • 13.06.2012

Fréttabréf Evrópustjórnar

Út er komið fréttabréf frá Evrópustjórn Kiwanis en þetta er júníbréfið og má nálgast það með því að klikka á hlekkinn hér að neðan.

Kiwanisklubburinn Drangey afhendir hjálma

  • 10.06.2012

Kiwanisklubburinn Drangey afhendir hjálma

Kiwanisklúbburinn Drangey hefur nú afhent reiðhjólahjálma til sjö ára barna í Skagafirði og Húnavatnssýlum.  Afhending á hjálmum á Sauðárkróki fór fram síðastliðinn laugardag við Árskóla í blíðskaparveðri.

Frá Kvennanefnd

  • 10.06.2012

Frá Kvennanefnd

Þriðjudaginn 12. júní n.k. kl.17 ætlum við í Kvennanefndinni að vera með hitting fyrir konur sem eru ekki að vinna úti og hefðu áhuga á að stofna klúbb þar sem hist yrði að deginum.
Góður vettvangur til að hitta aðrar konur í sömu sporum, spjalla og láta gott af sér leiða í leiðinni. Þetta verður í  Cafe Flóru, Listihúsinu í Grasagarðinum.
Allar konur eru velkomnar og endilega takið með ykkur gesti. Nánari upplýs. hjá Guðbjörgu 695-3669.