Fréttir

Jólafundur Þyrils

  • 25.12.2015

Jólafundur  Þyrils

 Jólafundur Kiwanisklúbbsins Þyrils var haldinn á hótel Glymþann 5. desember og tókst vel í alla staði . Góð mæting og góð stemming var á fundinum !. Afhentar viðurkenningar og afmælisgjafir. Myndir má sjá á næstu síðu.  

Jólakveðja frá umdæmisstjóra

  • 23.12.2015

Jólakveðja frá umdæmisstjóra

Kæru Kiwanisfélagar 

Undanfarna daga og vikur höfum við  séð á samfélagsmiðlum svo og annarstaðar að klúbbar eru að halda sína jólafundi,  fundirnir eru jafnan fjölsóttir og eru ýmsar mismunandi hefðir í  hafðar í heiðri, Það er ánægjulegt  að fylgjast með hvernig klúbbar fagna komu jóla og leiðir hugann að því samfélagi sem er meðal okkar Kiwanisfélaga  og er okkur svo mikils virði . Mjög margir klúbbar eru einnig með fjáröflun fyrir og í kring um jólahátíðina  sem er svo grunnur af starfi klúbba allt árið. Jólin eru jú oft nefnd hátíð barnanna og börn eru okkar viðfangsefni  og

Jólakveðja frá Skjálfanda

  • 20.12.2015

Jólakveðja frá Skjálfanda

Klikka á nafn fréttar og síðan á myndina til að stækka.

Jólafundur Heklu.

  • 20.12.2015

Jólafundur Heklu.

Jólafundur Heklu var haldinn 15. desember á Grandhóteli.  

Hefðbundin dagskrá var að venju, jólahlaðborð, sungnir sálmar  og var mætingin óvenju góð, 52 alls, félagar og gestir. Prestur var Séra Valgeir Ástráðsson og flutti hann borðbæn og síðan hugvekju. Bent Jörgensen var heiðraður með 45 ára merkinu og tók konan hans Guðrún Jörgensen  við því, þar sem Bent var frá vegna veikinda. Að vanda var ekkjum látinna félaga boðið og píanóleikarinn

Jólafundur.

  • 06.12.2015

Jólafundur.

Sameiginlegur jólafundur Helgafells og Sinawik var haldinn í gærkvöldi laugardaginn 5 desember. Kári Hrafnkelsson forseti setti fund kl 20.00 og að loknum hefðbundnum fundarstörfum var komið að borðhaldi og það var ekki af verri endanum. Það er venja hjá okkur á jólafundi að Sinawikkonur sjá um matinn, og framreiða þær glæsilegt jólahlaðborð handa okkur sem allir geta verið stoltir af, fjöldi rétta ásaamt kaffi og eftirréttaborði í lokin. Þegar allir voru orðnir saddir kom séra Guðmundur Örn og flutti okkur skemmtilega jólahugvekju, forseti las góða jólasögu og ungur tónlistarmaður Björgvin Björgvinsson kom ásamt kennara sínum Stefáni Sigurjónssyni og flutti Björgvin okkur tvö lög á klarinett af mikilli snilld, efnilegur drengur þar á  ferð. Að venju var sungið saman Heims um Ból og eftir að hefðbundnum fundi var slitið kom rúsínan í pylsuendanum en þá er tekið til við að spila Bingó undir öruggri stjórn Kristjáns Georgssonar og Haraldar Bergvinssonar, og fjöldi góðra vinninga í boði. TS. Myndir hér Myndband hér

Jólasælgætispökkun

  • 04.12.2015

Jólasælgætispökkun

Það var sannkallaður handagangur í öskjunni í orðsins fylstu merkingu þegar pökkun jólasælgætis í þartilgerðar öskjur fór fram í Kiwanishúsi Helgafells í gærkvöldi. Helgafellsfélagar mæta í þennann viðburð með börn barnabörn vini og vandamenn og taka til hendinni við að pakka hátt í tvö þúsund öskjum á einni klukkustund, verkstæði jólasveinsins hefur getur ekki einu sinnu boðið uppá slík afköst. Þetta er frábær kvöldstund og gaman að vinna með börnunum , og þetta yngir okkur félagana upp og vekur upp barnið í okkur. Allir fá síðan nammipoka að launum fyrir vel unnið verk, og allir halda ánægðir heim á leið síðan hefst salan á sælgætinu í dag en þá ganga Kiwanismenn í hús og selja sælgætið og er óhætt að segja það að við fáum frábærar móttökur hjá bæjarbúum, og er þetta ein okkar aðal fjáröflun.   TS. Myndir Hér  http://helgafell.kiwanis.is/image/84070 Myndband Hér  https://www.youtube.com/watch?v=Omu4XeNQUGo        

Skreyting á Hraunbúðum 2015

  • 04.12.2015

Skreyting á Hraunbúðum 2015 Þá er jólladagskrá Helgafells komin á fullt og að venju hefst dagskráin á því að koma dvalarheimilinu Hraunbúðum í jólabúning, en Helgafellsfélagar hafa séð um þessar jólaskreytingu frá því að heimilið var tekið í notkun. Menn mættu í tveimur hópum sá fyrri kom fyrir kvöldmat en sá seinni um áttaleytið. Menn voru röskir við þetta eins og alltaf, og héldu síðan ánægðir heim eftir þetta ánægjulega góðverk. Myndir hér http://helgafell.kiwanis.is/image/84069    

Frá umdæmisritara.

  • 30.11.2015

Frá umdæmisritara.

Þar sem veðurútlitið er ekki gott fellur viðveran á skrifstofunni á

Bíldshöfðanum niður á morgun þriðjudag.  Áður auglýstur tími á miðvikudag

milli 17 og 19 stendur

Frá umdæmisritara.

  • 26.11.2015

Frá umdæmisritara.

Skýrsluskil með nýja forminu hafa gengið betur en ég þorði að vona, 18 klúbbar hafa skilað skýrslum sínum á netinu. Það tekur tíma að breyta kerfi sem verið hefur við líða í langan tíma. Kiwanis International ákvað að breyta forminu sem við Konráð kynntum á umdæmisþinginu og þurftum við því að breyta öllu fræðsluefninu sem við vorum búin að útbúa fyrir ritara. Á þessu nýja formi eru ekki eins miklar upplýsingar eins og áður var t.d. eru hvorki stjórnarfundir né svæðisráðsfundir skráðir. 

Í samráði við umdæmisstjóra hef ég ákveðið að vera á skrifstofu umdæmisins að

Svæðisráðstefna í Sögusvæði

  • 24.11.2015

Svæðisráðstefna í Sögusvæði

Svæðisráðstefna í Sögusvæði var haldin á Kirkjubæjarklaustri sl. laugardag 21 nóvember. Menn fjölmenntu austur og líka vestur í blíðskapaveðri og voru mættir embættismenn frá öllum klúbbum, og einnig var kjörumdæmisstjóri Haukur Sveinbjörnsson mættur í heimsókn í sitt svæði. Svæðisstjóri Tómas Sveinsson setti fund kl 13.00 og fór lauslega yfir sína skýrslu og því starfi sem hefur verið á döfinni frá því hann tók við embætti, og einnig því helsta sem fram kom á umdæmisstjórnarfundi um síðustu helgi. Flestir klúbbar skiluðu skýrslum rafrænt og var forsetum boðið að flytja úrsrátt úr sýnum skýrslum og þei  að lesa sýnar skýrslur sem ekki skiluðu rafrænt, og síðan var opnað fyrir umræður sem urðu nokkurar. Haukur ávarpaði fundinn og  sagði

Fræðsla æskunnar á almennum fundi í Skjálfanda

  • 21.11.2015

Fræðsla æskunnar á almennum fundi í Skjálfanda

Í vikunni (18. nóv.) héldum við Skjálfandafélagar fjórða fund vetrarins, almennan félagsfund með fyrirlesara. 

Jólabjórsmakk- fundur.

  • 17.11.2015

Jólabjórsmakk- fundur.

Jólabjórsmökkunlarfundur var haldinn föstudaginn 13 nóvember og var þetta almennur fundur með fyrirlestir, en aðalgestur kvöldsins var f.v forseti klúbbsinni og yrirbruggari Brothers Brewery Jóhann Ólafur Guðmundsson þar sem hann sagði frá tilraunum nokkurra vina til að brugga bjór og reyna að koma honum á markað.  Fór hann yfir helstu atriði bruggunar bjórs, gerðir þeirra og ekki síður fjallaði hann um hinar ýmsu tegundir jólabjórsins en við smökkuð um á fimm slíkum, og fóru þeir eðlilega misvel í menn eftir tegund en allir fundu sér eitthvað við hæfi. Í lokin var svo valinn besti jólabjórinn að mati félaga, en ég hef ekki enn heyrt í neinum sem man niðurstöðuna! enda hún kannski ekki aðalatriðið heldur meira til gamans gert.  Góður fundur og held ég að maður halli ekki á neinn þegar maður segir að Helgafell er í algjörum sérflokki í því að gera fundi og starfið skemmtilegt en þessi stefna hefur lengi verið í hávegum höfð hjá okkur og það er nausynlegt að fá fleiri klúbba til að taka upp slíka fundi, en margur nýr félaginn hefur komið inn í klúbbinn eftir að hafa mætt sem gestur á þessa almennu fundi okkar.

Kótilettufundur

  • 17.11.2015

Kótilettufundur Þann 29 október var haldinn Kótilettufundur hjá okkur Helgafellsfélögum en þetta er almennur fundur og gestir leyfðir og að sjálfsögðu eru snæddar Lambakótilettur í raspi á gamla mátann með Ora grænum og alles. Í byrjun fundar var Óskari Þór Kristjánssyni afhent fánastöngin góða en karlinn varð fimmtugur á dögunum.  Aðalgestur þessa fundar var síðan Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu og fór hann yfir skipulagið í kringum landsliðið hvað hann og Lars leggja áherslu á við undirbúning fyrir leiki, prógrammið sé alltaf eins þannig að allir gangi að sínu hlutverki vísu, hvort sem það eru leikmenn, læknar, liðsstjórar eða hver sem er. Sömu fáu reglur gilda fyrir alla,það standa allir saman, hafa gaman að þátttökunni, vinna saman og (vonandi ekki) tapa saman.  Frábær fyrirlestur um markmiðasetningu og leiðir að árangri. Þetta var frábær fundur og allir héldu ánægðir heim eftir Kótilettufjörið. Heimir Hallgrímsson og Kári Hrafnkellsson forseti Óskar Þór og Kári Hrafnkellsson forseti

Umdæmisstjórnarfundur 14 nóv. 2015

  • 16.11.2015

Umdæmisstjórnarfundur 14 nóv. 2015

Umdæmisstjóri Gunnsteinn Björnsson setti fund stundvíslega kl.10.00 og sagði frá því að hann hefði sent samúðarkveðjur frá okkur til umdæmisstjóra í Frakklandi vegna voðarverkana sem þar hafa verið framin. Gunnsteinn fór síðan yfir sína skýrslu og hvað hefði á daga hanns drifið síðan hann tók við embætti í Vestmannaeyjum í september og síðan voru opnaðar umræðum um skýrslurnar sem nú munu birtast á innraneti kiwanis.is sem verður tekið í notkun nú í vikunni. Nokkurar umræður urðu um skýrslur sem höfðu borist rafrænt fyrir fundinn. Ragnar Örn kom í pontu í næsta lið og fór yfir starf Kynningar- og markaðsenfndar sem er að leggja úr vör með mikið og spennandi starf sem framundan er og mun Ragnar koma á Svæðisráðstefnur og kynna nefndina og væntanlegar

Kynning frá ferðanefnd !

  • 07.11.2015

Kynning frá ferðanefnd !

Umdæmisstjórn tók ákvörðun að stofna til ferðanefndar til að skipuleggja ferð á Evrópuþingið í Austurríki í sumarbyrjun 2016. Voru gömlu reynsluboltarnir Diðrik Haraldsson og Björn Baldursson fengnir til að skipa nefndina og núna strax er komin ferðatilhögun frá þeim félögum
og má sá afraksturinn hér að neðan.

Starfssamur félagsmálafundur í Skjálfanda

  • 06.11.2015

Starfssamur félagsmálafundur í Skjálfanda

Í vikunni (4. nóv.) héldum við Skjálfandafélagar fyrsta félagsmálafund vetrarins.

Styrkveiting !

  • 03.11.2015

Styrkveiting !

Mánudaginn 2.nóvember hélt Kiwanisklúbburinn Jörfi sinn 732.fund að Bíldshöfða 12.

Þetta var almennur fundur með fyrirlesara.Friðrik Hafberg formaður fjáröflunar og styrktarnefndar Jörfa afhenti 250.000 króna styrk til kaupa á kennslugögnum fyrir Setur, sérdeild Suðurlands fyrir langveik börn og tók Kristín Björk Jóhannsdóttir deildarstjóri á Setrinu við styrknum og sagði frá starfsemi þar.

 

Nýtt starfsár í Skjálfanda hafið á fullum krafti

  • 22.10.2015

Nýtt starfsár í Skjálfanda hafið á fullum krafti

Miðvikudaginn 21. október s.l. var 2. fundur starfsársins en jafnframt fyrsti almenni fundur vetrarins, haldinn að venju í Þórðarstofu.

Lambaréttakvöld Heklu og Esju

  • 18.10.2015

Lambaréttakvöld Heklu og Esju

Lambaréttakvöld Heklu og Esju var haldinn s.l. föstudagskvöld 16.október. Að venju var eldað allt sem tilheyrir lambinu. Ræðumaður kvöldsins var Guðmundur Hallvarðsson, veislustjóri var Halldór Einarsson (Henson) og uppboðshaldari var Ragnar Örn Pétursson. Skemmtikraftur Björn Bragi. Mikil stemming var í salnum, maturinn frábær, listmunauppboðið gekk

Stjórnarskipti hjá Geysi

  • 18.10.2015

Stjórnarskipti hjá Geysi

Stjórnarskipti fóru fram í Kiwanisklúbbnum Geysi í Mosfellsbæ þann. 14. október sl. Um stjórnarskiptin sá Ólafur Sveinsson svæðisstjóri Freyjusvæðis ásamt Jóhannesi Guðlaugssyni kjörsvæðisstjóra.