Fréttir

Dansleikur fyrir fatlaða.

  • 11.05.2015

Dansleikur fyrir fatlaða.

Kiwanisklúbbarnir í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi héldu sinn árlega styrktardansleik fyrir fatlaða einstaklinga í Safnaðarheimilin Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ sunnudaginn 10. maí og var  góð mæting , um 100 gestir ásamt 40 aðstoðarfólki sem skemmtu sér vel og það

Fræðsla í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði

  • 09.05.2015

Fræðsla í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði

Laugardaginn 9 maí kl 1300.

Ægissvæði, Freyjusvæði, Sögusvæði

 

Andrés Hjaltason formaður fræðslunefndar setti fræðslufundinn og bað fundarmenn um að kynna sig, og endaði kynningin á fræðslunefndinni sjálfri. Andrés fór yfir dagskrá fundarinns, og síðan var Umdæmisstjórn næsta starfsárs kynnt.

Gunnsteinn Björnsson verðandi Umdæmisstjóri ávarpaði næst fundinn og kynnti sýnar helstu áherslur og kjörorðið  “Horfðu upp ekki niður, horfðu fram ekki aftur”

Gunnsteinn sagði að enn yrði  fjölgun sett á oddinn þar sem við þurfum að fjölga upp í eitt þúsund 2016 sem væri hanns takmark. 

K-dagur verður settur aftur inn á næsta starfsári og mun

Frá Svæðisstjóra Óðinssvæðis !

  • 06.05.2015

Frá Svæðisstjóra Óðinssvæðis !

Það er afar ánægður svæðisstjóri Óðinssvæðis sem stígur út úr þessari helgi, þar sem  margt var um manninn á Glerártorgi er opnuð var sögusýningin um Kiwanis. Var hún sett upp til heiðurs því að 100 ár eru frá stofnun hreyfingarinnar í heiminum og einnig var verið að halda upp á að 25 ár eru frá því að Kiwanis gaf fyrsta hjálminn til fyrstu bekkinga grunnskóla og var það gert á Akureyri.
Það voru brosmild börn er gengu út með hjálminn sinn og ekki síður þau er dregin voru út sem handhafar nýrra hjóla. En það hefur verið siður þeirra í Kiwanisklúbbunum Emblu og Kaldbak að gefa bæði stúlku og dreng nýtt hjól á þessum tímamótum

 

Kiwanishátíð á Glerártorgi 2 og 3 maí Kiwanishreifingin 100 ára og 25 ár frá fyrsta hjálmi úr höndum Kiwanis.

  • 06.05.2015

Kiwanishátíð á Glerártorgi 2 og 3 maí Kiwanishreifingin 100 ára og 25 ár frá fyrsta hjálmi úr höndum Kiwanis.

Það var líf og fjör á Glerártorgi dagana 2. og 3. maí sl. en þá hélt Kiwanishreyfingin Ísland – Færeyjar og klúbbar á Norðurlandi uppá 100 ára afmæli heimshreyfingarinnar en afmælisdagurinn var 21. janúar sl. Sett var upp sögusýning úr starfi Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi í máli og myndum er gestir gátu skoðað og sérstaklega kynntu klúbbarnir á Norðurlandi starf sitt.
Þess var einnig fagnað að 25 ár eru síðan Kiwanis gaf fyrsta hjálminn á barn í fyrsta bekk grunnskóla en hugmynd að þessu verkefni kviknaði á meðal manna á Norðurlandi árið 1990 og afhenti Stefán Jónsson Kiwanisklúbbnum Kaldbak þá fyrsta hjálminn og er hann enn formaður hjálmanefndar hjá Kaldbak.
Verkefnið var fyrst aðallega á Norðurlandi en varð síðan að landsverkefni árið 2004.
Þess má geta að klúbbarnir 8 á Norðurlandi hafa safnað á þessu starfsári rúmum 19.7 milljón króna í styrktarsjóð og veitt styrki eða gjafir fyrir rúmar 23,9 milljónir.
Mjög öflugt starf er unnið í öllum klúbbum svæðisins og hafa félagar lagt af mörkum 1.869 vinnustundir til samfélagsins á starfsárinu.
Kiwanishátíðin bar þess merki hversu samtaka og öflugt starfið er.
Bæjarstjóri  Akureyrarbæjar er Eiríkur Björn Björgvinsson

 

Frá Fræðslunefnd !

  • 03.05.2015

Frá  Fræðslunefnd !

Fræðsla verðandi embættismanna þ.e. forseta og ritara í Freyjusvæði,  Sögusvæði og Ægissvæði verður í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði nk. laugardag 9. maí og hefst kl. 13.00.

Svæðisráðsfundur í Færeyjum

  • 01.05.2015

Svæðisráðsfundur í Færeyjum

Svæðisráðsfundur í Færeyjasvæði Kiwanisumdæmisins Ísland- Færeyjar var haldinn laugardaginn 25. apríl síðastliðinn í boði Eysturoy.

Fundurinn var vel sóttur af klúbbunum í svæðinu. og auk þess voru fjórir Kiwanismenn frá Íslandi,  umdæmisstjóri Gunnlaugur Gunnlaugsson, umdæmisféhirðir Eyþór K. Einarsson, umdæmisritari Kristján G. Jóhannsson og Kristjana Sigurðardóttir félagi í Básum á Ísafirði og eiginkona umdæmisstjóra. 

Einnig voru með í för Ásgerður Gísladóttir eiginkona Eyþórs og Inga S. Ólafsdóttir eiginkona Kristjáns.  Móttökur voru frábærar eins og Færeyinga er siður. Félagi okkar Sámal Bláhamar keyrði okkur víða um eyjarnar og Kiwanisklúbburinn Rósan stóð fyrir opnu húsi í Kiwanishúsinu í Þórshöfn á sunnudag.

Almennur fundur og sixdays fyrirlestur !

  • 25.04.2015

Almennur fundur og sixdays fyrirlestur ! Síðasta vetrardag  miðvikudaginn 22 apríl var haldinn almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum með fjölda gesta enda áhugavert efni til kynningar á þessum fundi. Að loknum venjulegum fundarstörfum var tekið matarhlé og var Fish and chips á boðstólum sem fundarmenn gerðu góð skil. Að loknu matarhléi var komið að erindinu, en til okkar var mættur Sigurjón Andrésson, Eyjamaður af fastalandinu en hann ásamt mörgum öðrum þar á meðal Helgafellsfélögum mynda hóp sem hefur gaman af því að ferðast um landið á Endurohjólum. Sigurjón hefur skipulagt svo kallaðar sixdays ferðir sem eru farnar á tveggja ára fresti og því sú næsta 2016. Mikið var af myndefni í fyrirlestri Sigurjóns og voru fundarmenn agndofa yfir fegurð landsinns og þessu afreki að ferðast svona eftir gömlum og nýjum slóðum sem til eru um hálendið, en þess ber að geta að fyrsta ferð þeirra félaga var að ferðast horn í horn og var þá byrjað á Reykjanestá og endað á Langanesi, mikið og flott ferðaleg. Að loknu erindi Sigurjóns afhenti forseti honum smá gjöf sem þakklætisvott frá klúbbnum, en þetta erindi var hreint út sagt stórkostlegt, Sigurjón er orðinn mjög fróður um landið og segir skemmtlega frá og útskýrir. Við óskum Sigurjóni og félögum velfarnaðar í komandi ferðum og í allri skipulagningu.          

Hjálmar afhentir á Ísafirði.

  • 23.04.2015

Hjálmar afhentir á Ísafirði.

Nú hefur hjálmaafhending farið fram á  Ísafirði og þar með er ég búinn að afhenda alls 249,hjálma í 10,skólum, 6 í Reykjavík, Hólmavík,  Ísafirði Súðavík og Drangsnesi,og alls staðar var vel tekið á móti hjálmakallinum eins og börnin sögðu.

 

 

KIWANIS HÁTÍÐ Glerártorgi Dagana 2 og 3 maí

  • 21.04.2015

KIWANIS HÁTÍÐ Glerártorgi  Dagana 2 og 3 maí

Kiwanisklúbbar á norðurlandi munu kynna hreyfinguna

í máli og myndum.

 

Minnst verður 100 ára afmælis hreifingarinnar

En hún var stofnuð í Bandaríkjunum 21 janúar 1915

 

Einnig verður þess minnst að 25 ár eru frá afhendingu

fysrtu reiðhjólahjálma af hálfu Kiwanis á Ísland og var það gert á Akureyri

Það verður húllum hæ þegar Kiwanisklúbbarnir Embla og Kaldbakur

afhenda 6 ára brönum í Eyjafirði hjálma

 

Kynnt verður heimsverkefni Kiwanis

Sem er útrýming á stífkrampa í vanþróðum löndum heims

 

Klúbarnir munu kynna starfsemi sýna og margt fleira veðrur 

til gamans gert.

 

Gaman verður að sjá sem flesta á Glerártorgi dagana 2 og 3 maí.

 

Kiwanisklúbbar í Óðinssvæði og 

Kiwnanisumdæmið Ísland Færeyjar

Orðsending vegna hjálma !

  • 20.04.2015

Orðsending vegna hjálma !

Kæru félagar.
Komið  er í ljós að  svæði hafa fengið fleiri hjálma en þeir gáfu upp og þessvegna er komin upp sú staða að það vantar nokkra hjálma. Bið ég því þá umsjónarmenn sem eiga afgang að láta mig vita strax. Með Kiwaniskveðju Gunnlaugur Gunnlaugsson Umdæmisstjóri sími 894-3518

Gagnagrunnur og skýrsluskil !

  • 18.04.2015

Gagnagrunnur og skýrsluskil !

Unnið er að því á vegum umdæmisstjórnar að taka nýjan gagnagrunn í notkun.   Þessi gagnagrunnur býður upp á marga  möguleika sem við  ætlum við að nýta okkur.  Mánaðarskýrslur sem ritarar hafa skilað til svæðisstjóra og umdæmisritara fyrir 10. hvers mánaðar verða aflagðar en þess í stað verða mánaðarskýrslur unnar í þessum nýja gagnagrunni.  Verið er að vinna að þessari mánaðarskýrslu í samstarfi við Kiwanis International og vonumst við til að endanlegt íslenskt útlit liggi fyrir í sumar.  Í fræðslu á komandi vikum munum við kynna þessa nýju  skýrslu en vekjum

Afhending reiðhjólahjálma

  • 17.04.2015

Afhending reiðhjólahjálma

Nú er hafin afhending reiðhjólahjálma, sem Kiwanishreyfingin gefur öllum sex ára börnum á landinu  í samstarfi við Eimskip. Umdæmisstjóri Gunnlaugur Gunnlaugsson og umdæmisritari Kristján G. Jóhannsson fóru í dag (föstudag 17. apríl) í sex skóla í Reykjavík og afhentu hjálma. Gleði barnanna yfir því að fá reiðhjólahjálma, ljós og höfuðklúta leyndi sér ekki eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Skemmtilegur og starfssamur félagsmálafundur í Skjálfanda

  • 17.04.2015

Skemmtilegur og starfssamur félagsmálafundur í Skjálfanda

Í vikunni var haldinn félagsmálafundur hjá Skjálfanda. Mæting var góð að venju, auk þess voru mættir tveir gestir sem þáðu boð um að kynna sér Kiwanis og vonandi líst þeim vel á öflugt starf í Skjálfanda og ganga til liðs við klúbbinn.

40 ÁRA AFMÆLISFAGNAÐUR JÖRFA

  • 16.04.2015

40 ÁRA AFMÆLISFAGNAÐUR JÖRFA

Jörfi 40 ára

Fundur nr.726 sem var 40 ára afmælisfundur í Kiwanisklúbbnum Jörfa

  • 16.04.2015

Fundur nr.726 sem var 40 ára afmælisfundur í Kiwanisklúbbnum Jörfa

var haldinn laugardardaginn 18. apríl 2015 að Bíldshöfða 12 og framhaldið á  Grand Hótel.Á Bíldshöfðann mættu  22 félagar og  21  gestur. Forseti bauð félaga og gesti velkomna til afmælishátíðar. Ævar rifjaði síðan upp sögu Jörfa . Fjórir stofnfélagar eru enn í Jörfa. Þeir eru Bragi Stefánsson, Þórarinn Gunnarsson,  Jón Þór Ragnarsson og Ævar Breiðfjörð. Ævar afhenti viðurkenningar ásamt umdæmistjóra  þakkarskjal í ramma til Jörfafélaga sem eru búnir að vera styttra en 25 ár í klúbbnum.Umdæmistjóri tók til máls og saði frá hjálmaverkefninu. Síðan afhendi hann forseta Jörfa áritaðan platta með kveðju frá umdæminu. Kjörforseti Heklu Birgir Benediktsson afhendi forseta gjafabréf í nafni Jörfa að til styrktar Umhyggju.Sigmundur Tómasson frá Elliða afhenti í nafni Jörfa gjafabréf til Umhyggju. Frá Dyngju kom Anna Kristín og afhenti gjafabréf í nafni Jörfa til Vinarsetursins. Vinasetrið er heimili fyrir börn og unglinga sem þurfa á stuðningsfjölskyldum að halda að mati forráðamanna, félagsþjónustu og barnavendar. Svæðistjóri tók til máls og óskaði Jörfa til hamingju með 40 ára afmælið. Ásmundur forseti Kötlu afhenti Jörfa áritaða gestabók. Jörfa félögum sem hafa verið 25 ár eða lengur í Kiwanis hreyfingunni var afhent innrammað skjal frá heimsumdæmi Kiwanis. Það eru þeir félagar Bragi, Guðmundur Helgi, Guðmundur Karl, Hafsteinn S.  Jóhannes L. Jón Þór, Kristján, Leifur og Ævar. Fjarstaddir voru Bernhard, Már, Þórarinn og Björgvin. Ævar þakkaði séstaklega eiginkonum fyrir öll árin og samveruna í Jörfa. Forseti þakkaði gestum fyrir komuna og frestaði fundi til kl.19/30  en þá hófst borðhald á Grand Hótel. Eftir fordrykk var fundi  síðan fram haldið. Forseti  hélt uppi stemningu undir borðhaldi eins og honum einum er lagið. Haraldur Finnsson, Ingi Viðar og Björn Úlfar sáu einnig um að skemmta okkur. Áfram Jörfi. Allt er fertugum fært.

Orðsending frá Fræðslunefnd !

  • 15.04.2015

Orðsending frá Fræðslunefnd !

Laugardaginn 25. apríl 2015 verður haldin fræðsla fyrir verðandi forseta og ritara í Óðinssvæði.  Fræðslan verður haldin á Siglufirði og hefst kl. 10:00.  Laugardaginn 9. maí verður fræðsla haldin í Hafnarfirði fyrir Sögusvæði, Freyjusvæði og Ægissvæði og hefst einnig kl. 10:00.  Fræðsla í Færeyjasvæði verður ákveðin síðar.

Keilukeppni Ægissvæðis 2015

  • 15.04.2015

Keilukeppni Ægissvæðis 2015

Þann 11.april sl.  fór fram  í Egilshöllinni,  Keilukeppni Ægissvæðis 2015 í óhefðbundinni keilu.  Það mættu fulltrúar frá 7 klúbbum af 8 úr svæðinu, alls 71 félagi ásamt gestum tóku þátt.  Aðeins Setberg Garðabæ mætti ekki með neinn.  Þetta er  annað árið sem þessi keppni er haldinn og blandast bæði skemmtilegur hittingur og keppni allra þátttakenda.  Keppt er í óhefðbundinni keilu.  Jafnframt er keppt í pútti og pílukasti þar sem hagnaður rennur til að ljúka MNT verkefni Eldeyjar.   

Keilukeppni Ægissvæðis 2015

  • 13.04.2015

Keilukeppni Ægissvæðis 2015 Þann 11.april sl.  fór fram  í Egilshöllinni,  Keilukeppni Ægissvæðis 2015 í óhefðbundinni keilu.  Það mættu fulltrúar frá 7 klúbbum af 8 úr svæðinu, alls 71 félagi ásamt gestum tóku þátt.  Aðeins Setberg Garðabæ mætti ekki með neinn.  Þetta er  annað árið sem þessi keppni er haldinn og blandast bæði skemmtilegur hittingur og keppni allra þátttakenda.  Keppt er í óhefðbundinni keilu.  Jafnframt er keppt í pútti og pílukasti þar sem hagnaður rennur til að ljúka MNT verkefni Eldeyjar.   

Almennur fundur um Þjóðhátíðarundirbúning !

  • 10.04.2015

Almennur fundur um Þjóðhátíðarundirbúning ! Í gærkvöldi 9 apríl var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum sem þó nokkuð af gestum mættu í boði félaga. Eftir að forseti hafði sett fund og farið var í venjuleg fundarstörf og síðan tekið matarhlé. en að loknu borðhaldi var komið að erinid kvöldsins sem var um Þjóðhátíð okkar Eyjamanna en tilefnið að hafa þetta núna er sá að á þessum degi var opnað fyrir forsölu miða á Þjólðhátíð sem er stærsta  fjáröflun ÍBV.   Til okkar var mættur Hörður Orri Grettisson frá Þjóðhátíðarnefnd og hélt hann fróðlegt erindi fyrir okkur í máli og myndum um framkvæmdina undirbúning o.fl en þetta er nú málefni sem allir Eyjamenn hafa skoðun á og þar voru fundarmenn eingin undantekning. Hörður Orri fór vel yfir málefnið og útskýrði hlutina fyrir fundarmönnum og svaraði einnig fyrirspurnum sem voru þó nokkurar eins og áður sagði allir hafa áhuga á Þjóðhátíð.   Að loknu erindi kallaði forseti Hörð Örra til sín og færði honum bók að gjöf sem smá þakklætisvott frá klúbbnum og viljum við koma á framfæri þakklæti fyrir fróðlegt og gott erindi og óskum við Þjóðhátíðarnefnd velfarnaðar í störfum sínum fyrir komandi þjóðhátíð