Fréttir

Evrópuþing Kiwanismanna var haldið í Luxemburg dagana 3-7 júni s.l.

  • 14.06.2015

Evrópuþing Kiwanismanna var haldið í Luxemburg dagana 3-7 júni s.l.

Fjöldi fólks mætti á svæðið og mikil og góð þátttaka í  þinginu sjálfu.

Vinsent Salamander  Evropuforseti setti það og benti á að um alla borg væru dúkkur sem væru eftir marga fræga listamenn í svipuðum stíl og dúkkur sem hafa verið gefnar í sjúkrabíla víða um lönd til styrktar stífkrampaverkefninu. Það kom í ljós að okkur hefur tekist að útrýma stífkrampa í nokkrum löndum, en betur má ef duga skal og heldur verkefnið áfram. Við höfum því miður ekki staðið okkur sem skyldi við söfnun í verkefnið og var okkur bent á það.

FJÖLSKYLDUFERÐ KIWANIS 2015

  • 11.06.2015

 FJÖLSKYLDUFERÐ  KIWANIS 2015 Kiwanis-félagar ungir sem aldnir, nú er komið að því að fara í útilegu. Fyrir valinu varð staður á Hvolsvelli sem heitir Ásgarður eins og áður hefur komið fram. Farið verður helgina 19-20. júní, þannig að þetta er að bresta á. Að venju verður dagskrá á laugardeginum fyrir börnin þar sem farið verður í leiki, fótbolta, og annað skemmtilegt.  Nú er bara að dusta rykið af       fellihýsunum og tjöldunum því það er komið sumar J! Fyrir þá sem ekki hafa útilegudót eru leigð út smáhýsi á sama stað fyrir allt að 4 manneskjur + barn.  En það má sjá allt um smáhýsin á þessari vefslóð http://www.asgardurinn.is/smahysin/lyngas/ Ef menn ætla að panta smáhýsi hafa þá samband í síma: 487-1440 eða 896-1248 sem fyrst. Efmenn vilja er hægt að koma deginum fyrr eða á föstudeginum 19 júni   Eins og venjulega er boðið upp á grillveislu á laugardagskvöldinu og grillaðar pylstur í hádeginu á sunnudeginum í boði klúbbsinns. Endilega verið þið snögg að ákveða ykkur síðasti dagur til að bóka sig er 16 júní en það þarf að fara að panta kjöt og græja það fyrir grillið þannig að marktæk tala verður að vera komin á þessum tímapunkti   Skráið ykkur hjá nefndarmönnum: Gísli Magg  896-6810 Palli Gústa 896-3480 Egill Egils 699-1233   Nú er engin afsökun fyrir því að fara ekki í stærstu útilegu Kiwanis-manna í áraraðir, því spáin er góð.  Þannig að allir verða í góðum gír, þannig er það bara......           

Sumarhátið og heimsókn heimsforseta í Óðinssvæði !

  • 11.06.2015

Sumarhátið og heimsókn heimsforseta í Óðinssvæði !

Nú ferð að líða að okkar Sumarhátíð að Ártúnum helgina 19 – 21 Júní.

Vonandi hafa þeir er þar ætla að vera og samfagna með okkur og ætla sér inni gistingu hafi haft samband og bókað gistingu.

Ég þarf mjög nauðsynlega að fá einhverjar tölur frá ykkur um mætingu, þar sem ég mun útbúa matinn fyrir laugardagskvöldið. Gott væri að fá þær tölur í síðasta lagi 

 

Esja styrkir BUGL um 4 milljónir !

  • 04.06.2015

Esja styrkir BUGL um 4 milljónir !

Kiwanisklúbburinn Esja afhenti nýlega barna og unglingageðdeild
Landspítalans (BUGL) fjórar milljónir króna sem safnast höfðu með sölu
á mynddiski með kvikmyndinni Nonna og Manna.
Fyrirhugað er að nota styrkinn til að auka varnir og fræðslu til handa
þeim sem eru í áhættuhópi vegna sjálfskaða og sjálfsvígshættu.
Fram kemur í tilkynningu að rannsóknir

Heiðmörk

  • 03.06.2015

Heiðmörk

Miðvikudaginn 3. júní var Heiðmerkurdagurinn.  Að vanda var boðið upp á pylsur og huggulegheit, en aðallega góðan félagsskap skemmtilegra Jörfafélaga og þeirra betri helminga. Veðrið var gott, enda 40 ára hefð fyrir því að Jörfafélagar séu sólarmegin í lífinu.

Landsmót Kiwanis í Golfi !!!

  • 02.06.2015

Landsmót Kiwanis í Golfi !!!

Landsmót Kiwanis í golfi verður haldið sunnudaginn 21. júní í Þorlákshöfn.

Mótið er punktakeppni með fullri forgjöf fyrir Kiwanisfélaga og gesti.

Mótsgjald er kr. 2.500 og hefst mótið kl. 11:00 einnig má sjá

Hreinsunardagurinn mikli

  • 31.05.2015

Hreinsunardagurinn mikli

Á hverju vori blæs bærinn til sóknar með skemmtilegu samfélagslegu verkefni hér í Norðurþingi og boðar íbúa, fyrirtæki og ýmis félagasamtök til átaks í að hreinsa til í bænum.

Sumarhátíð Óðinssvæðis

  • 29.05.2015

Sumarhátíð Óðinssvæðis

Nú styttist í  sumarhátíð Óðinssvæðis að Ártúnum við Grenivík.

Dagana 19 – 21 Júní

Hægt er að bóka innigistingu en ekki er um ótakmarkað pláss að ræða

Sameiginlegt grill verður á laugardagskvöldið fyrir alla og ef þannig viðrar þá er þarna salur er tekur um 100 mans sem hægt er að hafa hinn sameiginlega

Skjálfanda félagar fara víða

  • 25.05.2015

Skjálfanda félagar fara víða

Á fundi í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda í byrjun apríl var Einar H. Valsson, félagi okkar í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda,  með erindi sem var í senn mjög áhugavert og fræðandi, en innihaldið um leið mikið umhugsunarefni og raunar sláandi.

Vinnudagar Skjálfanda

  • 24.05.2015

Vinnudagar Skjálfanda

Það var galvaskur hópur félaga í Skjálfanda ásamt góðu aðstoðarfólki sem mætti til starfa í morgun við að undirbúa flugeldasöluna á Húsavík.  

Umdæmisstjórnarfundur 16 maí 2015

  • 20.05.2015

Umdæmisstjórnarfundur 16 maí 2015

S.l laugardag 16 maí var haldinn umdæmisstjórnarfundur að Bíldshöfða 12 í Reykjavík, góður og gagnlegur fundur og margt var rætt. Umdæmisstjóri setti fund stundvíslega kl 10.00 og bauð fundarmenn velkomna, og hóf síðan máls sitt og rætti um það sem á hanns daga hafi drifið upp á síðkastið og þá sérstaklega Hjálmaverkefnið. Umdæmisstjóri bað síðan Svæðisstjórana að koma upp og fara með úrdrátt úr sínum skýrslum, og síðan embætismenn einn af öðrum. Síðan var opnað fyrir umræður um skýrslur sem urðu þó nokkurar. Konráð Konráðsson tengiliður við gagnagrunn kom næstur og kynnti nýja gagnagrunninn og skýrslugerð í gegnum hann sem verið er að taka í notkun. Fjárhagsnefnd kynnti fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2015 - 2016 og var síðan opnað fyrir umræður, og voru gerðar nokkurar athugasemdir, og að þessu loknu var gert matarhlé.

Umdæmisstjórnarfundur 16 maí 2015

  • 16.05.2015

Umdæmisstjórnarfundur 16 maí 2015

Loksins viðraði til afhendingu

  • 16.05.2015

Loksins viðraði til afhendingu

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi á Húsavík hélt sinn árlega hjálma- og hjóladag á miðvikudaginn (13.5.) í góðu vorveðri, en það er fyrsti góðviðrisdagurinn hér á svæðinu í langan tíma.

Ungmenni á Álaborgarleika

  • 12.05.2015

Ungmenni á Álaborgarleika

Skjálfandi styrkir ferð húsvískra ungmenna á Álaborgarleikana!

Hjálma- og hjóladagur Helgafells

  • 12.05.2015

Hjálma- og hjóladagur Helgafells Kiwanisklúbburinn Helgafell í Vestmannaeyjum hélt sinn árlega hjálma- og hjóladag, föstudaginn 8 maí sl. í frábæru vorveðri. Undanfarin ár höfum við haldið sérstakan hjóladag niður við Kiwanishúsið en í ár vorum við í samstarfi við grunnskólann og heimsóttum við Hamarskóla (GRV) á skólatíma og gekk það mjög vel. Mælst var til þess að börnin kæmu með hjól í skólann þennan dag. Kiwanismenn mættu og afhentu hjálma sem Eimskip gefur, lögreglan skoðaði hjólin og  Slysavarnafélagið Eykindill sá um aðstoð við hjólaþrautir.   Allt fór vel fram og börnin mjög spennt að fá hjálm og geta prófað hann strax. Alls afhentum við 65 hjálma handa öllum börnum í 1.bekk GRV í Vestmannaeyjum.   Sumarkveðja Lúðvík Jóhannesson Formaður hjálmanefndar   Myndir má nálgast HÉR

Dansleikur fyrir fatlaða.

  • 11.05.2015

Dansleikur fyrir fatlaða.

Kiwanisklúbbarnir í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi héldu sinn árlega styrktardansleik fyrir fatlaða einstaklinga í Safnaðarheimilin Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ sunnudaginn 10. maí og var  góð mæting , um 100 gestir ásamt 40 aðstoðarfólki sem skemmtu sér vel og það

Fræðsla í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði

  • 09.05.2015

Fræðsla í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði

Laugardaginn 9 maí kl 1300.

Ægissvæði, Freyjusvæði, Sögusvæði

 

Andrés Hjaltason formaður fræðslunefndar setti fræðslufundinn og bað fundarmenn um að kynna sig, og endaði kynningin á fræðslunefndinni sjálfri. Andrés fór yfir dagskrá fundarinns, og síðan var Umdæmisstjórn næsta starfsárs kynnt.

Gunnsteinn Björnsson verðandi Umdæmisstjóri ávarpaði næst fundinn og kynnti sýnar helstu áherslur og kjörorðið  “Horfðu upp ekki niður, horfðu fram ekki aftur”

Gunnsteinn sagði að enn yrði  fjölgun sett á oddinn þar sem við þurfum að fjölga upp í eitt þúsund 2016 sem væri hanns takmark. 

K-dagur verður settur aftur inn á næsta starfsári og mun

Frá Svæðisstjóra Óðinssvæðis !

  • 06.05.2015

Frá Svæðisstjóra Óðinssvæðis !

Það er afar ánægður svæðisstjóri Óðinssvæðis sem stígur út úr þessari helgi, þar sem  margt var um manninn á Glerártorgi er opnuð var sögusýningin um Kiwanis. Var hún sett upp til heiðurs því að 100 ár eru frá stofnun hreyfingarinnar í heiminum og einnig var verið að halda upp á að 25 ár eru frá því að Kiwanis gaf fyrsta hjálminn til fyrstu bekkinga grunnskóla og var það gert á Akureyri.
Það voru brosmild börn er gengu út með hjálminn sinn og ekki síður þau er dregin voru út sem handhafar nýrra hjóla. En það hefur verið siður þeirra í Kiwanisklúbbunum Emblu og Kaldbak að gefa bæði stúlku og dreng nýtt hjól á þessum tímamótum

 

Kiwanishátíð á Glerártorgi 2 og 3 maí Kiwanishreifingin 100 ára og 25 ár frá fyrsta hjálmi úr höndum Kiwanis.

  • 06.05.2015

Kiwanishátíð á Glerártorgi 2 og 3 maí Kiwanishreifingin 100 ára og 25 ár frá fyrsta hjálmi úr höndum Kiwanis.

Það var líf og fjör á Glerártorgi dagana 2. og 3. maí sl. en þá hélt Kiwanishreyfingin Ísland – Færeyjar og klúbbar á Norðurlandi uppá 100 ára afmæli heimshreyfingarinnar en afmælisdagurinn var 21. janúar sl. Sett var upp sögusýning úr starfi Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi í máli og myndum er gestir gátu skoðað og sérstaklega kynntu klúbbarnir á Norðurlandi starf sitt.
Þess var einnig fagnað að 25 ár eru síðan Kiwanis gaf fyrsta hjálminn á barn í fyrsta bekk grunnskóla en hugmynd að þessu verkefni kviknaði á meðal manna á Norðurlandi árið 1990 og afhenti Stefán Jónsson Kiwanisklúbbnum Kaldbak þá fyrsta hjálminn og er hann enn formaður hjálmanefndar hjá Kaldbak.
Verkefnið var fyrst aðallega á Norðurlandi en varð síðan að landsverkefni árið 2004.
Þess má geta að klúbbarnir 8 á Norðurlandi hafa safnað á þessu starfsári rúmum 19.7 milljón króna í styrktarsjóð og veitt styrki eða gjafir fyrir rúmar 23,9 milljónir.
Mjög öflugt starf er unnið í öllum klúbbum svæðisins og hafa félagar lagt af mörkum 1.869 vinnustundir til samfélagsins á starfsárinu.
Kiwanishátíðin bar þess merki hversu samtaka og öflugt starfið er.
Bæjarstjóri  Akureyrarbæjar er Eiríkur Björn Björgvinsson