Sumarhátíð Ægissvæðis 2012

Sumarhátíð Ægissvæðis 2012


Sumarhátíð Ægissvæðis verður haldin í Garði laugardaginn 7. júli.  Á tjaldsvæðinu við Garðskagavita er búið að taka frá pláss og tryggja rafmagn fyrir þá sem það þurfa og hvorutveggja er án endurgjalds.   Félagar í Hofi verða á staðnum frá kl. 17:00 föstudaginn 6. júlí og taka vel á móti þátttakendum sem ætla að gista tvær nætur.
Dagskrá sumarhátíðar laugardaginn 7. júlí :
 
11:00
Leikir fyrir yngstu gestina
Fyrir þá sem eru löngu vaknaðir, orðnir spenntir og finnst gaman að fá verðlaunapening.
14:00
Leikir fyrir unga sem aldna
Leikir sem henta ungu fólki á öllum aldri.  Keppni, grín og glens.
15:45
Upphitun fyrir Brennóbikarinn?Til að lágmarka hættu á meiðslum leiða verðandi forsetar létta upphitun með teygjuívafi.
16:00
Brennóbikarinn
EM hvað?  Bikarinn er í vörslu Eldeyjar en frést hefur af æfingum annarra klúbba.  Keppni á milli klúbba svæðisins sem mega tefla fram fleiri en einu liði.
18:00
Grill
 
Byggðasafnið Garður er á svæðinu og í sama húsi er veitingastaðurinn Tveir vitar  með allar veitingar, kaffi, kökur,  mat og drykki.  Í gamla vitavarðarhúsinu er mjög skemmtileg handverksverslun og stutt er í glæsilega sundlaug.

Kveðja, Konráð Konráðsson
Kjörsvæðisstjóri Ægissvæðis
konrad.konradsson@gmail.com - 862 1661