Jólakveðja frá umdæmisstjóra

Jólakveðja frá umdæmisstjóra


Kæru Kiwanisfélagar 

Undanfarna daga og vikur höfum við  séð á samfélagsmiðlum svo og annarstaðar að klúbbar eru að halda sína jólafundi,  fundirnir eru jafnan fjölsóttir og eru ýmsar mismunandi hefðir í  hafðar í heiðri, Það er ánægjulegt  að fylgjast með hvernig klúbbar fagna komu jóla og leiðir hugann að því samfélagi sem er meðal okkar Kiwanisfélaga  og er okkur svo mikils virði . Mjög margir klúbbar eru einnig með fjáröflun fyrir og í kring um jólahátíðina  sem er svo grunnur af starfi klúbba allt árið. Jólin eru jú oft nefnd hátíð barnanna og börn eru okkar viðfangsefni  og

annar af tveim megin póstum sem skapar grundvöllinn fyrir öllu okkar starfi  hinn pósturinn samfélagið við félagana í  klúbbunum og hreyfingunni er ekki síður mikilvægur og eigum við að leggja áherslu á að rækta hann,  finnum tækifæri til að  hittast of njóta samveru efla tengslin og  hafa gaman á fundum og í öðru því sem klúbbarnir taka sér fyrir hendur.  

 Kæru félagar  ég vil óska ykkur öllum  gleðilegra jóla og megið þið  eiga ljúfar stundir  yfir hátíðarnar, vonast til að hitta sem flesta kiwanis félaga á nýju ári 

 

Gunnsteinn Björnsson  Umdæmistjóri