Hljóðskrár á vefinn.

Hljóðskrár á vefinn.


Nú erum við komin með eina nýjung á vefinn til viðbótar og það eru hljóðskrár, sem hægt er að spila og hlusta á, en hljóðspilarinn er hægra meigin á síðuni undir myndböndum. Þetta er skemmtileg nýjung sem gefur marga möguleika til birtingar á ýmsu efni sem við á og það eina sem þarf er að skráin sé í mp3 formati.

Mér finnst það við hæfi að Eyjólfur Sigurðsson f.v heimsforseti ríði á vaðið með fyrstu hljóðskránna, en Eyjólfur flutti frábært erindi á þinginu í Hafnarfirði í september um Kiwanis á Íslandi í 50 ár.
Erindið er ég búinn að birta HÉR  á vefnum í lestrarformi en nú er hægt að hlutsta á frábærann ræðumann  sem Eyjólfur svo sannarlega er, flytja erindið í heild sinni um hreyfinguna okkar í 50 ár á Íslandi.
 
Gaman væri nú að Kiwanisfólk kæmi nú inn á spjallið og segði skoðun sína á þessari nýjung.

Bestu Kiwaniskveðjur

Tómas Sveinsson vefstjóri