Fréttir

Frá heimsþingi 215

  • 21.07.2015

Frá heimsþingi 215

100. þing KI var haldið með pompi og prakt í Indanapolis í Indianaríki í júnílok. Þetta var jafnframt 100 ára afmælisþing hreyfingarinnar og hátíðabrigði því meiri heldur en á hefðbundnum þingum. Engu að síður voru fastir liðir eins og vanalega, setning, þing og lokaathöfn.

Til þings voru mættir 6-7 þúsund Kiwanisfélagar víðs vegar að úr heiminum. Með í tölunni eru um 1500 ungliðar sem héldu sín þing á sama tíma, þ.e. CKI, Key-Club og Action Club. Óneitanlega settu þessi ungmenni mikinn og öðruvísi svip á þingið!

Sumarverkefni

  • 21.07.2015

Sumarverkefni  Þó að það sé fundahlé yfir sumartímann er langt frá því að starfssemin liggi niðri hjá Eldeyjarfélögum.  Til dæmis er það tíminn sem nýttur er til að sinna viðhaldi á Kiwanishúsinu okkar á Smiðjuveginum.  Austurgaflinn var orðinn ansi lúinn og í júní var farið í að laga hann.  Fleiri myndir eru á myndasíðunni.

Sumarhátíð Óðinssvæðis var haldin dagana 19 – 21 júní að Ártúnum við Grenivík.

  • 29.06.2015

Sumarhátíð Óðinssvæðis var haldin dagana 19 – 21 júní að Ártúnum við Grenivík.

Mæting var mjög góð og mun hafa verið á milli 90 og 100 mans á svæðinu á laugardeginum.

Fólk fór að tínast á svæðið uppúr hádegi á föstudeginum í brakandi sól og um 20° hita, örlítið kólnaði á laugardeginum þar sem þoka fyllti Eyjafjörðinn en í kringum útivistarsvæðið var þokulaust og sólin yljaði gestum.

Farið var í nokkra fjölskylduleiki eftir að hátíðin var formlega sett á

Fjölskylduferð Helgafells !

  • 22.06.2015

Fjölskylduferð Helgafells !

Um s.l helgi 19 til 21 júní var haldið í árlega útllegu okkar Helgafellsfélaga og að þessu sinni var dvalið í Ásgarði á Hvolsvelli, frábær staður og góð aðstaða til alls sem þarf í svona fjölskylduferð. Fólkið byrjaði að týnast á svæðið á föstudeginum en aðaldagurinn var að venju laugardagurinn og kom stærsti hluti hópsinns þá. Byrjað var á að grilla pylsur með öllu tilheyrandi í hádeginu þegar allir voru mættir á svæðið og þegar líða fór á daginn var haldið á tjaldsvæðið þar sem Íþróttakennarinn Gísli Magnússon sá um að stjórna leikjadagskrá fyrir börn og fullorðna og var mikið  líf og fjör á svæðinu. Um kvöldmatarleytið var síðan boðið upp á grill í boði klúbbsinns og var á boðstólum lambalæri og pylsur fyrir börnin  ásamt öllu meðlæti. Þarna áttum við ánægjulega kvöldstund saman langt fram á kvöld, við söng og skemmtilegheit. Það hefur skapast sú venja að grilla restina af pylsunum á sunnudeginum til að fá smá fyllingu áður en lagt er af stað sem og fólkið gerði eftir hádegið, sumir fóru beint heim til Eyja en aðrir héldu áfram til Reykjavíkur og bara áfram sínu ferðalagi, enda margir í sumarleyfi. Þessu ferð tókst í alla staði frábærlega og er strax komin tilhlökkun fyirr næsta ár, en búið er að panta í Ásgarði að ári.   Myndir má nálgast HÉR   Myndband má nálgast HÉR

Landsmót Kiwanis Úrslit !

  • 22.06.2015

Landsmót Kiwanis Úrslit !

Landsmót kiwanis í golfi var haldið á Þorlákshafnarvelli í blíðskaparveðri sunnudaginn 21 júní. Leikið var eftir punktakerfi fyrir Kiwanisfólk og gesti með fullri forgjöf en

ekki var hægt að vinna til verðlauna í bæði punkta og höggleik.

Úrslitin má síðan sjá hér að 

Evrópuþing Kiwanismanna var haldið í Luxemburg dagana 3-7 júni s.l.

  • 14.06.2015

Evrópuþing Kiwanismanna var haldið í Luxemburg dagana 3-7 júni s.l.

Fjöldi fólks mætti á svæðið og mikil og góð þátttaka í  þinginu sjálfu.

Vinsent Salamander  Evropuforseti setti það og benti á að um alla borg væru dúkkur sem væru eftir marga fræga listamenn í svipuðum stíl og dúkkur sem hafa verið gefnar í sjúkrabíla víða um lönd til styrktar stífkrampaverkefninu. Það kom í ljós að okkur hefur tekist að útrýma stífkrampa í nokkrum löndum, en betur má ef duga skal og heldur verkefnið áfram. Við höfum því miður ekki staðið okkur sem skyldi við söfnun í verkefnið og var okkur bent á það.

FJÖLSKYLDUFERÐ KIWANIS 2015

  • 11.06.2015

 FJÖLSKYLDUFERÐ  KIWANIS 2015 Kiwanis-félagar ungir sem aldnir, nú er komið að því að fara í útilegu. Fyrir valinu varð staður á Hvolsvelli sem heitir Ásgarður eins og áður hefur komið fram. Farið verður helgina 19-20. júní, þannig að þetta er að bresta á. Að venju verður dagskrá á laugardeginum fyrir börnin þar sem farið verður í leiki, fótbolta, og annað skemmtilegt.  Nú er bara að dusta rykið af       fellihýsunum og tjöldunum því það er komið sumar J! Fyrir þá sem ekki hafa útilegudót eru leigð út smáhýsi á sama stað fyrir allt að 4 manneskjur + barn.  En það má sjá allt um smáhýsin á þessari vefslóð http://www.asgardurinn.is/smahysin/lyngas/ Ef menn ætla að panta smáhýsi hafa þá samband í síma: 487-1440 eða 896-1248 sem fyrst. Efmenn vilja er hægt að koma deginum fyrr eða á föstudeginum 19 júni   Eins og venjulega er boðið upp á grillveislu á laugardagskvöldinu og grillaðar pylstur í hádeginu á sunnudeginum í boði klúbbsinns. Endilega verið þið snögg að ákveða ykkur síðasti dagur til að bóka sig er 16 júní en það þarf að fara að panta kjöt og græja það fyrir grillið þannig að marktæk tala verður að vera komin á þessum tímapunkti   Skráið ykkur hjá nefndarmönnum: Gísli Magg  896-6810 Palli Gústa 896-3480 Egill Egils 699-1233   Nú er engin afsökun fyrir því að fara ekki í stærstu útilegu Kiwanis-manna í áraraðir, því spáin er góð.  Þannig að allir verða í góðum gír, þannig er það bara......           

Sumarhátið og heimsókn heimsforseta í Óðinssvæði !

  • 11.06.2015

Sumarhátið og heimsókn heimsforseta í Óðinssvæði !

Nú ferð að líða að okkar Sumarhátíð að Ártúnum helgina 19 – 21 Júní.

Vonandi hafa þeir er þar ætla að vera og samfagna með okkur og ætla sér inni gistingu hafi haft samband og bókað gistingu.

Ég þarf mjög nauðsynlega að fá einhverjar tölur frá ykkur um mætingu, þar sem ég mun útbúa matinn fyrir laugardagskvöldið. Gott væri að fá þær tölur í síðasta lagi 

 

Esja styrkir BUGL um 4 milljónir !

  • 04.06.2015

Esja styrkir BUGL um 4 milljónir !

Kiwanisklúbburinn Esja afhenti nýlega barna og unglingageðdeild
Landspítalans (BUGL) fjórar milljónir króna sem safnast höfðu með sölu
á mynddiski með kvikmyndinni Nonna og Manna.
Fyrirhugað er að nota styrkinn til að auka varnir og fræðslu til handa
þeim sem eru í áhættuhópi vegna sjálfskaða og sjálfsvígshættu.
Fram kemur í tilkynningu að rannsóknir

Heiðmörk

  • 03.06.2015

Heiðmörk

Miðvikudaginn 3. júní var Heiðmerkurdagurinn.  Að vanda var boðið upp á pylsur og huggulegheit, en aðallega góðan félagsskap skemmtilegra Jörfafélaga og þeirra betri helminga. Veðrið var gott, enda 40 ára hefð fyrir því að Jörfafélagar séu sólarmegin í lífinu.

Landsmót Kiwanis í Golfi !!!

  • 02.06.2015

Landsmót Kiwanis í Golfi !!!

Landsmót Kiwanis í golfi verður haldið sunnudaginn 21. júní í Þorlákshöfn.

Mótið er punktakeppni með fullri forgjöf fyrir Kiwanisfélaga og gesti.

Mótsgjald er kr. 2.500 og hefst mótið kl. 11:00 einnig má sjá

Hreinsunardagurinn mikli

  • 31.05.2015

Hreinsunardagurinn mikli

Á hverju vori blæs bærinn til sóknar með skemmtilegu samfélagslegu verkefni hér í Norðurþingi og boðar íbúa, fyrirtæki og ýmis félagasamtök til átaks í að hreinsa til í bænum.

Sumarhátíð Óðinssvæðis

  • 29.05.2015

Sumarhátíð Óðinssvæðis

Nú styttist í  sumarhátíð Óðinssvæðis að Ártúnum við Grenivík.

Dagana 19 – 21 Júní

Hægt er að bóka innigistingu en ekki er um ótakmarkað pláss að ræða

Sameiginlegt grill verður á laugardagskvöldið fyrir alla og ef þannig viðrar þá er þarna salur er tekur um 100 mans sem hægt er að hafa hinn sameiginlega

Skjálfanda félagar fara víða

  • 25.05.2015

Skjálfanda félagar fara víða

Á fundi í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda í byrjun apríl var Einar H. Valsson, félagi okkar í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda,  með erindi sem var í senn mjög áhugavert og fræðandi, en innihaldið um leið mikið umhugsunarefni og raunar sláandi.

Vinnudagar Skjálfanda

  • 24.05.2015

Vinnudagar Skjálfanda

Það var galvaskur hópur félaga í Skjálfanda ásamt góðu aðstoðarfólki sem mætti til starfa í morgun við að undirbúa flugeldasöluna á Húsavík.  

Umdæmisstjórnarfundur 16 maí 2015

  • 20.05.2015

Umdæmisstjórnarfundur 16 maí 2015

S.l laugardag 16 maí var haldinn umdæmisstjórnarfundur að Bíldshöfða 12 í Reykjavík, góður og gagnlegur fundur og margt var rætt. Umdæmisstjóri setti fund stundvíslega kl 10.00 og bauð fundarmenn velkomna, og hóf síðan máls sitt og rætti um það sem á hanns daga hafi drifið upp á síðkastið og þá sérstaklega Hjálmaverkefnið. Umdæmisstjóri bað síðan Svæðisstjórana að koma upp og fara með úrdrátt úr sínum skýrslum, og síðan embætismenn einn af öðrum. Síðan var opnað fyrir umræður um skýrslur sem urðu þó nokkurar. Konráð Konráðsson tengiliður við gagnagrunn kom næstur og kynnti nýja gagnagrunninn og skýrslugerð í gegnum hann sem verið er að taka í notkun. Fjárhagsnefnd kynnti fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2015 - 2016 og var síðan opnað fyrir umræður, og voru gerðar nokkurar athugasemdir, og að þessu loknu var gert matarhlé.

Umdæmisstjórnarfundur 16 maí 2015

  • 16.05.2015

Umdæmisstjórnarfundur 16 maí 2015

Loksins viðraði til afhendingu

  • 16.05.2015

Loksins viðraði til afhendingu

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi á Húsavík hélt sinn árlega hjálma- og hjóladag á miðvikudaginn (13.5.) í góðu vorveðri, en það er fyrsti góðviðrisdagurinn hér á svæðinu í langan tíma.

Ungmenni á Álaborgarleika

  • 12.05.2015

Ungmenni á Álaborgarleika

Skjálfandi styrkir ferð húsvískra ungmenna á Álaborgarleikana!

Hjálma- og hjóladagur Helgafells

  • 12.05.2015

Hjálma- og hjóladagur Helgafells Kiwanisklúbburinn Helgafell í Vestmannaeyjum hélt sinn árlega hjálma- og hjóladag, föstudaginn 8 maí sl. í frábæru vorveðri. Undanfarin ár höfum við haldið sérstakan hjóladag niður við Kiwanishúsið en í ár vorum við í samstarfi við grunnskólann og heimsóttum við Hamarskóla (GRV) á skólatíma og gekk það mjög vel. Mælst var til þess að börnin kæmu með hjól í skólann þennan dag. Kiwanismenn mættu og afhentu hjálma sem Eimskip gefur, lögreglan skoðaði hjólin og  Slysavarnafélagið Eykindill sá um aðstoð við hjólaþrautir.   Allt fór vel fram og börnin mjög spennt að fá hjálm og geta prófað hann strax. Alls afhentum við 65 hjálma handa öllum börnum í 1.bekk GRV í Vestmannaeyjum.   Sumarkveðja Lúðvík Jóhannesson Formaður hjálmanefndar   Myndir má nálgast HÉR