Fréttir

Umdæmisstjórnarfundur

  • 15.11.2014

Umdæmisstjórnarfundur

Umdæmisstjórnarfundur var haldinn í dag laugardaginn 15 nóvember kl 10.00 í Kiwanissalnum að Bíldshöfða í Reykjavík.  Gunnlaugur umdæmisstjóri setti fund stundvíslega og bað fundarmenn um að kynna sig, og að því loknu hófust venjuleg fundarstörf. Vegna þess að allar skýrslur bárustu ekki í tíma var byrjað á því að stjórnarmenn fluttu úrdrátt úr sínum skýrslum áður en boðið var upp á umræður um skýrslur stjórnarmanna sem urðu þó nokkurar. Í skýrslum kom m.a fram að félagar í umdæminu eru um þessar mundir í kringum 893, rekstur umsæmissins er réttu megin við núllið og í Stífkrampaverkefni erum við búin að safna 150 þúsund dollurum og erum við aðeins í 36 sæti af umdæmum í heiminum, og verðum við aðeins að spíta í lófana.

Sonja fær nýjann hjálm !

  • 06.11.2014

Sonja fær nýjann hjálm !

Kiwanis á Akureyri gaf Sonju nýjan hjálm í stað þess sem skemmdist þegar keyrt var á litlu dömuna um daginn. Vel gert hjá Kiwanis Krakkar og fullorðnir...alltaf að nota hjálma þegar hjólað er. Það getur bjargað mannslífum.og takk fyrir.

Eldey styrkir sjúkraþjálfun LHS í Fossvogi

  • 02.11.2014

Eldey styrkir sjúkraþjálfun LHS í Fossvogi

Eldey hefur afhent sjúkraþjálfunardeild Landspítalans í Fossvogi peningaupphæð kr. 150.000, vegna kaupa á  Biotex göngubretti með sérstillingum sem henta vel til sjúkraþjálfunar.  

Ferðasaga Umdæmisstjóra Gunnlaugs Gunnlaugssonar.

  • 01.11.2014

Ferðasaga Umdæmisstjóra Gunnlaugs Gunnlaugssonar.

Kæru Kiwanisfélagar mig langar aðeins að segja frá því sem hefur drifið á daga mína eftir að ég tók við embættinu sem umdæmisstjóri.

Þann 10 september settumst við hjónin upp í bíl okkar á Ísafirði ,og var ferðinni heitið til Hafnarfjarðar þar sem Umdæmisþing skyldi haldið. Til Hótel Hafnarfjarðar var síðan  komið að kvöldi 10,september. Þegar við gengum inn á hótelið mættum við Mari-Jeanne Evropuforseta og eiginmanni hennar,   Mona Hurtig Umdæmisstjóra Norden og eiginmanni hennar og voru það fagnaðarfundir.  Við ræddum um að fara saman út að borða og að lokum var ákveðið að borða  á Víkingahótelinu,  og að sjálfsögðu var snæddur fiskur.

Vetrarstarfið í Skjálfanda hafið á fullum krafti

  • 31.10.2014

Vetrarstarfið í Skjálfanda hafið á fullum krafti

Miðvikudaginn 22. október s.l. var 2. fundur starfsársins en jafnframt fyrsti almenni fundur vetrarins, haldinn að venju í Þórðarstofu.

29. Villibráðahátíð Hraunborgar

  • 28.10.2014

29. Villibráðahátíð Hraunborgar

Kiwanisklúbburinn Hraunborg í Hafnarfirði heldur sína 29 Villibráðahátíð í Sjónarhóli Kaplakrika laugardaginn 1 nóvember. Að venju framkvæma Hraunborgarmenn þetta með miklum glæsibrag og verður einginn svikin af því að mæta til leiks í Kaplakrikann.
Meðfylgjandi er dagskrá, matseðill, vínlisti og málverkaskrá.

Dagskrá Svæðisráðstefnu í Óðinssvæði.

  • 24.10.2014

Dagskrá Svæðisráðstefnu í Óðinssvæði.

Svæðisráðstefna verður haldin í Óðinssvæði 1 nóvember kl 14.00. Ráðstefnana verður haldin í Kiwanissalnum að Sunnuhlíð á Akureyri, meðfylgjandi er  dagskrá ráðsefnunar og einnig í prentvænni útgáfu.

Fyrsti fundur Drangeyjar

  • 24.10.2014

Fyrsti fundur Drangeyjar

Fyrsti fundur Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á nýju starfsári var í gækveldi 22 okt. Gunnar S. Sigurðsson forseti setti fund Kl: 20.oo og var það félagsmálafundur.

Við fundarsetningu var ljóst að met mæting væri á þenna fyrsta fund hans sem forseti og var mætin 90,17% engin forföll og tveir með skróp.

Heklufélagar með Lambaréttakvöld.

  • 22.10.2014

Heklufélagar með Lambaréttakvöld.

Föstudaginn 17. október var héldu Heklufélagar í samstarfi við Esjufélaga Lambaréttakvöld.
Að þessu sinni var verið að safna fyrir Bláa naglann sem mun afhenda, endurgjaldslaust, öllum er verða 50 ára á næsta ári skimunarpróf fyrir ristilkrabbamein. Eins og kemur fram hjá Bláa naglanum missum við Íslendingar að meðaltali einn á viku, karl eða konu. Með forvörnum og speglun fækkum við dauðsföllum af völdum ristilskrabbameins um 80%. Kjörorð kvöldsins var „Kiwanis gegn krabbameini“

Félagsmálafundur Jörfa

  • 20.10.2014

Félagsmálafundur Jörfa  714.fundur Jörfa haldinn 20. okt. 2014 í Kiwanis salnum Bíldshöfða 12   Þetta var félagsmálafundur Jörfa og fyrsti fundur er Jörfi heldur í Kiwanis salnum að Bíldshöfða. Mættir voru 25 félagar og á fundinum voru reikningar félagsjóðs og styrktarsjóðs fyrir síðasta starfsár samþykktir svo og fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár. Forseti Friðjón Hallgrímsson afhenti öllum nefndarformönnum skipunarbréf.  

Kæru Kiwanisfélagar !

  • 20.10.2014

Kæru Kiwanisfélagar !

Mig langar til að segja ykkur frá reynslu sem ég var svo heppinn að fá að njóta á vegum Kiwanishreyfingarinnar. Um síðustu helgi 10. og 11. október, var haldin fjölgunarráðstefna Evrópu samhiða hinum árlegu stjórnarskiptum KIEF og funda um stífkrampaverkefnisins og var það haldið í þeirri fögru borg Prag. Mér var boðið að taka þátt í ráðstefnunni og fór ásamt fríðu föruneyti þeirrar Gunnlaugs Umdæmisstjóra, Hjördísar, Óskars og Ástbjarnar.

Eldfells-félagar flestir í vitlausu stjörnumerki

  • 18.10.2014

Eldfells-félagar flestir í vitlausu stjörnumerki Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum og núverandi skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, var gestur Eldfells á fundi s.l. fimmtudag.  Auk þessa er hann stuðningsmaður ÍBV og Everton.  Fræddi Karl Gauti okkur um stjörnufræði, sem eru hreint mögnuð fræðigrein.  Sýndi hann okkur hvað við erum miklar agnir í alheiminum, sagði okkur hvenær best er að litast um eftir stjörnuhrapi.  Einnig sýndi hann okkur fram á að við værum fæstir í því stjörnumerki sem við héldum.  Sá sem þetta ritar kann ekki að segja frá því hvernig í ósköpunum það gat gerst, en í það minnsta fór hann í nautsmerkinu á fund, en kom heim sem hrútur.  Guðjón forseti þakkaði Karli Gauta fyrir erindið með fána klúbbsins og DVD disk Eldfells "Eldgos á Heimaey 1973".  Myndir frá fundinum má finna HÉR

Frá umsjónarmönnum Stífkrampaverkefnis !

  • 16.10.2014

Frá umsjónarmönnum Stífkrampaverkefnis !

Símanúmerið 1900 er ekki lengur virkt vegna söfnunar fyrir Stífkrampaverkefnið. Því lauk við enda starfsársins. Númerið er í eigu UNICEF og er notað í dag vegna annars verkefnis. Samstarf UNICEF og okkar mun þó halda áfram og við eigum fund með þeim í næstu viku og munum  fljótlega gera betur grein fyrir því.

Haustverkin

  • 13.10.2014

Haustverkin Laugardagskvöldið 11. október fóru fram stjórnarskipti í 3 klúbbum í Óðinssvæði, Herðubreið, Öskju og Skjálfanda.

Stjórnarskipti í klúbbum Óðinssvæðis

  • 13.10.2014

Stjórnarskipti í klúbbum Óðinssvæðis

Vefnum hefur borist góður pistill frá Ólafi Jónssyni svæðisstjóra Óðinssvæðis um innsetningu nýrra stjórna í Óðinssvæði, gaman að fá svona ýtarlegar upplýsingar fyrir okkur til upplýsinga.

Fyrstur var Kiwanisklúbburinn Sjöldur Fjallabyggð á föstudagskvöldinu 3 október. Fór ég þangað með tvo félaga úr Drangey og var smá leiðindi í veðrinu er úteftir var komið og vildu Skjaldarfélagar að við gistum en svo varð ekki.

Það voru höfðinglegar móttökur að vanda hjá Skjaldarfélögum og höfðu þeir maka sína með til hátíðarbrigða. Mér til aðstoðar við innsetningu var þáverandi forseti Drangeyjar Steinn Ástvaldsson.

Gekk þetta eins og best var á kosið og er ný stjórn hafði tekið við héldum við heim í hríðarjaganda.

Villibráðahátíð Hraunborgar

  • 13.10.2014

Villibráðahátíð Hraunborgar

Villibráðarhátið Kiwanisklúbbsins Hraunborgar verður laugardaginn 1. nóvember í Sjónarhóll - Veislusalur í Kaplakrika og hefst kl 13:oo þeir sem ætla að tryggja sér miða þurfa að hafa samband sem allra fyrst, dagskráin er að vanda vönduð og matseðillinn sá besti norðan miðjarðarhafsins, málverkauppboð glæsilegt happadrætti og góð skemmtiatriði. síðast var uppselt svo nú þurfa menn að hafa samband sem fyrst. Fyrstir koma fyrstir fá. miðaverð 9000kr

Stjórnarskipti í Jörfa og nýr félagi.

  • 12.10.2014

Stjórnarskipti í Jörfa og nýr félagi.  713.fundur Jörfa stjórnarskiptafundur haldinn laugardaginn 11.október 2014 á veitingahúsinu Rúbín í Öskjuhlíð. Dagskráin var hefðbundin. Fundarstjóri var Haraldur Finnsson. Við misstum tvo félaga á árinu þá Guðmund Jónsson og Bjargmund Sigurjónsson og var þeirra minnst.  Fráfarandi forseti Baldur Árnason veiti viðurkenningar. Fyrirmyndarfélagi var útnefndur og fyrir valinu að þessu sinni var Friðrik Hafberg.  

Tetra talstöðvar til Garðars

  • 09.10.2014

Tetra talstöðvar til Garðars Fyrir fóru nokkrir félagar í Skjálfanda í heimsókn til Björgunarsveitarinnar Garðars í tilefni af því að nokkrar TETRA stöðvar voru að koma í hús, tilbúnar til notkunar.

Setning Umdæmisþings 2014 seinni hluti

  • 09.10.2014

Setning Umdæmisþings 2014 seinni hluti

Setning 44. umdæmisþings í Kópavogskirkju.

Setning Umdæmisþings 2014 fyrri hluti

  • 08.10.2014

Setning Umdæmisþings 2014 fyrri hluti

Setning þings í Kópavogskirkju