Fréttir

Þorrablót Helgafells 2016 !!

  • 02.02.2016

Þorrablót Helgafells 2016 !!

Þorrablótið okkar var haldið með pompi og prakt s.l laugardagskvöld 30 janúar. Að venju má bjóða með sér gestum á blótið og var margt um manninn eða rúmelga hundrað manns. Elías Jörundur formaður Þorrablótsnefndar setti blótið stundvíslega og bauð síðan veislustjórna Geir Reynissyni að taka við stjórninni en Geir er einnig formaður skemmtinefndar og með mikla reynslu í að skemmta fólki. Að loknu hefðbundnu atriði hófst borðhaldið og það var ekki af verri endanum enda sjá nefndarmenn sjálfir um að græja þorramatinn og annað sem   því fylgir af miklum myndarskap. Að loknu borðhaldi var tekið til við skemmtidagskránna sem öll var heimasmíðuð í myndbandsformi auk bráðskemmtilegrar spurningakeppni, Sæþór Vídó sá um fjöldasöng að hætti Þorranns og síðan tók hljómsveitin Brimnes öll völd og lék fyirr dansi fram á nótt. Þótti blótið í alla staði vel heppnað og þökkum við Helgafellsfélagar öllum þeim sem komu að þessu bæði nefndarmönnum, hljómsveit og gestum.   TS. Myndir má nálgast HÉR Myndband má nálgast HÉR    

Frá Drangey !!

  • 27.01.2016

Frá Drangey !!

Kiwanisklúbburinn Drangey stendur fyrir kynningar og upplýsingafundi þann 13 febrúar nk.

Er það ætlun klúbbsfélaga að kynna starf klúbbsins ásamt því að upplýsa í hvað safnað fé ( styrktarfé ) fer.

Til þess að gera þennan kynningarfund öflugri er ætlunin að fá til sín tæki og búnað er klúbburinn hefur gefið eða staðið í að styrkja kaup á á liðnum árum.

Einnig munu fulltrúar styrkþega koma og segja frá hversu mikilvægt það er þeim að hafa félagasamtök eins og Kiwanisklúbbinn Drangey í samfélaginu.
Sveitarstjóra hefur verið boðið að koma

Góður jólafundur í Skjálfanda, inntaka nýrra félaga

  • 23.01.2016

Góður jólafundur í Skjálfanda, inntaka nýrra félaga

Um helgina, föstudaginn 11. desember var flautað til fundar í Skjálfanda sem var  6. fundur starfsársins og afnframt hefðbundinn “jólafundur” haldinn í Þórðarstofu.

Af fyrsti félagsmálafundi ársins í Skjálfanda

  • 21.01.2016

Af fyrsti félagsmálafundi ársins í Skjálfanda

Í gærkvöldi var fyrsti félagsmálafundur ársins í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda, mörg mál voru á dagskrá.

Frá Hjálmanefnd !

  • 20.01.2016

Frá Hjálmanefnd !

Gleðilegt ár kæru félagar fjær og nær.

 

Nú hefur verið gerð endanleg pöntun á hjálmum til Eimskip.

Fjöldi einstaklinga í 1 bekk þetta árið eru 4.861.- og tókst nú skömmu eftir áramót að fá inn síðustu tölur.

Mikið er kvartað yfir því að tölvupóstum er ekki svarað og þó svo þeir séu ítrekaðir, á það við jafnt um fulltrúa kiwanisklúbba og þó einkum stjórnendur skólanna.

Þetta er eitt að okkar mikilvægustu verkefnum sem hreifing á Íslandi og því mikill akkur fyrir okkur að standa vel að því.

Nú mun fljótlega fara í hönd kynning á verkefninu og er það vilji hjá Eimskip að slíkt verði gert í samvinnu við fjölmiðla og

Almennur fundur 14 janúar s.l

  • 18.01.2016

Almennur fundur 14 janúar s.l Á almennum fundi 14 janúar s.l afhenti Kári Hrafnkelsson forseti Helgafell Ómari Steinssyni fánastöngina góðu að þvi tilefni að Ómar varð fimmtugur á dögunum, en þetta er gömul og skemmtileg hefð sem klúbburinn hefur haldið uppi að heiðra félaga á þessum tímamótum, og óskum við félagar Ómari og fjölskyldu til hamingju með þennann merka áfanga. Á þessum sama fundi var fyrirlesari, en það var vélstjórinn, bátalíkanasmiðurinn, vélhjólamaðurinn og áhugamaður um íslensk skip  Tryggvi Sigurðsson. Var erindi hans mjög fróðlegt og skemmtilegt.  Best af öllu var þó að komast að því hversu víða Raggi rakari hafði komið við, það er að segja varðandi skipspláss,  og myndi hann vel eftir bátum sem komu til eyja fljótlega eftir aldamótin 1900. Var erindi hans mjög fróðlegt og skemmtilegt.  Best af öllu var þó að komast að því hversu víða Raggi rakari hafði komið við, það er að segja varðandi skipspláss,  og myndi hann vel eftir bátum sem komu til eyja fljótlega eftir aldamótin 1900.

Jóla- og áramótakveðja Jörfa 2016

  • 18.01.2016

Jóla- og áramótakveðja Jörfa  2016 Við sendum félögum,vinum og velunnurum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári um leið og við þökkum fyrir stuðning ykkar við styrktarverkefni klúbbsins á árinu.

Jólakveðja Jörfa 2016

  • 18.01.2016

Jólakveðja Jörfa  2016 Við sendum félögum,vinum og velunnurum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári um leið og við þökkum fyrir stuðning ykkar við styrktarverkefni klúbbsins á árinu.

Hvítabókin 2015 - 2016

  • 12.01.2016

Hvítabókin 2015 - 2016

Nú er hvíta bókin komin inn á vefinn og er hún í heild sinni á forsíðu eins og hún hefur verið,  síðan eru nokkurar útgáfur af henni á innranetinu en þar er hún í heild sinni og líka sundurliðuð til útprentunar eins og t.d félagatalið, lögin, svæðin o.s.frv.
Vona að þetta sé til hagræðingar fyrir félaga svo ekki þurfi að prenta allt efnið út ef menn ætla á annað borð 

 

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhentir fíkniefnahund !

  • 08.01.2016

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhentir fíkniefnahund !

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhenti lögreglunni í Vestmannaeyjum nýjan leitarhund  í dag, en þetta er leitarhundurinn Rökkvi, sem er tæplega eins árs svartur labrator retriever sem kemur frá viðurkendum hundaræktanda í Noregi.  Þetta er þriðji hundurinn sem Helgafell gefur, en fyrstur kom Tanya, síðan kom Luna sem er enn að störfum og svo er það Rökkvi sem nú mætir til starfa fyrir lögregluna og samfélagið hér í Eyjum en Rökkvi er þjálfaður til fíkniefnaleitar og einnig verður hann þjálfaður til

Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjálfanda

  • 28.12.2015

Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjálfanda

Þá er allt orðið klárt fyrir árlega flugeldasölu Kiwanisklúbbsins Skjálfanda sem hefst í dag, mánudaginn  28. desember  kl. 13:00.

Jólafundur Þyrils

  • 25.12.2015

Jólafundur  Þyrils

 Jólafundur Kiwanisklúbbsins Þyrils var haldinn á hótel Glymþann 5. desember og tókst vel í alla staði . Góð mæting og góð stemming var á fundinum !. Afhentar viðurkenningar og afmælisgjafir. Myndir má sjá á næstu síðu.  

Jólakveðja frá umdæmisstjóra

  • 23.12.2015

Jólakveðja frá umdæmisstjóra

Kæru Kiwanisfélagar 

Undanfarna daga og vikur höfum við  séð á samfélagsmiðlum svo og annarstaðar að klúbbar eru að halda sína jólafundi,  fundirnir eru jafnan fjölsóttir og eru ýmsar mismunandi hefðir í  hafðar í heiðri, Það er ánægjulegt  að fylgjast með hvernig klúbbar fagna komu jóla og leiðir hugann að því samfélagi sem er meðal okkar Kiwanisfélaga  og er okkur svo mikils virði . Mjög margir klúbbar eru einnig með fjáröflun fyrir og í kring um jólahátíðina  sem er svo grunnur af starfi klúbba allt árið. Jólin eru jú oft nefnd hátíð barnanna og börn eru okkar viðfangsefni  og

Jólakveðja frá Skjálfanda

  • 20.12.2015

Jólakveðja frá Skjálfanda

Klikka á nafn fréttar og síðan á myndina til að stækka.

Jólafundur Heklu.

  • 20.12.2015

Jólafundur Heklu.

Jólafundur Heklu var haldinn 15. desember á Grandhóteli.  

Hefðbundin dagskrá var að venju, jólahlaðborð, sungnir sálmar  og var mætingin óvenju góð, 52 alls, félagar og gestir. Prestur var Séra Valgeir Ástráðsson og flutti hann borðbæn og síðan hugvekju. Bent Jörgensen var heiðraður með 45 ára merkinu og tók konan hans Guðrún Jörgensen  við því, þar sem Bent var frá vegna veikinda. Að vanda var ekkjum látinna félaga boðið og píanóleikarinn

Jólafundur.

  • 06.12.2015

Jólafundur.

Sameiginlegur jólafundur Helgafells og Sinawik var haldinn í gærkvöldi laugardaginn 5 desember. Kári Hrafnkelsson forseti setti fund kl 20.00 og að loknum hefðbundnum fundarstörfum var komið að borðhaldi og það var ekki af verri endanum. Það er venja hjá okkur á jólafundi að Sinawikkonur sjá um matinn, og framreiða þær glæsilegt jólahlaðborð handa okkur sem allir geta verið stoltir af, fjöldi rétta ásaamt kaffi og eftirréttaborði í lokin. Þegar allir voru orðnir saddir kom séra Guðmundur Örn og flutti okkur skemmtilega jólahugvekju, forseti las góða jólasögu og ungur tónlistarmaður Björgvin Björgvinsson kom ásamt kennara sínum Stefáni Sigurjónssyni og flutti Björgvin okkur tvö lög á klarinett af mikilli snilld, efnilegur drengur þar á  ferð. Að venju var sungið saman Heims um Ból og eftir að hefðbundnum fundi var slitið kom rúsínan í pylsuendanum en þá er tekið til við að spila Bingó undir öruggri stjórn Kristjáns Georgssonar og Haraldar Bergvinssonar, og fjöldi góðra vinninga í boði. TS. Myndir hér Myndband hér

Jólasælgætispökkun

  • 04.12.2015

Jólasælgætispökkun

Það var sannkallaður handagangur í öskjunni í orðsins fylstu merkingu þegar pökkun jólasælgætis í þartilgerðar öskjur fór fram í Kiwanishúsi Helgafells í gærkvöldi. Helgafellsfélagar mæta í þennann viðburð með börn barnabörn vini og vandamenn og taka til hendinni við að pakka hátt í tvö þúsund öskjum á einni klukkustund, verkstæði jólasveinsins hefur getur ekki einu sinnu boðið uppá slík afköst. Þetta er frábær kvöldstund og gaman að vinna með börnunum , og þetta yngir okkur félagana upp og vekur upp barnið í okkur. Allir fá síðan nammipoka að launum fyrir vel unnið verk, og allir halda ánægðir heim á leið síðan hefst salan á sælgætinu í dag en þá ganga Kiwanismenn í hús og selja sælgætið og er óhætt að segja það að við fáum frábærar móttökur hjá bæjarbúum, og er þetta ein okkar aðal fjáröflun.   TS. Myndir Hér  http://helgafell.kiwanis.is/image/84070 Myndband Hér  https://www.youtube.com/watch?v=Omu4XeNQUGo        

Skreyting á Hraunbúðum 2015

  • 04.12.2015

Skreyting á Hraunbúðum 2015 Þá er jólladagskrá Helgafells komin á fullt og að venju hefst dagskráin á því að koma dvalarheimilinu Hraunbúðum í jólabúning, en Helgafellsfélagar hafa séð um þessar jólaskreytingu frá því að heimilið var tekið í notkun. Menn mættu í tveimur hópum sá fyrri kom fyrir kvöldmat en sá seinni um áttaleytið. Menn voru röskir við þetta eins og alltaf, og héldu síðan ánægðir heim eftir þetta ánægjulega góðverk. Myndir hér http://helgafell.kiwanis.is/image/84069    

Frá umdæmisritara.

  • 30.11.2015

Frá umdæmisritara.

Þar sem veðurútlitið er ekki gott fellur viðveran á skrifstofunni á

Bíldshöfðanum niður á morgun þriðjudag.  Áður auglýstur tími á miðvikudag

milli 17 og 19 stendur

Frá umdæmisritara.

  • 26.11.2015

Frá umdæmisritara.

Skýrsluskil með nýja forminu hafa gengið betur en ég þorði að vona, 18 klúbbar hafa skilað skýrslum sínum á netinu. Það tekur tíma að breyta kerfi sem verið hefur við líða í langan tíma. Kiwanis International ákvað að breyta forminu sem við Konráð kynntum á umdæmisþinginu og þurftum við því að breyta öllu fræðsluefninu sem við vorum búin að útbúa fyrir ritara. Á þessu nýja formi eru ekki eins miklar upplýsingar eins og áður var t.d. eru hvorki stjórnarfundir né svæðisráðsfundir skráðir. 

Í samráði við umdæmisstjóra hef ég ákveðið að vera á skrifstofu umdæmisins að