Jólafundur Heklu.

Jólafundur Heklu.


Jólafundur Heklu var haldinn 15. desember á Grandhóteli.  

Hefðbundin dagskrá var að venju, jólahlaðborð, sungnir sálmar  og var mætingin óvenju góð, 52 alls, félagar og gestir. Prestur var Séra Valgeir Ástráðsson og flutti hann borðbæn og síðan hugvekju. Bent Jörgensen var heiðraður með 45 ára merkinu og tók konan hans Guðrún Jörgensen  við því, þar sem Bent var frá vegna veikinda. Að vanda var ekkjum látinna félaga boðið og píanóleikarinn

 

okkar hann Sigurður Jónsson. Nokkrir Esjufélagar mættu ásamt eiginkonum sínum

Að þessu sinni var styrkafhending og nú afhentu klúbbarnir Hekla og Esja Ljósinu, kr. 1.000.000,-.   Það var Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins sem tók við styrknum.  Hún þakkaði  fyrir fyrir hönd Ljóssins og sagði það þessi veglegi styrku kæmi sér  mjög vel.

 

Kiwanisklúbburinn Hekla óskar öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Myndir HÉR