Fréttir

25 ára saga Kiwanisklúbsins Ós

  • 19.11.2012

25 ára saga Kiwanisklúbsins Ós

Tildrög þess að Kiwanisklúbburinn Ós svar stofnaður á Hornafirði voru þau að umdæmisstjórn íslenska umdæmisins auglýsti í Eystrahorni 1987 kynningarfund um Kiwanishreyfinguna á Hótel Höfn. Á þann fund komu frá umdæminu þeir Steindór Hjörleifsson sem nú er látinn og Stefán R Jónsson þar voru líka Helgi Geir, Steinar Guðmunds og Ludvig Gunnarsson .Hvöttu þeir Steindór og Stefán þá félaga til þess að reyna að stofna klúbb hér á Höfn ,nú er skemmst frá því að segja að þeir félagar náðu saman 30 manna hóp og það varð úr að klúbburinn var stofnaður stuttu síðar.
 

KIEF update

  • 14.11.2012

KIEF update

Út eru komnar rafrænar fréttir Evrópustjórnar KIEF update fyrir nóvembermánuð, en þessar fréttir koma vanalega mánaðarlega á starfsárinu í pdf formi svona eins og okkar Umdæmi er að byrja með og fyrsta útgáfa er hér á síðunni. KIEF update má nálgast hér að neðan.

Skilaboð frá Evrópuforseta

  • 14.11.2012

Skilaboð frá Evrópuforseta

Á heimasíðu Kiwanis Europa er myndbands- skilaboð frá Evrópuforseta Ernst von der Weppen sem vert er að skoða og má nálgast myndbandið hér að neðan.

Rafrænar Kiwanisfréttir

  • 12.11.2012

Rafrænar Kiwanisfréttir

Góðir félagar. Meðfylgjandi er tengill á 1. tbl. rafrænna Kiwanisfrétta sem umdæmisstjóri talaði um á umdæmisþingi. Ætlunin er að sambærilegr fréttir berist nokkrum sinnum á starfsárinu.  Allir þeir er telja sig lúra á góðu efni fyrir þennan vettvang mega endilega koma því á framfæri við undirritaðan.

Svæðisráðsfundur Sögusvæðis

  • 12.11.2012

Svæðisráðsfundur Sögusvæðis

Svæðisráðsfundur í Sögusvæði  var haldinn kl 15.00 á Hótel Höfn laugardaginn  10. nóvember s.l
Vel var mætt á fundin af Ósfélögum en 16 Kiwanisfélagar voru á fundinum þar af
7 Ósfélagar, einnig voru á fundinum Hjördís Harðardóttir Umdæmisstjóri og Hörður Baldvinsson Umdæmisritari.

Jörfafélagar pakka jólasælgætinu

  • 11.11.2012

Jörfafélagar pakka jólasælgætinu

 Þann 11.nóv. mættu Jörfafélagar að Flugumýri 16 b.Mosfellsbæ og pökkuðu jólasælgæti í 520 kassa,vel var mætt og gekk þetta eins og í sögu, enda allur undirbúningur hjá fjáröflunar- og styrktarnefnd Jörfa til fyrirmyndar. Jón Jakob sá um að menn fengu heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur. Sælgætissala Jörfa er ein af stærri fjáröflunum klúbbsins og rennur allur ágóði í styrktarsjóð Jörfa.
Kassinn kostar kr. 5.000
 
GHG

Óvissufundur

  • 11.11.2012

Óvissufundur

Hin árlegi óvissufundur Helgafells var haldinn föstudaginn 9 nóvember. Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum fram að mararhléi, en boðið var uppá lambakótilettur í raspi með tilbehör að hætti kótilettukarlana. Að loknu borðhaldi var haldið út í óvissunar og far fyrsti viðkomustaður Sjóbúð Björgunarfélags Vestmannaeyja.

Árni Johnsen ræðumaður

  • 07.11.2012

Árni Johnsen ræðumaður

á almennum fundi miðvikudaginn 7. nóvember

Stjórnarskipti hjá Básum

  • 04.11.2012

Stjórnarskipti hjá Básum

Stjórnarskipti hjá Kiwanisklúbbnum Básum á Ísafirði fóru fram þann 17 október s.l, og var þetta eitt af síðustu embættisverkum Harðar Mar svæðisstjóra Freyjusvæðis sem varð bráðkvaddur fyrir skemmstu, og sjáum við Kiwanisfélagar á eftir góðum og traustum manni þar sem Hörður var.

Stjórnarskipti í Drangey

  • 29.10.2012

Stjórnarskipti í Drangey

Stjórnarskipti fóru fram í Kiwanisklúbbnum Drangey 19. október sl.

Lambaréttadagur Heklu 2012

  • 28.10.2012

Lambaréttadagur Heklu 2012

Föstudagskvöldið 26. október s.l. hélt Kiwanisklúbburinn Hekla sinn árlega fjáröflunardag sem er kallaður Lambaréttadagur. Tæplega eitthundrað gestir og félagar mættu. Maturinn var að sjálf sögðu allt af lambinu í hinum ýmsu réttum og bragðaðist mjög vel. Veislustjóri var Gísli Einarsson fréttamaður og leysti hann það vel af hendi og fór á kostum.

Sviðaveisla Jörfa 2012

  • 27.10.2012

Sviðaveisla Jörfa 2012

 Hin árlega sviðaveisla Jörfa var haldin í dag  27.október á fyrsta degi vetrar.Jörfi  er ríkur af duglegum félögum sem vinna sviðin sjálfir frá grunni  og liggur mikil vinna í undirbúningi.  Í dag fengu  Jörfafélagar , eiginkonur  og stuðningsmenn   Jörfafélaga  að bragða á herlegheitunum í  Broadway við Ármúla  þar sem mættir voru 200 manns . Forseti  Jörfa  Gunnar Ó. Kvaran setti veisluna og bauð alla velkomna  sérstaklega  kjörumdæmisstjóra Dröfn Sveinsdóttur. 
 

Fyrirlesari hjá Helgafelli

  • 26.10.2012

Fyrirlesari hjá Helgafelli

Í gærkvöldi var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum þar sem boðið var upp á gott erindi, en gestur okkar og fyrirlesari á þessum fundi var Erlingur Richardsson þjálfari meistaraflokks ÍBV í handbolta og yfirmaður Íþróttaakademíunar hér í Eyjum og einnig er Erlingur nýráðin í þjálfarateymi landsliðsinns í handbolta.

Almennurfundur með fyrirlesara

  • 23.10.2012

Almennurfundur með fyrirlesara

Fundur Jörfa númer 683 var haldinn á Broadway við Ármúla mánudaginn 22.október sl.Þetta var almennur fundur með fyrirlesara. Mættir voru 23 félagar og þrír höfðu boðað forfall.Ræðumaður kvöldsins var Jón Bernódusson frá Siglingastofnun rannsóknar og þróunarsviði.Ræddi hann um repju sem er orkujurt  en Siglingastofnun vinnur að verkefni sem miðar að því að finna umhverfisvæna orkugjafa fyrir íslenska fiskiskipaflotann og gaf nýlega út skýrsla um stöðu verkefnisins. Jón Bernódusson verkefnisstjóri veðjar á repjuna og hefur fengið jákvæðar niðurstöður úr athugunum sínum til þessa. "Þetta eldsneyti hefur það fram yfir margar tegundir að það er með svo gott sem sömu orku og venjuleg dísilolía," segir hann og bætir því við að líta megi á olíuna sem unnin er úr repjufræjum sem aukaafurð vegna þess að hratið sem til fellur við olíupressunina greiði allan kostnað við ræktunina.

Húsnæðismálin rædd á félagsmálafundi

  • 23.10.2012

Húsnæðismálin rædd á félagsmálafundi

Húsnæðismálin voru í brennidepli á félagsmálafundi í Kiwanisklúbbnum Eldfelli 18. október s.l.  Félagar eru að velta fyrir sér möguleikum og því hvort klúbburinn eigi möguleika á "heimili" með því að kaupa húsnæði eða fá með öðrum hætti varanlegan samastað. 
Fjárhagsáætlun var lögð fram og ber hún t.d. með sér að 31% klúbbgjalds félaga rennur til Kiwanishreyfingarinnar og um 10% í húsaleigu. 
Gestur fundarins átti að vera Stefán Haukur Jóhannesson en af óviðráðanlegum orsökum er heimsókn hans frestað til 22. nóvember n.k.

Vetrarstarfið á fullt

  • 22.10.2012

Vetrarstarfið á fullt

Fundir klúbbsins í haust hafa eðlilega og hefðbundið tekið m.a. mið af formlegum skilum milli starfsára.

Lambaréttadagur Heklufélaga

  • 22.10.2012

Lambaréttadagur Heklufélaga

Heklufélagar biðla nú til allra Kiwanisfélaga um að koma á árlegan Lambaréttadag sem verður nú á föstudaginn 26. október n.k. kl 19:00 í Lundi Auðbrekku 25-27 Kópavogi.
Miðaverð er aðeins kr. 7.000,- góður matur, veislustjóri, ræðumaður, skemmtikraftur, listmunauppboð og happadrætti. Sjá dagskrána hér að neðan.

K-dags komitéen afleverer støtte

  • 21.10.2012

K-dags komitéen afleverer støtte

Den internationelle dag tilegnet psykiatriske pleje blev fejret í Gamla bio den 10. okt. með et godt program og der afleverede K-dags komitéen en ekstra støtte til BUGL (børne- psykiatrisdke afdelingen), og Center  tilegnet forældre og børn, Ikr. 350.000,- til hvem af dem.  De penger var resten af indsamlingen fra K-dagen sidste år og ialt er støtten til hvem af dem efter K-dags projektet Ikr. 8.850.000.  I det hele er støttesummen efter K-dagen Ikr. 23.200.000,-.

Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir aflaunamótið Sterkasti fatlaði maður heims

  • 20.10.2012

Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir aflaunamótið Sterkasti fatlaði maður heims

Dagana 19 og 20. október  fór fram aflraunamót hjá fötluðum og var það alþjóðlegt og kallast „sterkasti fatlaði maður heims“ þátttakendur voru 9 í tveim flokkum standandi og í hjólastól. Þetta var 10 mótið sem haldið er og hefur alltaf verið haldið á Íslandi. Hvatamaður er Magnús Ver Magnússon.
 

K-dagsnefnd afhendir styrk

  • 14.10.2012

K-dagsnefnd afhendir styrk

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur í Gamlabíó 10. okt. með góðri dagskrá og þar afhenti K-dagsnefndin, BUGL og Miðstöð foreldra og barna viðbótar styrk að upphæð 350 þúsund til hvors aðila sem voru eftirstöðvar K-dagsins í fyrra og er styrkurinn samtals til hvors aðila kr. 8.850.000 og er þá heildar styrkur K-dagsins 23.200.000.