Fréttir

Jörfafélagar pakka Jólasælgæti

  • 11.11.2013

Jörfafélagar pakka Jólasælgæti

 Þann 10.nóv. komu Jörfafélagar saman og pökkuðu jólasælgæti í 500 kassa,vel var mætt og gekk þetta eins og í sögu, enda allur undirbúningur hjá fjáröflunar- og styrktarnefnd Jörfa til fyrirmyndar Salgætissala Jörfa er ein af stærri fjáröflunum klúbbsins og rennur allur ágóði í styrktarsjóð Jörfa.

Kassinn kostar kr. 5.000

 

Nýjir félagar í Ós.

  • 10.11.2013

Nýjir félagar í Ós.

Almennur fundur var hjá Kiwanisklúbbnum Ós miðvikudagskvöldið 6. nóvember á KaffiHorninu. Á þessum fundi tókum við inn tvo nýja félaga í klúbbinn okkar, og verður að það alltaf jafn gaman að fá nýja félaga til starfa.
Geir Þorsteinsson svæðisstjóri Sögusvæðis og Ingvar Snæbjörnsson Eldborg kynntu nýju félaganna en Haukur Sveinbjörnsson forseti Ós tók þá inn í kiwanisklúbbinn.

Kötlufréttir

  • 09.11.2013

Kötlufréttir

Starfsárið hófst með stjónarskiftum sem svæðisstjóri Bjarni Vésteinsson framkvæmdi. Á fundinn fengum við töframann Einar Micael til að skemmta fólki en hann fékk nokkrar eiginkonur sér til aðstoðar. Mat höfum við fengið frá matselju sem kjörforseti vor Ásmundur Jónsson samdi við og hefur hann reynst frábær hingað til. Þá hafa allar fastanefndir tekið vel við sér, enda lagði Jóhannes forseti fram þá ósk að nefndir skiluðu í það minnsta þrem fundum á starfsárinu. Í nóvember fengum við sem ræðumann Bjarna Gný Hjarðar frá Sorpu til þess að seiga okkur frá starfseminni var það hin líflegasti fundur og mikið spurt.

Fréttir frá Sólborgu

  • 08.11.2013

Fréttir frá Sólborgu

Starf Kiwanisklúbbsins Sólborgar þetta starfsárið hófst með inntöku nýs félaga á stjórnarskiptunum.  Þá gekk Sonja Freydís Ágústsdóttir í okkar raðir.  Við bjóðum hana hjartanlega velkomna og hún er frábær viðbót við góðan klúbb.  Þegar þetta er ritað hafa verið haldnir tveir stjórnarfundir og tveir klúbbfundir, annars vegar félagsmálafundur og hitt almennur fundur þar sem Rósa Guðbjartsdóttir var fyrirlesari og kynnti matreiðslubók sem hún er að gefa út ásamt því að selja eldri bækur sínar.

Fyrirlesari hjá Helgafelli.

  • 05.11.2013

Fyrirlesari hjá Helgafelli.

Á almennum fundi þann 31 október var góður gestur hjá okkur Helgafellsfélögum, en þar var á ferðinni Haraldu Þorsteinn Gunnarsson Eyjamaður mikil lífskúnster og nú í seinni tíð fræðimaður. Halli Steini eins og hann er ávalt kallaður flutti okkur erindi um forfaðir sinn Hannes Jónsson eða Hannes Lóðs eins og hann var ávalt nefndur en hann fæddist 21 nóvember 1852.

Fundur no. 700 Fjölskyldufundur

  • 05.11.2013

Fundur no. 700 Fjölskyldufundur

Eins og vanalega var fjölskyldufundurinn með fyrirlesara sem höfðar til barna og foreldra. Framkvæmdastjóri og fræðslufulltrúi Maritafræðslunnar  Magnús Stefánsson hélt fyrirlestur um skaðsemi áfengis og fíkniefna.

Mjög góð mæting var á fundinn  og mikill áhugi á efni fundarins .Áhugaverður fyrirlesari kom þessu efni vel til skila. 

Tveir nýjir félagar í Helgafell

  • 04.11.2013

Tveir nýjir félagar í Helgafell

Almennur fundur var hjá Helgafelli fimmtudaginn 31 október s.l á þessum fundi tókum við inn tvo nýja félaga í klúbbinn okkar, og verður að segjast eins og er að það er alltaf jafn gaman að fá nýja félaga til starfa. Gísl Valtýsson f.v Svæðisstjóri Sögusvæðis sá um að taka þessa ungu menn inn í klúbbinn en þeir heita Guðmundur Ásgeirsson og starfar hann sem endurskoðandi hjá Deloitte, og Sigurður Sigurðsson en hann er viðskiptafræðingu að mennt og starfar hjá Íslandsbanka.
 

Dagskrá Svæðisráðsfundar í Ægissvæði

  • 04.11.2013

Dagskrá Svæðisráðsfundar í Ægissvæði

Svæðisráðsfundur verðúr haldinn 16 nóvember n.k í Hafnarfirði. Fundurinn er í umsjón Sólborgar og verður í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði. Dagskrá fundarins til lesturs og útprenturnar er hér að neðan

Arnór fékk Lundann

  • 04.11.2013

Arnór fékk Lundann

Samhliða Lundakvöldi Kiwanisklúbbsins Keilis  var ákveðið að árlega yrði veittur gripur til einstaklings sem að mati nefndar hefur látið gott af sér leiða og/eða unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins, bæjarbúa og/eða bæjarfélagsins Reykjanesbæjar.

Verðlaunagripurinn er uppstoppaður Lundi á steini ásamt verðlaunaplötu og skjali. Nefndinni  bárust  fjölmargar tillögur um einstaklinga sem allir voru vel að því að komnir að  fá þessi verðlaun í ár.

Félagsmálafundur hjá Eldfelli 7. nóvember

  • 30.10.2013

Félagsmálafundur hjá Eldfelli 7. nóvember

Félagsmálafundur verður haldinn hjá Kiwanisklúbbnum Eldfelli fimmtudaginn 7. nóvember.  Þar verður skeggrætt um ýmis málefni klúbbsins og má meðal annars nefna umræður um myndaverkefnið góða, hvernig það hefur gengið og framhald þess.  Jólafundur er svo á næsta leiti auk þess sem undirbúningur fyrir almennan fund er nú þegar hafinn í reykfylltum bakherbergjum.  Nánar um það alltsaman á fundinum á fimmtudag.  Guð blessi forsetann !

Hljóðskrár á vefinn.

  • 29.10.2013

Hljóðskrár á vefinn.

Nú erum við komin með eina nýjung á vefinn til viðbótar og það eru hljóðskrár, sem hægt er að spila og hlusta á, en hljóðspilarinn er hægra meigin á síðuni undir myndböndum. Þetta er skemmtileg nýjung sem gefur marga möguleika til birtingar á ýmsu efni sem við á og það eina sem þarf er að skráin sé í mp3 formati.

Mér finnst það við hæfi að Eyjólfur Sigurðsson f.v heimsforseti ríði á vaðið með fyrstu hljóðskránna, en Eyjólfur flutti frábært erindi á þinginu í Hafnarfirði í september um Kiwanis á Íslandi í 50 ár.

Fjölskyldufundur Jörfa 4.nóvember n.k.

  • 24.10.2013

Fjölskyldufundur Jörfa 4.nóvember n.k.

Framkvæmdastjóri og fræðslufulltrúi Maritafræðslunnar  Magnús Stefánsson heldur fyrirlestur. Hvaðan kemur nafnið Marita?​ Maríta var norsk stúlka sem lést af völdum eiturlyfja 23 ára gömul. Hverjir standa að Marita-fræðslunni?​  Forvarnarfélagið "Hættu áður en þú byrjar" er samstarfsverkefni á milli IOGT á Íslandi og Samhjálpar. Aðalverkefni er svokölluð Maritafræðslan sem er verkefni sem fræðir börn, unglinga og foreldra þeirra um skaðsemi fíkniefna.

 

 

 

Almennur fundur Jörfa

  • 22.10.2013

Almennur fundur Jörfa

21.okt. var almennur fundur hjá Jörfa og hélt Þórir Steingrímsson mjög góðan fyrirlestur fyrir okkur Jörfafélaga um heilablóðfall - orsök og afleiðingar. Hann gaf okkur góðar upplýsingar um hver er fyrstu merki um SLAG eru og hvernig við eigum að bregðast við. Þá svaraði hann fjölmörgum spurningum frá fundarmönnum.

Stjórnaskipti í Mývatnssveit

  • 22.10.2013

Stjórnaskipti í Mývatnssveit

Föstudagskvöldið 11. október s.l. fóru fram sameiginleg stjórnarskipi í þrem klúbbum á Óðinssvæði þ.e. í Öskju, Herðubreið og Skjálfanda.

Lambaréttadagur Heklufélaga

  • 21.10.2013

Lambaréttadagur Heklufélaga

Heklufélagar biðla nú til allra Kiwanisfélaga um að koma á árlegan
Lambaréttadag sem verður nú á föstudaginn 25. október n.k. kl 19:00 í
Lundi Auðbrekku 25-27 Kópavogi.
Miðaverð er aðeins kr. 7.000,- góður matur, veislustjóri, ræðumaður,
skemmtikraftur, listmunauppboð og happadrætti. Sjá dagskrána hér að
neðan.

Frábært starf unnið hjá Neyðarlínunni 112

  • 20.10.2013

Frábært starf unnið hjá Neyðarlínunni 112

Sigurður Ottesen frá Neyarðlínunni 112 var gestur Kiwanisklúbbsins Eldfells á almennum fundi þann 17. október s.l. og greindi okkur frá starfi Neyðarlínunnar og var mjög fróðlegt að fylgjast með erindi hans.  Ekki skemmdi fyrir skemmtileg framsetning kappans og fékk hann allnokkrar spurningar frá klúbbfélögum og öðrum gestum fundarins. 
Á fundinum var aðeins stolist til að afgreiða mál sem ella ættu heima á félagsmálafundum s.s. samþykkt fjárhagsáætlunar næsta starfsárs auk uppgjörs þess liðna. 
Tveir félagar, Ottó Björgvin Óskarsson og Guðjón Magnússon, voru heiðraðir sérstaklega fyrir starf sitt á síðasta starfsári en það ættu allir Kiwanisklúbbar að eiga slíka félaga en enginn klúbbur getur án frábærs ritara verið, sem Ottó leysti af stakri prýði og tók virkan þátt í þeim verkefnum sem klúbbúrinn tók sér fyrir hendur.  Guðjóni fylgir jafnan mikill eldmóður og frumkvæði sem er klúbbnum okkar afar mikilvægt þegar klúbburinn er svo ungur.  Svona drengir blása byr í segl klúbbsins og því vel við hæfi að nýta tækifærið og þakka þeim það.
Á fundinum sá Baldvin Elíasson um eldamennskuna að þessu sinni, eðalþorskur og með því.  En Baldvin og Guðjón hafa tekið að sér að elda fyrir fundina í vetur, sem er frábært framtak og merki um þann góða félagsþroska sem við viljum sjá gerjast áfram í klúbbnum okkar.  Frábært framtak strákar !
 
Myndir frá fundinum má sjá með því að smella HÉR
 
Einnig eru komnar margar myndir frá stjórnarskiptafundinum fyrr í mánuðinum.  Þær má sjá með því að smella HÉR

Nýr félagi í Helgafell

  • 18.10.2013

Nýr félagi í Helgafell

Á félagsmálafundi í gærkvöldi bættist okkur Helgafellsfélögum nýr félagi í klúbbinn okkar, en þá var Styrmir Sigurðarson tekinn inn í klúbbinn. Styrmir er sjúkraflutningamaður með meiru og starfa m.a við blikksmíði í  Eyjablikk, ásamt því að sinna sjúkraflutingum og slökkviliðsstörfum hér í Eyjum. Það var Gísli Valtýsson f.v Svæðisstjóri sem sá um inntökuna,

Almennur fundur hjá Jörfa - gestur Þórir Steingrímsson

  • 17.10.2013

Almennur fundur hjá Jörfa - gestur Þórir Steingrímsson

 N.k. mánudag verður almennur fundur hjá Kiwanisklúbbnum Jörfa. Gestur fundarins verður Þórir Steingrímsson frá Heilaheill og mun hann fræða okkur um þá starfsemi.

Fundurinn verður Broadway, en þar verða fundir klúbbsins í vetur.

Félagar eru minntir á að taka með sér gesti á þennan fróðlega fund. Fundurinn hefst kl 19.30.

Almennur fundur hjá Eldfelli - gestur Sigurður Ottesen

  • 14.10.2013

Almennur fundur hjá Eldfelli - gestur Sigurður Ottesen

N.k. fimmtudag verður almennur fundur hjá Kiwanisklúbbnum Eldfelli.  Gestur fundarins er Sigurður Ottesen frá Neyðarlínunni 112 og mun hann fræða okkur um þá starfsemi.
Á fundinum verða einnig afgreidd nokkur mál sem ekki geta beðið s.s. ákvörðun árgjaldsins, uppgjör starfsársins 2012-2013 og fjárhagsáætlun starfsárins 2013-2014 auk afgreiðslu lagabreytinga.
Fundurinn verður að Bíldshöfða 12, sem verður aðsetur klúbbsins okkar í vetur.
Fjölgunarnefnd vill koma þeim skilaboðum til félaga að þeim er meira en velkomið að taka með sér gesti á þennan fróðlega fund.

Stjórnarskipti í Eyjum.

  • 08.10.2013

Stjórnarskipti í Eyjum.

Laugardaginn 5 október fóru fram stjórnarskipi í Eyjum hjá Helgafelli og góðum gestum okkar úr Höfða í Reykjavík sem voru mættir til Eyja til að hafa stjórnarskipti með okkur.
Nýkjörinn Svæðisstjóri Sögusvæðis Geir Þorsteinsson frá Ós í Hornafirði sá um stjórnarskiptin sem fóru fram að degi til eða kl 15.30, og var þessi tilraun gerð til að athuga hvort við fengjum ekki betri mætingu á Árshátíð um kvöldið en stjórnarskiptin fara ávalt fram á árshátíð, og ekki var nú að sjá að þetta skilaði betri mætingu.
Nýja stjórn Helgafells er undir forystu Ragnars Ragnarssonar og Nýja Stjórn Höfða undir stjórn  Sverris Benónýssonar, og óskum við þessum stjórnum velfarnaðar í starfi.