Fréttir

Óvissufundur

  • 11.11.2012

Óvissufundur

Hin árlegi óvissufundur Helgafells var haldinn föstudaginn 9 nóvember. Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum fram að mararhléi, en boðið var uppá lambakótilettur í raspi með tilbehör að hætti kótilettukarlana. Að loknu borðhaldi var haldið út í óvissunar og far fyrsti viðkomustaður Sjóbúð Björgunarfélags Vestmannaeyja.

Árni Johnsen ræðumaður

  • 07.11.2012

Árni Johnsen ræðumaður

á almennum fundi miðvikudaginn 7. nóvember

Stjórnarskipti hjá Básum

  • 04.11.2012

Stjórnarskipti hjá Básum

Stjórnarskipti hjá Kiwanisklúbbnum Básum á Ísafirði fóru fram þann 17 október s.l, og var þetta eitt af síðustu embættisverkum Harðar Mar svæðisstjóra Freyjusvæðis sem varð bráðkvaddur fyrir skemmstu, og sjáum við Kiwanisfélagar á eftir góðum og traustum manni þar sem Hörður var.

Stjórnarskipti í Drangey

  • 29.10.2012

Stjórnarskipti í Drangey

Stjórnarskipti fóru fram í Kiwanisklúbbnum Drangey 19. október sl.

Lambaréttadagur Heklu 2012

  • 28.10.2012

Lambaréttadagur Heklu 2012

Föstudagskvöldið 26. október s.l. hélt Kiwanisklúbburinn Hekla sinn árlega fjáröflunardag sem er kallaður Lambaréttadagur. Tæplega eitthundrað gestir og félagar mættu. Maturinn var að sjálf sögðu allt af lambinu í hinum ýmsu réttum og bragðaðist mjög vel. Veislustjóri var Gísli Einarsson fréttamaður og leysti hann það vel af hendi og fór á kostum.

Sviðaveisla Jörfa 2012

  • 27.10.2012

Sviðaveisla Jörfa 2012

 Hin árlega sviðaveisla Jörfa var haldin í dag  27.október á fyrsta degi vetrar.Jörfi  er ríkur af duglegum félögum sem vinna sviðin sjálfir frá grunni  og liggur mikil vinna í undirbúningi.  Í dag fengu  Jörfafélagar , eiginkonur  og stuðningsmenn   Jörfafélaga  að bragða á herlegheitunum í  Broadway við Ármúla  þar sem mættir voru 200 manns . Forseti  Jörfa  Gunnar Ó. Kvaran setti veisluna og bauð alla velkomna  sérstaklega  kjörumdæmisstjóra Dröfn Sveinsdóttur. 
 

Fyrirlesari hjá Helgafelli

  • 26.10.2012

Fyrirlesari hjá Helgafelli

Í gærkvöldi var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum þar sem boðið var upp á gott erindi, en gestur okkar og fyrirlesari á þessum fundi var Erlingur Richardsson þjálfari meistaraflokks ÍBV í handbolta og yfirmaður Íþróttaakademíunar hér í Eyjum og einnig er Erlingur nýráðin í þjálfarateymi landsliðsinns í handbolta.

Almennurfundur með fyrirlesara

  • 23.10.2012

Almennurfundur með fyrirlesara

Fundur Jörfa númer 683 var haldinn á Broadway við Ármúla mánudaginn 22.október sl.Þetta var almennur fundur með fyrirlesara. Mættir voru 23 félagar og þrír höfðu boðað forfall.Ræðumaður kvöldsins var Jón Bernódusson frá Siglingastofnun rannsóknar og þróunarsviði.Ræddi hann um repju sem er orkujurt  en Siglingastofnun vinnur að verkefni sem miðar að því að finna umhverfisvæna orkugjafa fyrir íslenska fiskiskipaflotann og gaf nýlega út skýrsla um stöðu verkefnisins. Jón Bernódusson verkefnisstjóri veðjar á repjuna og hefur fengið jákvæðar niðurstöður úr athugunum sínum til þessa. "Þetta eldsneyti hefur það fram yfir margar tegundir að það er með svo gott sem sömu orku og venjuleg dísilolía," segir hann og bætir því við að líta megi á olíuna sem unnin er úr repjufræjum sem aukaafurð vegna þess að hratið sem til fellur við olíupressunina greiði allan kostnað við ræktunina.

Húsnæðismálin rædd á félagsmálafundi

  • 23.10.2012

Húsnæðismálin rædd á félagsmálafundi

Húsnæðismálin voru í brennidepli á félagsmálafundi í Kiwanisklúbbnum Eldfelli 18. október s.l.  Félagar eru að velta fyrir sér möguleikum og því hvort klúbburinn eigi möguleika á "heimili" með því að kaupa húsnæði eða fá með öðrum hætti varanlegan samastað. 
Fjárhagsáætlun var lögð fram og ber hún t.d. með sér að 31% klúbbgjalds félaga rennur til Kiwanishreyfingarinnar og um 10% í húsaleigu. 
Gestur fundarins átti að vera Stefán Haukur Jóhannesson en af óviðráðanlegum orsökum er heimsókn hans frestað til 22. nóvember n.k.

Vetrarstarfið á fullt

  • 22.10.2012

Vetrarstarfið á fullt

Fundir klúbbsins í haust hafa eðlilega og hefðbundið tekið m.a. mið af formlegum skilum milli starfsára.

Lambaréttadagur Heklufélaga

  • 22.10.2012

Lambaréttadagur Heklufélaga

Heklufélagar biðla nú til allra Kiwanisfélaga um að koma á árlegan Lambaréttadag sem verður nú á föstudaginn 26. október n.k. kl 19:00 í Lundi Auðbrekku 25-27 Kópavogi.
Miðaverð er aðeins kr. 7.000,- góður matur, veislustjóri, ræðumaður, skemmtikraftur, listmunauppboð og happadrætti. Sjá dagskrána hér að neðan.

K-dags komitéen afleverer støtte

  • 21.10.2012

K-dags komitéen afleverer støtte

Den internationelle dag tilegnet psykiatriske pleje blev fejret í Gamla bio den 10. okt. með et godt program og der afleverede K-dags komitéen en ekstra støtte til BUGL (børne- psykiatrisdke afdelingen), og Center  tilegnet forældre og børn, Ikr. 350.000,- til hvem af dem.  De penger var resten af indsamlingen fra K-dagen sidste år og ialt er støtten til hvem af dem efter K-dags projektet Ikr. 8.850.000.  I det hele er støttesummen efter K-dagen Ikr. 23.200.000,-.

Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir aflaunamótið Sterkasti fatlaði maður heims

  • 20.10.2012

Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir aflaunamótið Sterkasti fatlaði maður heims

Dagana 19 og 20. október  fór fram aflraunamót hjá fötluðum og var það alþjóðlegt og kallast „sterkasti fatlaði maður heims“ þátttakendur voru 9 í tveim flokkum standandi og í hjólastól. Þetta var 10 mótið sem haldið er og hefur alltaf verið haldið á Íslandi. Hvatamaður er Magnús Ver Magnússon.
 

K-dagsnefnd afhendir styrk

  • 14.10.2012

K-dagsnefnd afhendir styrk

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur í Gamlabíó 10. okt. með góðri dagskrá og þar afhenti K-dagsnefndin, BUGL og Miðstöð foreldra og barna viðbótar styrk að upphæð 350 þúsund til hvors aðila sem voru eftirstöðvar K-dagsins í fyrra og er styrkurinn samtals til hvors aðila kr. 8.850.000 og er þá heildar styrkur K-dagsins 23.200.000.

Styrktarverkefni hjá Helgafelli

  • 12.10.2012

Styrktarverkefni hjá Helgafelli

Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur undanfarna mánuði styrkt börn sem æfa íþróttir undir merkjum ÍBV og þurfa á gleraugum að halda. Verkefnið virkar þannig að foreld­rar, eða forráðamenn barnanna, fylla út umsóknareyðublað á skrifstofu ÍBV-íþróttafélags. Viðkom­andi kaupa svo sérstök íþrótta­gleraugu við hæfi fyrir barnið, en Helgafell greiðir 25 þús­und krónur af kostnaðarverði. Ekki er um að ræða beinan peningastyrk, heldur greiðir Helgafell styrkinn beint til gleraugnafyrirtækjanna Plús/mínus og Sjón og því lækkar kostnaður foreldranna sem því nemur.

Félagsmálafundur og húsfundur hjá Helgafelli

  • 11.10.2012

Félagsmálafundur og húsfundur hjá Helgafelli

í kvöld var félagsmálafundur hjá okkur Helgafellsfélögum, sem var á hefðbundnum nótum sem hófst með venjulegum fundarstörfum og síðan og ekki síst borðhaldi þar sem ný aðili hefur tekið við matseldinni þetta starfsárið en það er Einsi Kaldi veisluþjónusta og skilaði hann sínu hlutverki frábærlega í kvöld. Að loknu matarhléi og fundargerðarlestir var komið að því að veita Ágústi Willy fánastöngina góðu en hann varð fimmtugur á dögunum kappinn sá.
 

Fréttir frá Kiwanisklúbbnum Elliða.

  • 11.10.2012

Fréttir frá Kiwanisklúbbnum Elliða.

Kiwanisklúbburinn Elliði heldur uppá 40 ára afmæli sitt þann 27. október nk. en hann var stofnaður 23. október árið 1972, af því tilefni mun klúbburinn verða með móttöku laugardaginn 27. nk. milli klukkan 12:00 og 14:00 í húsnæði sínu að Grensásvegi 8

Einnig munu Elliða félagar og gestir halda uppá tímamótin með ferð að Hótel Heklu þar sem við ætlum að gista eina nótt og skemmta okkur saman, þess má geta að nokkur pláss eru laus ef einhverjir Kiwanisfélagar hafa áhuga á að gleðjast með okkur.

50 ára afmælishátíð Kiwanisklúbbsins Vienna Europe 1

  • 09.10.2012

50 ára afmælishátíð Kiwanisklúbbsins Vienna Europe 1

Í mars 2013 verða 50 ár frá því að fyrsti klúbburinn í Evrópu var stofnaður.
Kiwanisklúbburinn Vienna Europe 1 var stofnaður í mars 1963 og í tilefni
afmælisins þá verður haldinn hátíð 15-17 mars í Vínarborg í Austuríki
Allir Kiwanisfélagar eru velkomir á þessa glæsilegu hátíð.

Árshátíð og stjórnarskipti Helgafells.

  • 09.10.2012

Árshátíð og stjórnarskipti Helgafells.

S.l laugardagskvöld 6 október fór fram stjórnarskipti og árshátið Helgafells að viðstöddum félögum og gestum. Húsið var opnað kl 19.30 og upp úr því byrjuðu gestir að steyma að og var kvöldinu startað með fordrykk. Þegar gestir höfðu komið sér fyrir hófst borðhald en boðið var uppá þriggja rétta matseðil frá Einsa Kalda og var látið vel að matseldinni.

Góð stemming á grillfundi hjá Óskari

  • 08.10.2012

Góð stemming á grillfundi hjá Óskari

Kjörforseti vor Óskar Ara bauð félögum heim til sín s.l. föstudag, en þar var haldinn fyrsti fundur vetrarins.  Húsbóndinn klæddist skoskum klæðnaði og fráfarandi forseti mætti með sína alræmdu partýskyrtu sem allir félagar sem mættir voru, fengu að máta.  Þeir sem ekki komust á fundinn geta fengið að klæðast henni á þorrafundi klúbbsins í janúar.  Félögum varð það ljóst á fundinum að Eyjarnar hafa alið af sér afbragðskokk í Gauja Manga jr. sem grillaði bleikju og með því eins og hann hefði aldrei gert annað. 
Hilmar Adólfs rauf þá hefð sem er í klúbbnum að forseti beri ekki keðju og afhenti nýjum forseta, Atla Þórssyni forláta keðju þar sem á héngu helstu áhugamál forseta.  Á fundinum var dreift nýjasta tölublaði Eldfells-frétta, en ólíkt Eyjafréttum, þá er sami ritstjóri á blaðinu núna og síðast. 
Birtingarhæfar myndir frá þessum stórkostlega viðburði má finna í myndasafni.
 
Næsti fundur klúbbsins er 18. október og verður nánar auglýstur síðar í vikunni.