Fréttir

Heklufélagar styrkja Íþróttasamband fatlaðra.

  • 17.04.2013

Heklufélagar styrkja Íþróttasamband fatlaðra.

Í dag 17. apríl  heimsóttu nokkrir Heklufélagar Íþróttasamband fatlaðra (ÍF)
og afhentu þeim styrk. Okkur var vel tekið og fóru þeir, Ólafur framkvæmdastjóri og Sveinn Áki formaður samtakanna yfir starfsemina sem er mjög fjölbreytt og viða mikil.

Umdæmisstjórnarfundur 13 apríl 2013

  • 15.04.2013

Umdæmisstjórnarfundur 13 apríl 2013

Síðastliðinn laugardag 13 apríl var haldinn umdæmisstjórnarfundur í nýju og glæsilegu húsnæði að Bíldshöfða 12. Fundarmenn og konur mættu tímanlega til að skoða húsnæðið og greinilegt að allir voru í skýjunum með þessi húsakaup.
Fundurinn hófst með venjulegum fundarstörfum og m.a risu fundarmenn úr sætum og vottuðu látunum félögum virðingu sína.  Umdæmisstjóri fór síðan yfir dagskrá dagsins og flutti síðan skýrslu sína og er greinilegt að mikið og gott starf er í umdæminu um þessar mundir og gott að vera loksins búið að fá staðfestingu á að við eru fullgilt umdæmi allavega næstu fimm árin þrátt fyrir að vera ekki með þúsund félaga, en tölur gagnagrunnsins frá því í mars segja að það séu 930 félagar á skrá í 36 klúbbum í fimm svæðum en þetta kom fram í skýrslu Harðar Baldvinssonar umdæmisritara.

Landsmót Kiwanis í golfi.

  • 10.04.2013

Landsmót Kiwanis í golfi.

Landsmót Kiwanis í golfi verður haldið í Vestmannaeyjum,laugardaginn 27 júlí. Keppt verður í eftirtöldum flokkum: Kvennafl.m/og án/forgj.1.2 g 3 verðl.  2.fl.karla (forgj.20,1-36) m/og án/forgj. 1.2 og 3 verðl. 1.fl.karla (forgj.+0-20,0)m/og án/forgj.1.2 og 3 verðl.
Og svo mætingabikarinn,klúbbabikarinn og að sjáfsögðu nándarverðlaun á öllum par 3. brautum vallarins ,og eitthvað fleira !!

Almennur fundur hjá Helgafelli

  • 08.04.2013

Almennur fundur hjá Helgafelli

Síðastliðinn fimmtudag var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum, og voru fengnir góðir gestir á fundinn en það voru þeir Óskar Örn Ólafsson formaður knattspyrnuráðs ÍBV og Hermann Hreiðarsson þjálfari. Forseti setti fund kl 19.30 og hóf fundinn á venjulegum fundarstörfum og síðan var tekið matarhlé. Að loknu matrhléti og fundargerðarlestri var erindi kvöldsins kynnt og Hermann steig í pontu og fór yfir áætlanir sumarsins, leikmannamál og aðra þætti sem við koma svona knattspyrnuliði

Svæðisráðstefna í Sögusvæði

  • 06.04.2013

Svæðisráðstefna í Sögusvæði

Svæðisráðsfundur Sögu var haldinn laugardaginn 6. apríl s.l.  á Kaffi
Álafoss í Mosfellsbæ.  Að loknum umræðum um skýrslur svæðisstjóra og forseta
klúbbanna fór Ástbjörn Egilsson formaður Laganefndar Umdæmisins yfir nýju
klúbbalögin og samþykktir og skýrði þau.

Keilir skorar á Eldey í keilu

  • 05.04.2013

Keilir skorar á Eldey í keilu

Kiwanisfélagar í Eldey fá galvaska Keilismenn í óvænta heimsókn 5.april 2013
Keilismenn höfðu samband við einn Eldeyjarfélaga fyrir stuttu síðan. Sá hafði víst fyrir tæpu ári skorað óbeint á þá í einhverskonar keppni ef þeir þyrfðu.
Nú bar svo við að skorað var á Eldey í óvenjulega Keilukeppni.

Félagsmálafundur

  • 03.04.2013

Félagsmálafundur

Á félagsmálafundi í Kiwanisklúbbnum Jörfa 18.mars 2013 var fjallað um félagsstarfið og hvernig  ætti að stuðla að endurnýjun og fjölgun í klúbbnum og Kiwanishreyfingunni.  Umræðunni stjórnaði fulltrúi klúbbsins á fjölgunarráðstefnu umdæmisins og var umræðan óformleg, þannig að menn stigu ekki í pontu heldur tjáðu sig úr sætum.  Stjórnandinn  lagði fram skriflegar  spurningar til að gera umræðurnar  markvissari.  Spruttu af þessu mjög líflegar umræður þar sem langflestir fundarmanna tjáðu sig.

Nýtt húsnæði afhent.

  • 02.04.2013

Nýtt húsnæði afhent.

Nú rétt í þessu fékk Kiwanisumdæmð Ísland - Færeyjar afhent nýtt húsnæði að Bíldshöfða 12 sem nýbúið er að festa kaup á, en við höfum verið á hrakhólum með húsnæði síðan Engjateigurinn var seldur. Hjördís Harðardóttir Umdæmisstjóri tók við lyklunum af húsnæðinu frá fyrri eigendum Ágústi og Sigurði að viðstöddum stjórnarmönnum og Sæmundi Sæmundssyni sem lagt hefur mikla vinnu í að finna hentugt húsnæði fyrir okkur.

Dorgveiði og Isgolf Eldeyjarfélaga 2013

  • 30.03.2013

Dorgveiði og Isgolf Eldeyjarfélaga 2013

Um miðjan mars fóru nokkrir Eldeyjarfélagar í veiðiferð þar sem átti að veiða gegnum ís.  Var þetta hress hópur sem fór á 4 fjallajeppum og ferðinni heitið í Haukadal.   Ferðin gekk vel, gott veður og um miðjan dag sást til Þorsteins Einarssonar þar sem hann fór með ísbor og 2 stangir með áfestum pokum á.

?Jörfi ? Fræ til framtíðar?

  • 30.03.2013

?Jörfi ? Fræ til framtíðar?

Klúbburinn styrkir 3 börn í SOS barnaþorpum.
 
Loni Jhocson Giron Moreno  f.  25.mars 2001 dvelur hjá SOS children's Village San Salvador El Salvador
Dana Jean-Louis   fædd 9.febrúar 1997 dvelur hjá SOS Children's Village Cap Haitien Haiti
Rishi VISHKARMA fæddur 7.ágúst 1998 dvelur hjá SOS Village Varanasi Indlandi

Jörfi Fræ til framtíðar

  • 30.03.2013

Jörfi   Fræ til framtíðar Klúbburinn styrkir 3 börn í SOS barnaþorpum. Loni Jhocson Giron Moreno  f.  25.mars 2001 dvelur hjá SOS children's Village San Salvador El SalvadorDana Jean-Louis   fædd 9.febrúar 1997 dvelur hjá SOS Children's Village Cap Haitien HaitiRishi VISHKARMA fæddur 7.ágúst 1998 dvelur hjá SOS Village Varanasi Indlandi

Samantekt frá starfi Jörfa í vetur.

  • 30.03.2013

Samantekt frá starfi Jörfa í vetur.

Starfið hófst með stjórnarskiptafundi.Hátíðin var á veitingastaðnum Rúbín í Öskjuhlíðinni. Mættir voru 22 félagar og 23 gestir, þar á meðal umdæmisstjóri Hjördís Harðardóttir og maki hennar. Nýútkomnu félagatali með dagskrá næsta starfsárs var að venju dreift í upphafi fundar.  Forseti sæmdi Bjargmund Sigurjónsson Silfurstjörnu fyrir frábær störf fyrir Jörfa. 
Almennur fundur 22.okt. Ræðumaður kvöldsins var Jón Bernódusson frá Siglingastofnun rannsóknar og þróunarsviði. Ræddi hann um repju sem er orkujurt en Siglingastofnun vinnur að verkefni sem miðar að því að finna umhverfisvæna orkugjafa fyrir íslenska fiskiskipaflotann og gaf nýlega út skýrsla um stöðu verkefnisins. Jón fór vel yfir þær rannsóknir og tilraunir sem verið er að gera á þessu sviði og var þetta mjög fræðandi , skemmtilegt og fróðlegt erindi hjá honum.

Stærsta gjöf til Ungmennahússins

  • 29.03.2013

Stærsta gjöf til Ungmennahússins

Fyrir skömmu afhenti Kiwanisklúbburinn Skjálfandi tækjabúnað til Ungmennahússins Túns á Húsavík sem er stærsta gjöf til þeirra frá upphafi.

Kristinsmótið í keilu 2013

  • 28.03.2013

Kristinsmótið í keilu 2013

 

Skemmtikvöld á Hrafnistu.

  • 27.03.2013

Skemmtikvöld á Hrafnistu.

Fimmtudaginn 21. mars voru Heklufélagar með skemmtikvöld á Hrafnistu Reykjavík.
Að venju voru fengnir góðir og þekktir skemmtikraftar og var þema kvöldsins Vínartónlist,
Austurrískir borðfánar ásamt skreytingum og var þá að sjálfsögðu vínarsnitsel í matinn hjá
fólkinu, íbúum Hrafnistu.

Sælkerafundur

  • 26.03.2013

Sælkerafundur

Síðastliðinn fimmtudag var Sælkerafundur hjá okkur Helgafellsfélögum, en þetta er sá fundur þar sem kokkar klúbbsinns sjá um eldamennskuna og er þá næstum eingöngu sjávarfang á boðstólum. Þetta er jafnframt almennur fundur og því leyfilegt að hafa með sér gesti og voru um áttatíu manns mættir á þennann fund í ár, sem er svipaður fjöldi og í fyrra.
 
 

Tillaga frá Þyrli Akranesi

  • 26.03.2013

Tillaga frá Þyrli Akranesi

Á fundi hjá Kiwanisklúbbnum þyrli  þ.11.mars. 2013.
Var svo hljóðandi tillaga borinn upp af nokkrum félagsmönnum.

Tillaga til stjórnar og styrktarsjóðs
Kiwanisklúbbsinns Þyrils Akranesi.

Við undirritaðir gerum það að tillögu okkar að
Kíwanisklúbburinn Þyril   styrki söfnunina Mottu mars
með upphæð sem svarar að minnsta kosti
3.000,- kr á hvern félaga,  sem gera 93.000,- kr
 Koma þessum skilaboðum inn á síðu Kíwanis.is
og skori á aðra klúbba að gera það sama.

Eldey afhendir styrk á sambýlið við Marbakkabraut.

  • 26.03.2013

Eldey afhendir styrk á sambýlið við Marbakkabraut.

 

Nokkrir félagar ur Kiwanisklubbnum Eldey afhentu fyrir stuttu nýjan glæsilegan ísskáp með frystihólfi á sambýlið við Marbakkabraut í Kópavogi.  Hluti af söfnunarfé Isgolfsverkefni 2012 var notað í þennan styrk.  Verðmæti er rúmlega 200.000 krónur.

 

Svæðisstjórn á fundi Eldfells

  • 25.03.2013

Svæðisstjórn á fundi Eldfells

Svæðisstjórn Sögusvæðis heiðraði klúbbinn okkar með nærveru sinni.  Fræddi svæðisstjóri okkur m.a. um að hann hefði verið á ferð í Eyjum í gosinu og lagt hönd á plóg við björgunarstarf.  Kemst því í flokk eðaldrengja að áliti Eldfellsfélaga ! 
Fjallað var um myndaverkefni klúbbsins og ljóst að þar er á ferð annað stórskemmtilegt verkefni klúbbsins sem tekið er eftir.
 

Árlegt BINGO Skjálfanda félaga í Hvammi

  • 24.03.2013

Árlegt BINGO Skjálfanda félaga í Hvammi

Sunnudaginn 10. mars s.l  fóru félagar í Skjálfanda í sína reglulegu heimsókn í Hvamm-heimili aldraðra á Húsavík. Tilgangur heimsóknarinnar er að eiga ánægjulega samverustund með íbúum þar og spila við þá Bingo.