Fréttir

Heklufélagar afhenda hjálma !

  • 25.04.2016

Heklufélagar afhenda hjálma !

Heklufélagar afhenda hjálma í Ísaksskóla. Vel tekið á móti okkur, krakkarnir kvöddu og þökkuðu fyrir sig með söng. 

Heklufélagar afhenda alls 252 hjálma í skólum Reykjavíkur og hafa fengið mismunandi móttökur.............

 

Stofnfundur Freyju á Sauðárkróki !

  • 22.04.2016

Stofnfundur Freyju á Sauðárkróki !

Það má segja að sumardagurinn fyrsti hafi verið happadagur fyrir Kiwanishreyfinguna á Íslandi þegar efnt var til stofnfundar á nýjum kvennaklúbbi á Sauðárkróki. Það eru 17 vaskar konur sem skipa þann hóp og rituðu nafn sitt á stofnskjalið. Gleði og eftirvænting ríkti í hverju andliti og eftir nokkurar umræður um nafn á hinum nýja klúbbi var afgerandi niðurstaða meða að láta hann heita Kiwanisklúbburinn Freyja.  Til stjórnar voru valdar þær Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir forseti, Sigríður Ellen Arnardóttir féhirðir og Sigríður Magnúsdóttir ritari. Umdæmisstjóri vor Gunnsteinn Björnsson stjórnaði fundi og kynnti fyrir hinum nýja klúbbi hvers

Aðalfundur Ölvers

  • 22.04.2016

Aðalfundur Ölvers

Ölversmenn héldu sinn árlega aðalfund síðastadag vetrar og var þar kosinn ný stjórn fyrir starfsárið 2016/2017 og skipa hana eftirtaldir einstaklingar:

Forseti verður Aðalsteinn Jóhannesson.

Gjaldkeri verður Björn Þór Gunnarsson.

Ritari og kjörforseti verður Gústaf Ingvi Tryggvason.

Fyrverandi forseti verður Kári Hafsteinsson.
Varaforseti verður Ólafur Guðmundsson.
Meðstjórnendur verða þeir Þórarinn F. Gylfason, Stefán Hauksson, Guðjón Ingi Daðason og Þráinn Jónsson.
Óskum við þeim

Almennur fundur í Kiwanisklúbbnum Jörfa mánudaginn 18.apríl 2016.

  • 20.04.2016

Almennur fundur í Kiwanisklúbbnum Jörfa  mánudaginn 18.apríl 2016.

Fyrirlesari kvöldsins var Snorri Baldursson líffræðingur frá Ytri-Tjörnum Í Eyjafirði.  Hann er doktor í líffræði og er nú um stundir formaður Landverndar. Gaf út 2014 bókina Lífríki Íslands sem er yfirlitsrit um lífríki Íslands, ríkulega myndskreytt með myndum höfundar.

Hjálma myndbandið !

  • 18.04.2016

Hjálma myndbandið !

 

 

Reiðhjólahjálmar

  • 18.04.2016

Reiðhjólahjálmar

Góðir gestir í heimsókn !

  • 17.04.2016

Góðir gestir í heimsókn ! Á almennum fundi fimmtudaginn 14 apríl fengum við góða gesti í heimsókn en þarna voru á ferð fulltúrar frá Kattspyrnudeild karla ÍBV, Bjarni Jóhannsson þjálfari, Alfreð Jóhannsson aðstoðarþjálfari og Óskar Jósúason framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar. Að loknu matarhléi gaf forseti gestum orðið og reið Óskar á vaðið og fór aðeins yfir starfið á komandi sumri og hvernig menn geta gerst félagar í stuðningsmannafélagi klúbbsins og hvað felst og hvað er innifalið í því að gerast félagi. Að loknu erindi Óskars tóku þeir félagar við Bjarni og Alfreð og fóru yfir leikmannamálin hverjir eru komnir til félagsins og hverjir eru farnir og áætlanir og væntingar sem gerðar eru fyrir sumarið. Að loknum fyrirlestir svöruðu þeir félagar fyrirspurnum frá félögum en þegar kemur að fótboltanum þá hafa allir skoðanir og sérfræðingar eru margir hvar sem komið er, en þeim félögum fórst þetta vel úr hendi þannig að allir voru sáttir með góðann fund. Að venju færi forseti klúbbsins gestum okkar smá þakklætisvott að loknum fundir og þökkum við Helgafellsfélagar þeim kærlega fyrir komuna og gott erindi. TS. Bjarni Jóhannsson og Alfreð Jóhannsson Óskar Jósúason    

Ólaf­ur Hand gagn­rýn­ir Reykja­vík­ur­borg

  • 17.04.2016

Ólaf­ur Hand gagn­rýn­ir Reykja­vík­ur­borg

Ólaf­ur William Hand, upp­lýs­inga­full­trúi Eim­skips, seg­ist væg­ast sagt hallæris­legt að Sigrún Björns­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi skóla- og frí­stunda­sviðs hjá Reykja­vík­ur­borg, haldi því fram að börn með hjálma sem gefn­ir eru af Kiw­an­is og Eim­skip séu gang­andi aug­lýs­ing. Þessi full­yrðing lýsi ein­fald­lega vanþekk­ingu henn­ar á mál­inu.

„Sigrún er ein af fjöl­mörg­um emb­ætt­is­mönn­um borg­ar­inn­ar sem hef­ur verið falið, und­an­far­in ár, að gagn­rýna þetta sam­fé­lags­lega verk­efni Kiw­an­is fyr­ir hönd þeirra hjá borg­inni sem ekki þora eða vilja koma fram og tjá sig um málið af ótta við að missa at­kvæði í kosn­ing­um.

Enda er sam­kvæmt könn­un sem Gallup fram­kvæmdi yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti fólks á barneign­ar­aldri í Reykja­vík fylgj­andi þess­ari gjöf frá Kiw­an­is,“ seg­ir í færslu hans á Face­book sem sjá má neðst í frétt­inni. 

Ólaf­ur seg­ir hjálm­ana vissu­lega merkta Eim­skip og seg­ir hann það gert í sam­ræmi við þær regl­ur sem um það gilda. Fram­leiðend­ur verði að merkja vör­ur sín­ar sam­kvæmt lög­um.

„Eim­skip hef­ur unnið mikla vinnu með góðri og leiðbein­andi aðstoð Neyt­enda­stofu á sín­um tíma og gætti þess að upp­fylla all­ar kröf­ur um merk­ing­ar og ör­yggi. Hjálm­arn­ir upp­fylla

Sólborg styrkir stuðningsmiðstöðina Leiðarljós

  • 15.04.2016

Sólborg  styrkir  stuðningsmiðstöðina Leiðarljós

Kiwanisklúbburinn Sólborg hélt stórglæsilegt  Kvennakvöld í byrjun mars, um 120 konur mættu enda var dagskráin afar glæsileg. Allur ágóði kvöldsins  rann til Leiðarljós, sem er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með lagvinna og sjaldgæfa sjúkdóma.  Styrkurinn var að upphæð 505.000 kr. og mun koma að góðum notum fyrir fjölskyldur barnanna.  Markmið Leiðarljóss er

Fréttatilkynning frá Kiwanisumdæminu Ísland-Færeyjar !

  • 14.04.2016

Fréttatilkynning frá Kiwanisumdæminu Ísland-Færeyjar !

Sumarið er komið!

Í meira en 10 ár hefur afhending Kiwanishjálma í grunnskólum landsins í samvinnu Eimskipa og Kiwanis verið merki um að sumarið sé í nánd. Í gær voru fyrstu hjálmarnir þetta árið afhentir 1. bekkingum  í Hörðu-vallaskóla í Kópavogi. Það voru einstaklega þakklátir 99 krakkar sem eftirvæntingarfull og glöð fengu glænýja reiðhjólahjálma í sumargjöf úr höndum félaga í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi.

 

Meðal viðstaddra voru fulltrúar Eimskipa og bæjarstjóri Kópavogs Ármann Kr. Ólafsson ásamt formanni bæjarráðs, Theodóru S. Þorsteinsdóttur. Öll hvöttu

Skjálfanda félagar heimsækja íbúa Hvamms

  • 13.04.2016

Skjálfanda félagar heimsækja íbúa Hvamms

Sunnudaginn 11. apríl s.l.  mættu félagar Skjálfanda í sína reglulegu heimsókn í Hvamm-heimili aldraðra á Húsavík.   Að venju var tilgangurinn að eiga ánægjulega samverustund með íbúum þar og spila við þá Bingo

Fréttir frá K-dagsnefnd.

  • 12.04.2016

Fréttir frá K-dagsnefnd.

Nefndina skipa Gylfi Ingvarsson  úr Hraunborg formaður 

Líney Björgvinsdóttir úr Vöruð ritari, Eiður Ævarsson úr Keili 

og Sigurður Svavarsson úr Höfða haldnir eru fundir vikulega

og er undurbúningur  kominn á fullt og búið er að taka eftir-

farandi ákvarðanir.

K-dagur 2016 verða1. til og með 10. okt. samkæmt

heimild til fjársöfnunar frá Sýslumannsembættinu á

Suðurlandi sem fer með leyfisveitingu. Styrktarverkefni verða

Fjölgun hjá Eldey kynnt.

  • 08.04.2016

Fjölgun hjá Eldey kynnt.

Á félagsmálafundi Eldeyjar sl miðvikudag var enn frekari fjölgun í klúbbnum kynnt. Von er á a.m.k þremur nýjum félögum í hópinn fyrir lok vetrarstarfs. Þetta eru ungir menn sem tilbúnir eru til að taka þátt í ögrandi verkefnum sem bíða klúbbsins. Það stærsta og viðfangsmesta er án efa ákvörðun um kolefnisbindingu í

Katla styrkir Hljóðbókasafn Íslands

  • 08.04.2016

Katla styrkir Hljóðbókasafn Íslands

Laugardagskvöldið 2 apríl var 50 ára afmælishátíð Kiwanisklúbbsins Kötlu sem hófst með gestamóttöku kl 17.00. Á hátíðinni voru m.a afhentar gjafir af tilefni afmælisins og gáfu Kötlufélagar 50 geisladiska af innlesnum bókum til Hljóðbólkasafn Íslands en þetta eru barna og unglingabækur. Þá var slökkviliðinu afhentar bangsabirgðir til að hafa í skjúkrabílum og Barnaspítala Hringsins boru afhentar birgðir af dúkkum, og einnig

Stjórnarkjörsfundur Jörfa

  • 08.04.2016

Stjórnarkjörsfundur Jörfa

Stjórnarkjörsfundur Jörfa var haldinn helgina 2. - 3. apríl á Hótel Á í Hvítársíðu.Lögðum af stað ásamt eiginkonum á laugardagsmorgun í rútu. Komum við hjá Steðja og fengum að smakka á bjórframleiðslunni  sem fór vel í mannskapinn .Á Hótel Á var tekið vel á móti okkur með kaffi og heimabökuðu brauði .Eftir hvíld tók gleðin við með góðum mat að sveitasið. Stjórnarkjörið fór fram með hefðbundnum hætti. Böðvar Eggertsson verðandi forseti sá um að kynna næstu stjórn og nefndir.Fyrirlesari kvöldsins Snorri  Jóhannesson bóndi á Augastöðum sagði okkur allt um refi .Jörfa happadrættið er engu líkt og gerði mikla lukku .Mikil ánægja var með þessa ferð og var það samdóma ákvörðun hjá okkur félögum að endurtaka þetta að ári.

Heiðar og Rökkvi í heimsókn hjá Helgafelli !

  • 03.04.2016

Heiðar og Rökkvi í heimsókn hjá Helgafelli !

Á almennum fundi þann 31 mars fengum við góða gesti í heimsókn en til okkar voru mættir Heiðar Hinriksson lögregluvarðstjóri og fíkniefnahundurinn Rökkvi. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna þjálfunarferli hundsins og stöðuna á honum í dag en Kiwanisklúbburinn Helgafell gaf lögregluembættinu í Vestmannaeyjum þennann hund fyrr á þessu ári. Þetta er þriðji hundurinn sem klúbburinn gefur embættinu og hefur þessi gjöf svo sannarlega verið happafengur fyrir samfélagið hér í Eyjum. Heiðar var  með góðann fyrirlestur um málefnið í máli og myndum og að loknum fyrirlestir svaraði Heiðar spurningum frá fundarmönnum og í lokin sótti hann hundinn Rökkva og sýndi hæfni hans við leit. Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu heimsókn og að venju færði forseti Heiðari smá þakklætisvott frá klúbbnum, og er það eindregin ósk okkar að þessi hundur eigi eftir að reynast jafn vel og hinir tveir.

Fundur nr. 741 í Kiwanisklúbbnum Jörfa haldinn í húsakynnum Lýsis hf 21.mars 2016.

  • 21.03.2016

Fundur nr. 741 í Kiwanisklúbbnum Jörfa haldinn í húsakynnum Lýsis hf 21.mars 2016.

1.    Sigursteinn forseti setti fund kl. 18:00 .  Mættir voru 26 félagar sem er met á þessu starfsári.  Forseti kynnti eina dagskrárlið fundarins, kynningu á Lýsi hf, sögu og framleiðslu. Afhenti hann Adolf  Ólasyni framkvæmdastjóra neytendavörudeildar, sem sá um kynninguna, fána Jörfa til minningar. Adolf flutti mjög áhugaverðan kynningarfyrirlestur.  Fyrirtækið var stofnað 1938 af bræðrunum Tryggva og Þórði Ólafssonum eftir hvatningu og aðstoð frá Ameríku þar sem eftirspurn var eftir gæðalýsi.  Frá upphafi hefur vinnsla á þorskalýsi verið meginstoð framleiðslunnar. Fyrst vegna vissu um A og D vítamína í lýsinu en ná síðari árin ekki síður vegna upptötvana á mikilvægi omega -3 fitusýra í lýsinu sem hefur sannast að hafa gríðarlegt gildi sem forvörn fyrir hjartasjúkdómum og reyndar fleiri kvillum.   Fyrirtækið er nú leiðandi í heiminum á framleiðslu á vörum úr fiskiolíu og selur vörur sínar til 77 landa.  Grunnurinn er fyrst og fremst þekking og vöruvöndun.

Kiwanis með í Mottumars

  • 17.03.2016

Kiwanis með í Mottumars

Krabbameinsfélag Íslands hóf Mottumars hinn 1. mars sl. og leitaði þá eftir samstarfi við Kiwanis og fleiri samtök og þjónustuklúbba um að kynna innan sinna vébanda nýtt fræðsluefni um krabbamein í blöðruhálskirtli.

Afhending fræðsluefnisins fór fram í kynningarskyni um borð í varðskipinu Þór sem sigldi með gesti stutta ferð út frá Reykjavík. 

Í björgunarboxinu sem svo er nefnt, er fræðsluefni sem vonast er til að komist á dagskrá rótarýklúbbanna. Þannig læri fólk að þekkja einkenni og orsakir krabbameins í blöðruhálskirtli. Það tekur aðeins um 10-15 mínútur að sýna myndefnið og skoða bæklingana. Áhöfn varðskipsins og fulltrúar frá Rótarý, Lions. Kiwanis, Oddfellow o.fl. fengu afhent box með fræðsluefninu.

Kynningarfundur Skjálfanda !

  • 16.03.2016

Kynningarfundur Skjálfanda !

Hér er auglýsing sem við Skjálfandafélagar erum að setja í bæjarskrána vegna kynningarfundar Kiwanisklúbbsins Skjálfanda fimmtudaginn 17 mars.  Við fáum vonandi áhugasama aðila til að kíkja á fund til okkar, fræðast um Kiwanis starfið og hvað við í Skjálfanda erum að gera fyrir okkar samfélag. 

Við bindum vonir við að þetta gangi vel hjá okkur.

Almennur fundur með fyrirlesara.

  • 09.03.2016

Almennur fundur með fyrirlesara.

Fundur nr. 740 í Kiwanisklúbbnum Jörfa haldinn 7.mars að Bíldshöfða 12.      Þetta var almennur fundur með hefðbundni dagskrá og fyrirlesara.Friðjón Hallgrímsson kynnti ræðumann kvöldsins, Þröst Sigtryggsson skipherra.  Hann er skólastjórasonur frá Núpi þar sem hann ólst upp.  Leiddist fremur skólaseta og valdi sér ævistarf  sem ekki krafðist langskólagöngu. Fór á sjóinn og lærði til skipsstjórnar og gætti landhelginnar, lengi sem skipherra. Þröstur sagði frá nokkrum félögum sínum í Gæslunni svo sem skipherrunum  Gunnari Gíslasyni og Eiríki Kristóferssyni og Steingrími Matthíassyni loftskeytamanni. Einnig af skemmtilegum Eyjamönnum og jafnvel Englandsdrottningu. Þrátt fyrir hæglátan  og  prúðan frásagnarmáta Þrastar voru sögurnar með þeim hætti að fundarmönnum gekk illa að ná af sér brosinu að loknum fyrirlestri.     Þakkaði forseti Þresti  fyrir skemmtunina og færði honum fána félagsins, en Þröstur færði klúbbnum geisladisk með eigin lögum, en hann er þekktur harmóníkuleikari. GHG