Stofnfundur Freyju á Sauðárkróki !

Stofnfundur Freyju á Sauðárkróki !


Það má segja að sumardagurinn fyrsti hafi verið happadagur fyrir Kiwanishreyfinguna á Íslandi þegar efnt var til stofnfundar á nýjum kvennaklúbbi á Sauðárkróki. Það eru 17 vaskar konur sem skipa þann hóp og rituðu nafn sitt á stofnskjalið. Gleði og eftirvænting ríkti í hverju andliti og eftir nokkurar umræður um nafn á hinum nýja klúbbi var afgerandi niðurstaða meða að láta hann heita Kiwanisklúbburinn Freyja.  Til stjórnar voru valdar þær Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir forseti, Sigríður Ellen Arnardóttir féhirðir og Sigríður Magnúsdóttir ritari. Umdæmisstjóri vor Gunnsteinn Björnsson stjórnaði fundi og kynnti fyrir hinum nýja klúbbi hvers

væri að vænta og hvað þyrfti að gera,  ásamt því að fylla út þá pappíra er þarft  á svona stundu.

All nokkrir félagar ú Kiwanisklúbbnum Drangey sátu fundinn dömunum til heiðurs.

Það var gaman að sjá geyslandi áhuga og framtíðarsýn þeirra og hétu þær því að verða orðnar 24 í haust er fullgilding verður og þar með 1 fleiri en móðurklúbburinn Drangey og var fyrsti fundur ákveðin nk. miðvikudag þann 27 apríl til að koma starfinu af stað.

Það má óska Umdæmisstjóranum ásamt hreyfngunni til hamingju, og svo auðvitað hinum föngulega hópi ungra kvenna sem eru að koma með stormandi áhuga inn í hreyfinguna.

Já sumarið byrjaði sannarlega vel í Skagafirðinum.