Árshátíð Óðinssvæðis og seinni svæðisrástefnan starfsárið 2015 – 2016

Árshátíð Óðinssvæðis og seinni svæðisrástefnan starfsárið 2015 – 2016


Félagar góðir nú er búið að blása til árshátíðar Óðinssvæðis þetta starfsárið og verður hún laugardaginn 12 mars að lokinni svæðisráðstefnu.
Svæðisráðstefnan verður haldin á Sauðárkróki og fer hún fram að Borgarmýri 1 í fundarsal Kiwanisklúbbsins Drangeyjar. Nánari fundardagskrá verður gefin út síðar

Árshátiðin mun fara fram um kvöldið og verður hún í félagsheimili hestamanna í Tjarnarbæ sem er skammt neðan við bæjinn.

Á boðstólum verður veislumatur að hætti Óla kokks og skemmtiatriði verða í höndum klúbba svæðisins.

Slegið verður upp

dansleik að loknu borðhaldi og dansað eitthvað fram í nóttina.

Miðaverð á árshátíð er kr. 6.500.- pr mann
Gistingu verður hægt að fá á viðráðanlegu verði og kostar tveggja manna herbergi m/baði á Hótel Tindastól kr 16.000.- og á Gistiheimilinu Miklagarði kr. 10.000.- en þar er sameiginlegt bað á ganginum og ekki morgunverður, hægt er hinsvegar að fá morgunverð á hótelinu gegn gjaldi fyrir þá er það vilja.

Félagara verða að panta hver og einn gistingu er hana ætla að taka og skal gera það í tölvupósti  á  info@arctichotels.is  eða með því að hringja í símanúmerið 453- 5002

Nú er um að gera að taka höndum saman og fjölmenna á svæðisráðstefnu og síðan á árshátíð um kvöldið.

Það verður haft ofan fyrir mökum á meðan ráðstefna stendur yfir og þeir er ekki gista geta haft samastað í húsakynnum hjá Óla kokki til fataskipta og fleira er þarfnast áður en farið er á árshátíð.

 

Drangeyjarfélagar lofa góðu veðri og góðum degi í Skagafirði..

 

Með kveðju

Undirbúningsnefnd árshátíðar

Steinn Ástvaldsson svæðisstjóri

Ólafur Jónsson fráfrandi svæðisstjóri

Gunnar Pétursson fyrrum svæðsstjóri.