Fréttir

Kiwanismótið í knattspyrnu

  • 24.08.2012

Kiwanismótið í knattspyrnu

Kiwanismót Völsungs í knattspyrnu fyrir 6-8 flokk fer fram á Húsavík á sunnudaginn (26. ágúst).

Happadrættisvinningar frá Færeyjum

  • 17.08.2012

Happadrættisvinningar frá Færeyjum

Frá Kiwanis Tórshavn.    16.aug.2012
 
Notarius publicus hevur trekt hesi vinnaranummur.
 
1. seðil nr. 5676  4-mannafar
2. seðil nr. 5012  ferðaseðil
3. seðil nr. 5544  gávukort
4. seðil nr. 5255  gávukort
5. seðil nr. 5156  gávukort
 
Vinnarararnir ringja til  556443 314109  214414
 
 
Takk fyri stuðulin
Kiwanis Tórshavn

Golfmót Ægissvæðis 2012

  • 17.08.2012

Golfmót Ægissvæðis 2012

Golfmót Ægissvæðis 2012 verður haldið á Húsatóftarvelli í Grindavík sunnudaginn 26. ágúst.  Fyrsta holl verður ræst út kl. 10:00.

Könnun

  • 15.08.2012

Könnun

Síðasta könnun hér á kiwanis.is var um útgáfu hvítu bókarinnar sem hefur að geyma lög umdæmisinns, félagatal o.fl en spurt var
Finnst þér að umdæmið ætti að gefa áfram út hvítu bókina ?  56 tóku þátt í þessari könnun sem er nú frekar dapurt, en niðurstaðan var afgerandi eða 77 % vilja halda þessari útgáfu óbreyttri.
Nú er að fara í loftið ný könnun og snýr hún að Kiwanisfréttum og væri nú gaman þar sem styttist í þing að fá svolítið hressileg viðbrögð.

Sumarferð Jörfa 2012

  • 13.08.2012

Sumarferð Jörfa 2012

 Helgina 10.-12.ágúst fóru Jörfafélagar í sína árlegu  sumarútilegu ásamt fjölskyldum sínum. Haldið var að Nesi í Reykholtsdal . Á föstudagskvöldinu var sungið ,spjallað og borðuð dýrindis súpa. Á laugardeginum fóru áhugasamir  í gólf, farið var í  leiki við börnin og skemmtu sér allir vel saman.

Sumarferð Jörfa

  • 07.08.2012

Sumarferð Jörfa

 SUMARFERР JÖRFA  

Sumarferðin verður farin að Nesi í Reykholtsdal. Þarna er aðstaða fyrir húsbíla (rafmagn) og draghýsi en einnig er gistiaðstaða í húsi. Þarna er 9 holu golfvöllur, veitingasala og heitur pottur.

Dagskráin verður með hefðbundnu sniði, en hefur ekki verið  fast ákveðin.

Við reiknum með að fólk sé að koma á staðinn á föstudeginum og fram eftir kvöldi.

Súpa verður í boði eins og áður.

Við ætlum að grilla sjálfir á laugardeginum og borða saman í veitingasalnum.  Við reynum að hafa einhverja létta dagskrá undir borðhaldinu.

 

Matseðill: Grillað Lambalæri að hætti Jörfamann með bökuðum kartöflum og sósu. Grillaðir Jörfa borgarar (Ekta hamborgarar) pylsur fyrir börnin, salat að hætti  Jörfakvenna. Með þessu verður verður boðið upp á rauðvín. Gos fyrir börn og áfengislausa.

Fyrir allt þetta borgum við aðeins kr. 2.000 og frítt fyrir 14 ára og yngri.

Aftur boðað til aukafundur í Evrópustjórn

  • 07.08.2012

Aftur boðað til aukafundur í Evrópustjórn

Að beiðni umdæmisstjóranna níu hefur verið boðað til aukafundar í Evrópustjórn og verður fundurinn haldinn í Belgíu föstudaginn 24. ágúst. Fundurinn er haldinn til að ganga frá samkomulagi við Kiwanis  International um greiðslur til Evrópu á næsta starfsári og skiptingu þeirra, en hingað til hafa þessar greiðslur runnið beint í rekstur Evrópustjórnar.
Samkomulag er um að KI greiði KIEF 180 þúsund evrur (28 milljónir króna) til reksturs á næsta ári en auk þess innheimtir KIEF um 210 þúsund evrur í félagsgjöld frá klúbbunum í Evrópu. Allir núverandi umdæmisstjórar  vilja hafa áhrif  á í hvað þessum peningum er eytt, en ekki láta fjögurra manna framkvæmdaráð taka allar ákvarðanir og kynna síðan ákvarðanir sínar á fundum Evrópustjórnar.

ISGOLF heimsækir sambýli

  • 03.08.2012

ISGOLF heimsækir sambýli

Nýlega voru sambýli í Kópavogi heimsótt og þeim afhent matarpakkar í tengslum við ISGOLF verkefnið.

Ræða verðandi heimsforseta

  • 26.07.2012

Ræða verðandi heimsforseta

Hér að neðan má nálgast ræður verðandi heimsforseta Kiwanis við lokaathöfn heimsþings Kiwanis sem haldið var í New Orleans dagana 27 - 29 júli s.l

Elsti klúbbur Evrópu 50 ára á næsta ári

  • 22.07.2012

Elsti klúbbur Evrópu 50 ára á næsta ári

Elsti klúbbur Evrópu KC Wien – Europa 1 verður 50 ára á næsta ári . Umdæminu hefur borist boð um þátttöku í veglegri afmælishátið klúbbsins sem jafnframt er 50 ára afmæli Kiwanis í Evrópu. Fyrstu upplýsingar um afmælishátíðana, sem haldin verður dagna 15. – 17. Mars 2013 , er að finna á íslensku á meðfylgjandi
 

Heimsþing 2012

  • 22.07.2012

Heimsþing 2012

Heimsþing Kiwnaishreyfingarinnar var haldið í New Orleans 28.júní -1.júlí.  Á vegum umdæmisins sátu umdæmisstjórarnir þingið ásamt mökum, en við Konný vorum þarna á eigin vegum, m.a. vegna móttöku viðurkenninga  og staðfestingar á kjöri í heimsstjórn og fyrstu kynningar og þjálfunar nýrra heimsstjórnarmanna.
Eftir Evrópuþing beið törn við lokaundirbúning Isgolfs Eldeyjar, en vestur um haf var haldið 22.júní. Löngu var ákveðið að mæta nokkrum dögum fyrir þing og nota tækifærið til að skoða borgina. Það var ótrúlegt að sjá uppbygginguna sem átt hefur sér stað í kjölfar þess að fellibylurinn Katarína reið yfir borgina í lok ágúst 2005. Meir en 80% af borginni fóru undir vatn, sum staðar allt að 5 metrum.

Af þingaflakki og framboðsmálum

  • 20.07.2012

Af þingaflakki og framboðsmálum

Í  Kiwanis þá er sumarið tími  Evrópu–  og heimsþinga.  Blásið var til Evrópuþings í Bergen í Noregi  8-10 júní ,  en heimsþing var haldið í New Orleans  í BNA  28. júní – 1 júlí.  Umdæmisstjóri  Ragnar og kjörumdæmisstjóri Hjördís ásamt mökum sóttu bæði þingin í embættiserindum, sátu Evrópuráðs-fundi, sóttu fræðslu og sinntu þingstörfum.  Undirritaður sótti  Evrópuþing sem formaður fjölgunarnefndar Evrópu auk þess að sinna formlegu framboðsstússi.
 

Óskar Guðjónsson International Trustee

  • 08.07.2012

Óskar Guðjónsson International Trustee

Í New Orleans á heimsþingi KI var meðal annars kynning á heimsstjórn 2012 - 2013 og þar var okkar maður Óskar Guðjónsson fráfarandi umdæmisstjóri kallaður fram og kynntur.  Við Íslendingarnir sem sátum þingið vorum ánægð með okkar mann og það er mikill heiður fyrir umdæmið að Óskar eigi sæti sem stjórnarmaður  í heimsstjórn.

Kiwanisumdæmið Ísland Færeyjar fyrirmyndarumdæmi 2010-2011

  • 08.07.2012

Kiwanisumdæmið Ísland  Færeyjar fyrirmyndarumdæmi 2010-2011

Á heimsþingi Kiwanis International sem fram fór dagana 28 – 30 júní  í New Orleans voru veittar viðurkenningar til þeirra umdæma sem voru fyrirmyndarumdæmi 2010-2011.  Sylvester Neel  fráfarandi heimsforsseti , kallaði þá sem voru umdæmisstjórar og umdæmisritarar 2010-2011 upp á svið til sín og þakkaði fyrir frábær störf.

Sumarhátíð Ægissvæðis 2012

  • 04.07.2012

Sumarhátíð Ægissvæðis 2012

Sumarhátíð Ægissvæðis verður haldin í Garði laugardaginn 7. júli.  Á tjaldsvæðinu við Garðskagavita er búið að taka frá pláss og tryggja rafmagn fyrir þá sem það þurfa og hvorutveggja er án endurgjalds.   Félagar í Hofi verða á staðnum frá kl. 17:00 föstudaginn 6. júlí og taka vel á móti þátttakendum sem ætla að gista tvær nætur.

Sumarhátíð Ægissvæðis

  • 04.07.2012

Sumarhátíð Ægissvæðis Mynd

Sumarhátíð Ægissvæðis verður haldin í Garði laugardaginn 7. júli.  Á tjaldsvæðinu við Garðskagavita er búið að taka frá pláss og tryggja rafmagn fyrir þá sem það þurfa og hvorutveggja er án endurgjalds.   Félagar í Hofi verða á staðnum frá kl. 17:00 föstudaginn 6. júlí og taka vel á móti þátttakendum sem ætla að gista tvær nætur.

 

Golfað í gegn

  • 27.06.2012

Golfað í gegn

Í gær fengu félagar í Skjálfanda tækifæri til að taka þátt í mjög metnaðarfullu og skemmtilegu verkefni sem nefnist ISGOLF 2012.

Áheit einstaklinga

  • 21.06.2012

Áheit einstaklinga

Ísgolfið hefur farið vel af stað og þegar þetta er skrifað er hópurinn að renna inn á Höfn á Hornafirði. Við viljum hvetja alla Kiwanisfélaga vini og vandamenn þeirra  til að taka þátt í verkefninu og það er hægt með því að hringja inn áheit. Símanúmerin eru eftirfarandi:

902 5001 og gefa 1000 kr?

902 5003 og gefa 3000 kr

?902 5005 og gefa 5000 kr

Styrktarreikingur Isgolfs2012 er hjá Landsbankanum:
0130-26-000717 kt. 571178-0449
 

Virðingarvert framtak Kiwanis

  • 21.06.2012

Virðingarvert framtak Kiwanis

Ögmundur Jónasson skrifar:
Á miðnætti í lok þjóðhátíðardagsins sló ég fyrsta höggið í maraþon-golfleik sem Kiwanishreyfingin efnir til hringinn um landið til að afla fjár til góðra málefna. Ég mætti til leiks – ekki sem sérstaklega glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar – enda tókst höggið ekki vel – heldur sem fulltrúi samfélagsins. Átakið þarf einmitt á velvelja okkar allra að halda ef það á að skila árangri í fjársöfnuninni.

Leika golf meðfram þjóðvegi 1

  • 19.06.2012

Leika golf  meðfram þjóðvegi 1

Að ganga eða hjóla hringveginn þykir nú á dögum ekkert tiltökumál og oftast gert til að safna fé til góðgerðarmála og er það vel. Fyrir meira en ári fékk Kiwanisfélagi í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi þá hugdettu, sagði í raun að hann hefði dreymt þetta verkefni,  sem er að leika golf til fjáröflunar meðfram  þjóðvegi 1.
Nú rúmu ári síðan er þetta verkefni orðið að veruleika og hefur vakið athygli hér innanlands og ekki síður erlendis.