Fréttir

Frá hjálmanefnd.

  • 20.03.2014

Frá hjálmanefnd.

Nú fer að líða að árlegum vorverkum Kiwanismanna, að afhenda öllum börnum í 1.bekk grunnskóla á Ísland reiðhjólahjálm.  Þetta er einstaklega þakklátt verk og er eitt af frábærum verkefnum sem Kiwanishreyfingin hefur haft forgöngu um.  Hugmyndin fæddist fyrir norðan, hjá Kaldbak á Akureyri og var fyrstu árin eingöngu á ábyrgð einstakra klúbba, með fyrirtæki í  héraði sem styrktaraðila. Landsverkefni varð það svo 2004 með Eimskip sem styrktaraðila og þannig hefur það verið síðan.

Vel sóttur fundur um blöðruhálskirtilkrabbamein

  • 19.03.2014

Vel sóttur fundur um blöðruhálskirtilkrabbamein

 Í gær stóð Kiwanisklúbburinn Drangey í samstarfi við Krabbameinsfélag Skagafjarðar fyrir fræðslufundi um krabbamein í þvagfærum og í blöðruhálsi.
 

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 40 ára.

  • 18.03.2014

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 40 ára.

Afmælisfagnaður haldinn þann 29 mars 2014.
10:30 - Hittingur í Kiwanishúsinu.(upphitun)
11:00-16:00  - Svæðisráðsfundur í Framsýnarsalnum.
12:00 - Kiwaniskonur bjóða upp á hádegisverð á vægu verði (1000 kr.)
13:00 – 16:00 Makaferð.(sem enginn maki má missa af)
Farið verður í safnið á Mánabakka,  síðan skoðum við bæinn og kirkjuna með leiðsögn. Þá er haldið í Hvalasafnið og það skoðað, þar verður  boðið upp á léttar veitingar.
19:00 – Hátíðarveisla í Sólvangi (Tjörnesi). Húsið opnað.
20:00-23:00 – Borðhald hefst í umsjá Heimamanna.
 

Almennurfundur Jörfa

  • 18.03.2014

Almennurfundur Jörfa

 Fundur nr. 708 í Kiwanisklúbbnum Jörfa. Fundurinn  haldinn á Broadway við Ármúla 17.mars 2014.Þetta var almennur fundur með fyrirlesara. Dagskráin var með hefðbundnu sniði.
Fyrirlesari kvöldsins var Ingrid Kuhlman 

Næstu skref í Stífkrampaverkefninu !

  • 16.03.2014

Næstu skref í Stífkrampaverkefninu !

Fimmtudagurinn 20. nálgast . Næstu skref í „Stífkrampaverkefninu
Á fimmtudaginn næsta 20. mars opnum við sögusýninguna í Kringlunni. Þann dag opnar Unicef einnig heimasíðuna www. unicef.is/stífkrampi   Við  setjum „link“ af heimasíðunni  www.kiwanis.is.
Bæklingurinn sem við munum dreifa er tilbúinn og verið er að setja saman efnið í sýningarrammana.
Unicef mun boða blaðamenn og ljósmyndara í Kringluna kl. 12.30 og vonandi tekst okkur að koma þessu að í fjölmiðlum. Það fer þó alltaf eftir því hvað er að ske þann daginn og hvaða fréttir taka yfir.
Við verðum með vel merkt svæði og reynum að vera áberandi.

Hof í heimsókn í Eyjum.

  • 15.03.2014

Hof í heimsókn í Eyjum.

Við félagar í Helgafelli fengum frábæra heimsókn núna um helgina en félagar okkar frá Kiwanisklúbbnum Hof í Garði voru hér á ferð og kíktu aðeins á okkur. Á föstudagskvöldið voru úrslit í opna Tvistmótinu í snóker í kjallara Kiwanishússins  og kíktu Hofsfélagar aðeins við, en síðan vorum við með móttöku fyrir gestina Hofsfélaga og maka á laugardegninum frá kl 17-19 og áttum við Helgafellsfélagar sem mættu

Húsfyllir á bingói Kiwanisklúbbsins Dyngju

  • 14.03.2014

Húsfyllir á bingói Kiwanisklúbbsins Dyngju

Fjölmenni var á bingói Kiwanisklúbbsins Dyngju í gærkvöldi. Spilaðar voru 20 umferðir, og fóru sumir þátttakenda heim með fleiri en einn vinning.

Við þökkum öllum þeim frábæru fyrirtækjum sem lögðu okkur til glæsilega vinninga.
Þá viljum við þakka einstakan rausnarskap Kiwanisklúbbsins Eldeyjar, sem lánaði okkur hús og áhöld til bingóspils, og hvöttu okkur til dáða.
 

Frá fræðslunefnd.

  • 13.03.2014

Frá fræðslunefnd.

Fræðslunefnd hefur undanfarnar vikur undirbúið fræðslu fyrir verðandi embættismenn starfsárið 2014 – 2015.   Nk laugardag verður  fræðsla verðandi svæðisstjóra að Bíldshöfða 12.   Fræðsla kjörforseta í Óðinssvæði verður 29. mars á Húsavík samhliða svæðisráðsfundi í Óðinssvæði,  fræðsla  kjörforseta í öðrum svæðum verður síðan haldin 5. apríl á höfuðborgarsvæðinu.

Pistill frá Umdæmisstjóra.

  • 13.03.2014

Pistill frá Umdæmisstjóra.

Smá fréttir af starfi umdæmisstjóra fram á daginn í dag.
Í janúar var haldinn umdæmisstjórnarfundur þar sem umdæmisstjóri helgaði sér þann sið sem mörg svæði eru farin að gera, að láta ekki lesa upp skýrslur heldur voru þær sendar til fundarmanna fyrir fundinn í tölvupósti. Með þessu vannst meiri tími í umræður um skýrslur og starf hreyfingarinnar.
Á fundinum skipaði umdæmisstjórn vinnuhópa sem hver um sig fékk sitt verkefni til að ræða og skilar svo skýrlsu fyrir næsta umdæmisstjórnarfund. Ætlunin er að vera svo með umræðuhópa um niðurstöður hópanna á þinginu í haust. Þau málefni sem þessir hópar fengu eru þessi:
Umdæmisþing og skipulag þeirra, hvenig er hægt að gera þing áhugaverðari og árangursríkari fyrir hreyfinguna.

Góugleði hjá Básum.

  • 11.03.2014

Góugleði hjá Básum.

Góugleði Bása var haldin á dögunum í kofanum við hliðina á veitingastaðnum Húsinu á Ísafirði. Umdæmisstjóri Dröfn Sveinsdóttir var mætt á staðinn og tók til við að pússa silfurbikara til að vinna fyrir gistingunni, en gistingin var í boði Kjörumdæmisstjóra og konu hanns. Mæting var í Kiwanishúsinu þar sem boðið var uppá léttar veitingar, og síðan var haldið á áðurnefndan stað til matar og fundar þar sem m.a var tekinn inn nýr félagi og sá Umdæmisstjóri um þá athöfn.

Keilir styrkir Krabbameinsfélagið

  • 11.03.2014

Keilir styrkir Krabbameinsfélagið

Í tilefni af mottumars þá afhenti Kiwanisklúbburinn Keilir í Keflavík, Krabbameinsfélagi Suðurnesja styrk  að upphæð 150 þúsund krónur. Styrkurinn var  veittur í tilefni þess að Jakob Kristjánsson einn af stofnfélögum klúbbsins fagnar 80 ára afmæli sínu í næsta mánuði. Þrátt fyrir aldurinn lætur Jakob ekki deigan síga og hefur undanfarin ár verið með 100% mætingu á fundi klúbbsins. Keilir var stofnaður 1970.
 

Sigvarð 50 ára.

  • 09.03.2014

Sigvarð 50 ára.

Félagi okkar Sigvarð Sigurðsson varð fimmtugur á dögunum og að venju var honum afhent fánastöngin fræga á þessum merku tímamótum. Sigvarð stundar sjóinn af miklum móð og hefur því verið fjarverandi, en á félagsmálafundir þann 6 mars var kappinn í landi og á þeim fundi afhenti forseti

Svæðisstjóri heimsækir Eldey

  • 08.03.2014

Svæðisstjóri heimsækir Eldey

Svæðisstjóri Ægissvæðis, Jóhanna M. Einarsdóttir, var gestur Eldeyjar á félagsmálafundi þann 5.mars 2014.  Hún kynnti m.a. nýtt fyrirkomulag svæðisráðsfunda, þar sem skýrslur forseta hafa verið sendar rafrænt fyrir fundinn. Samstarf milli klúbba í svæðinu mun væntanlega aukast þann 17. apríl þegar haldin verðu keilukeppni Ægissvæðis!
 
Það var gott og fræðandi að fá svæðisstjórann í heimsókn og gott að heyra að mikið og öflugt starf er í gangi á Ægissvæðinu.
 

Skoðanakönnun um Kiwanismál.

  • 05.03.2014

Skoðanakönnun um Kiwanismál.

Góðir félagar.
Dagana 13. janúar -8. febrúar gafst félögum með virk netföng, tækifæri til að tjá sig um Kiwanismál sem verið hafa í umræðunni á starfsárinu.  Fjórðungur félaga með virk netföng nýtti sér tækifærið. Niðurstöður þessarar könnunar Kiwanisfrétta  eru birtar í viðhengi.  Vonandi skapa þær umræður í klúbbum og ekki síður að verða veganesti  nýskipuðum vinnuhópum umdæmisstjórar um mörg þessara mála. Mjög ánægjulegt var að fá beinskeyttar athugasemdir frá mörgum félögum, en þær fékk framkvæmdanefnd til afgreiðslu.

Félagsmálafundur Jörfa fundur númer 707

  • 03.03.2014

Félagsmálafundur Jörfa fundur númer 707

Fundurinn haldinn á Broadway við Ármúla. Þetta var félagsmálafundur með hefðbundinni dagskrá. Á fundinn mætti Dröfn Sveinsdóttir umdæmisstjóri og skýrði frá störfum umdæmisstjórnar og hvað væri framundan .Hún svaraði spurningum frá félagsmönnum . Sigursteinn Hjartarson var með sitt lífshlaup. Þá kynnti kjörforseti Friðjón Hallgrímsson tillögu að næstu stjórn og nefndum Jörfa fyrir starfsárið 2014-2015

Gestkvæmt á Eldfells-fundi

  • 27.02.2014

Gestkvæmt á Eldfells-fundi

Á fundi Kiwanisklúbbsins Eldfells í gærkvöld var gestkvæmt enda skal engan undra, frábær framsögumauður í sr. Gunnari Sigurjónssyni, sem flutti bráðskemmtilegt erindi um mótorhjólamennsku.  Ekki skemmdi heldur fyrir að á matseðli kvöldins var íslenskt fjallalamb með bernaise-sósu enda komið passlega langt frá jólum til að láta vaða á stórsteik. 
 
Viljum við Eldfells félagar þakka Kiwanisklúbbnum Mosfelli og gestum frá Kiwanisklúbbnum Drangey og Ós fyrir að heiðra okkur með nærveru sinni á fundinum.  Sérstakar þakkir fær svo sr. Gunnar fyrir erindi sitt og hefði verið hægt að sitja undir frásögn hans í sólarhring án þess að láta sér leiðast. 
 
Myndir frá fundinum má finna með því að smella HÉR.

Góðir gestir hjá Dyngju.

  • 26.02.2014

Góðir gestir hjá Dyngju.

Kiwanisklúbburinn Dyngja fékk góða gesti á 19. fund klúbbsins í gærkvöldi.
Nokkrir félagar úr Kiwanisklúbbnum Vörðu í Reykjanesbæ sóttu okkur heim.
Fyrirlesari kvöldsins var Annadís Gréta Rúdólfsdóttir, sem fræddi okkur um starfsemi Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en skólinn varð hluti af neti skóla Háskóla SÞ hinn 9. maí 2013.  Annadís er námsstjóri við skólann.
 

Eldeyjarfélagar út um alla borg

  • 24.02.2014

Eldeyjarfélagar út um alla borg

 Á sunnudagsmorgun rétt fyrir hádegi voru Eldeyjarfélagar að keyra út konudagsrós með konfektmolum og fleiru.  Var því hægt að sjá um alla borgina gulklædda karlmenn að afhenda konum blóm í tilefni dagsins frá sínum heittelskuðu.  Þetta er orðin árviss fjáröflun hjá Eldey og vekur alltaf jafnmikla lukku hjá þeim sem eru að fá blóm.  Hefur þessi fjáröflun farið vaxandi ár frá ári og eru þegar komnar pantantir í hús fyrir næsta ár.
 
Á myndinni er Gulli úr Eldey að afhenda 2  konudagsblóm.
 

Bingó Kiwanisklúbbsins Dyngju

  • 24.02.2014

Bingó Kiwanisklúbbsins Dyngju

Þann 13. mars n.k. heldur Kiwanisklúbburinn Dyngja bingó í húsi Kiwanisklúbbsins Eldeyjar, að Smiðjuvegi 13a, Kópavogi, gul gata.

 Húsið opnar 19.30 og bingóið hefst kl 20. 00

 Bingóið er hluti af fjáröflunarverkefnum klúbbsins, til styrktar börnum hér á landi.

 Spjaldið kostar 1.000 kr og posi verður á staðnum. Fjöldi glæsilegra vinninga - hestaferðir - matarkörfur - siglingar og fleira og fleira.

 Vonumst til að sjá þig og vini þína - á góðri og gefandi skemmtun !

Konur, til hamingju með daginn.

  • 23.02.2014

Konur, til hamingju með daginn.

 Kiwanisklúbburinn Jörfi vill þakka frábærar undirtektir vegna konudagsblómasölu. Blómasala Jörfa á konudaginn ár hvert er ein af helstu fjáröflun klúbbsins en allur ágóði fer í styrktarsjóð.
Ávinningurinn af þessu er ótvíræður; ánægðar (eigin)konur og fjárstyrkur til líknarmála.
Jörfi þakkar öllum þeim sem komu að þessu á einn eða annan hátt og sérstakar þakkir til þeirra er keyptu blómvönd hjá klúbbnum.