Fréttir

Flugeldasýning Heklu hjá Hrafnistuheimilunum

  • 08.01.2017

Flugeldasýning Heklu hjá Hrafnistuheimilunum

Eins og undanfarin ár, eða áratugi, var Kiwanisklúbburinn Hekla með flugeldasýningu í samstarfi við Björgunarsveitina Ársæl hjá Hrafnistuheililunum í Hafnarfirði og við Laugárás í Reykjavík.   Þetta hefur verið árviss viðburður á Þrettándanum og verið vel tekið af vistmönnum þessara heimila.  Eins og ávallt áður, þá var

Heimsókn á Hraunbúðir

  • 06.01.2017

Heimsókn á Hraunbúðir

Að venju mættu félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli  í heimsókn á Hraunbúðir að morgni aðfangadags en þetta höfum við félagar gert frá því að Hraunbúðir tóku til starfa. Þegar heimilisfólk Hraunbúða hafði safnast saman í matsal las Andrés Sigurðsson forseti uppúr jólaguðspjallinu eins og venja er og að sjálfsögðu voru tveir kátir Jólasveinar með í för  og færðu heimilisfólki jólasælgætisöskjur frá klúbbnum og endað var á því að syngja Heims um Ból við undirleik Svavars Steingrímssonar. Hjá mörgum okkar er þessi heimsókn hluti af jólahaldinu, já það er gaman að gefa af sér.  

Inntaka nýrra félaga í Heklu !

  • 02.01.2017

Inntaka nýrra félaga í Heklu !

Fjórir nýjir félagar voru teknir inn í Kiwanisklúbbinn Heklu á fundi á Gamlársdag.  Heklufélagar eru vanir að hittast í hádeginu á Gamlársdag og undanfarin ár hefur þessi áramótafundur verið haldinn í boði félaga okkar Magnúsar Jónssonar í húskynnum fyrirtækis hans, Garra ehf.  
 
Að þessu sinni var tilefnið notað til að taka inn nýja félaga og var það Eyjólfur Sigurðsson fyrrum heimsforseti sem

Fréttabréf Hraunborgar

  • 30.12.2016

Fréttabréf Hraunborgar

Nú er komið út 19 fréttabréf Kiwanisklúbbsins Hraunborg í Hafnarfirði, en þeir eru ötulir að gefa út fréttir frá þeirra góða starfi en bréfið má nálgast hér að neðan.

 

Samantekt á helstu niðurstöðum stefnumótunarþings umdæmisins

  • 28.12.2016

Samantekt á helstu niðurstöðum  stefnumótunarþings umdæmisins

Í nóvember var haldið stefnumótunarþing á Hótel Hafnarfirði sem Kiwanisklúbbum á Íslandi var boðið til undir yfirskriftinni  "Á-ætlun" um betra umdæmi“  Þátttaka var góð, nálægt 60 fulltrúar frá rúmlega 20 klúbbum mættu og tóku virkann þátt í umræðum og hugmyndavinnu. Lofað var af undirbúningsnefnd að niðurstöður yrðu klárar fyrir jól og stóðst það, en samantektin var send út í klúbbana fyrir jól, en nú

Fullt hús á jólaballi Eldeyjar 2016.

  • 23.12.2016

Fullt hús á jólaballi Eldeyjar 2016.

 Það var mikið sungið og dansað með jólasveininum sem leit óvænt við.  Jólasveinninn sýndi spenntum börnum ótrúleg töfrabrögð og deildi síðan út gjöfum.  Vel heppnaður dagur Kiwanisfjölskyldunar í Kópavogi!

Kiwanisklúbburinn Esja styrkir BUGL

  • 22.12.2016

Kiwanisklúbburinn Esja styrkir BUGL

Föstudaginn 9. desember sl. afhenti Kiwanisklúbburinn Esja fjórar milljónir til BUGL. Forseti Esju Guðmundur Baldursson afhenti þeim Unni Hebu Steingrímsdóttur og Höllu Skúladóttur áritaðan skjöld með textanum sem hér fylgir með. Esjufélagar eru ánægðir og stoltir yfir þannig létt undir starfið á þessari frábæru stofnun. Kærar þakkir til allra þeirra sem lögðu okkur lið

Jólafundur Helgafells og Sinawik.

  • 20.12.2016

Jólafundur Helgafells og Sinawik.

Jólafundur Kiwanis og Sinawik var haldinn þann 10. des síðastliðinn.  Forseti setti fund kl 20:00 og fór yfir afmælisdaga félaga áður en ráðist var á glæsilegt jólahlaðborð þeirra Sinawik kvenna og er óhætt að segja að borðið hafi svignað undan kræsingum.  Að mat loknum flutti séra Viðar Stefánsson jólahugvekju sem fór vel í mannskapinn og svo var komið að eftirrétt.  Þá var komið að því að gera  Svavar Steingrímsson að heiðursfélaga Helgafells og er hann vel að því kominn eftir að hafa starfað í klúbbnum síðan 1974.  Þá tók við fjöldasöngur og að honum loknum spilaði Jarl Sigurgeirsson nokkur jólalög áður en forseti flutti okkur jólasögu sína um "Giljagaur í kröppum sjó".  Að sögu lokinni var fundi slitið og Kiddi Gogga ásamt Halli Bedda voru með hið rómaða jólabingó og að því loknu fór fólk að tínast heim. Andrés forseti heiðrar Svavar Svavar Steingrímsson orðinn heiðursfélagi í Helgafelli. Þessir stjórnuðu Jólabingói  f.v Haraldur Bergvinsson og Kristján Georgsson

Jólakveðja frá Óðinssvæði !

  • 20.12.2016

Jólakveðja frá Óðinssvæði !

Mikið starf í desember.

  • 20.12.2016

Mikið starf í desember. Aðventan er mjög annasöm hjá okkur Helgafellsfélögum og mikið um að vera í starfi og leik. Við byrjum ávalt á Hraunbúðum Dvalarheimili Aldraðra og skreytum þar hátt og lágt og komum heimilinu í jólabúning en þetta hefur klúbburinn gert frá því heimilið var byggt, síðar á aðventunni eða á Aðfangadag þá heimsækjum við heimilisfólk Hraunbúða og gefum þeim jólasælgæti og syngjum sálma. Þann 8 desember komum við saman í húsinu okkar til að pakka jólasælgætinu okkar sem við hefjum síðan sölu á en sá hátturinn er á að  við göngum í öll hús bæjarinns til að selja því jú þetta er okkar aðal fjáröflun. Það er ávalt mikið líf á verkstæði jólasveinsins þegar félagar ásamt börnum, barnabörnum, vinum og ættingjum koma saman til pökkunar eins og má ímynda sér en pökkunin tekur yfirleitt ekki meira en klukkustund með góðri skipulagningu. Það er síðan margt framundan, sameiginlegur jólafundur með Sinawikkonum á laugardaginn og síðan 27 des er jólatrésskemmtun í húsinu okkar. TS. Myndir má nálgast HÉR Myndband má nálgast HÉR

Fullt hús á Jólaballi Eldeyjar í Kópavogi

  • 20.12.2016

Fullt hús á Jólaballi Eldeyjar í Kópavogi

Fullt hús á jólaballi Kiwanisklúbbsins Eldey, Kópavogi 2016. Mikið dansað og sungið. Gleðileg jól.
The clubhouse of KC Eldey was today full of children and family at the annual children's Christmas dans. Santa came by and got all the children to sing and dans around the Christmas tree. A great day for our Kiwanis family. Merry Christmas

Jólafundur Heklu.

  • 19.12.2016

Jólafundur Heklu.

Kiwanisklúbburinn Hekla hélt jólafund sinn á Grand Hótel á föstudaginn 16. Desember.  Á fundinum var Íþróttasambandi fatlaðra afhentur styrkur frá Kiwanisklúbbunum Heklu og Esju að upphæð ein milljón króna.  Að stofni til var styrkurinn afrakstur fjáröflunar á Lambaréttadeginum, sem lengi hefur verið árleg fjáröflunarsamkoma Heklu og nú síðari ár með þátttöku Esju.  Það voru Sigurður R Pétursson, forseti Heklu og Guðmundur Baldursson, forseti Esju sem afhentu styrkinn en fyrir hönd Íþróttasambands fatlaðra hafði verið boðið framkvæmdastjóra sambandsins og

Haustfréttir af starfi Kiwanisklúbbsins Þyrils.

  • 16.12.2016

Haustfréttir af starfi Kiwanisklúbbsins Þyrils.

Ný stjórn tók til starfa í Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi þann 1. október sl. Þar með hófst 47. starfsár klúbbsins, en hann var stofnaður árið 1970. Núverandi forseti klúbbsins er Sigursteinn Hákonarson. Fjöldi félaga er núna 30. Klúbburinn heldur fundi sína í Safnaskálanum við Byggðasafnið að Görðum.

Helsti verkefni Þyrils á þessu hausti hafa verið sala á K-lyklinum, til styrktar geðsjúkum. Að þessu sinni var sala lykilsins hér í bæ gerð í samvinnu við Foreldrafélag 3. flokks karla í knattspyrnu, sem Þyrill styrkti vegna sölunnar.

Í allmörg ár hefur klúbburinn séð um upplýsingaskilti fyrir ferðamenn, sem staðsett var við

Kiwanisklúbburinn Elliði styrkir Maríuhús

  • 12.12.2016

Kiwanisklúbburinn Elliði styrkir Maríuhús

Síðastliðinn þriðjudag, þann 6. desember komu félagar í Kiwanisklúbbnum Elliða færandi hendi í Maríuhús. Þeir gáfu húsinu rennibekk og tifsög í nýtilkomið smíðahorn hússins. Erla Alfreðsdóttir, iðjuþjálfi, átti frumkvæðið að því að útbúa smíðahorn til að auka fjölbreytni í daglegri iðju.
 
Vilhjálmur Guðbjartsson, félagi í Kiwanisklúbbnum Elliða er jafnframt notandi Maríuhúss og því var ákveðið að fara þess á leit við klúbbinn að styrkja starfsemina með

Skógarhögg hafið hjá Kiwanisklúbbnum Ós

  • 11.12.2016

Skógarhögg hafið hjá Kiwanisklúbbnum Ós

Á þessu starfsári heldur Kiwanisklúbburinn Ós upp á 30 ára afmæli. Starfsemin hófst á stjórnarskiptafundi í Pakkhúsinu þar sem Haukur Sveinbjörnsson umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar kom og sá um stjórnarskiptin. Honum til aðstoðar var umdæmisritari Sigurður Einar Sigurðsson en báðir eru félagar í Ós. Þess má nefna að það sem af er ári hafa fimm nýir félagar gengið í klúbbinn. Stjórn styrktarnefndar Kiwanisklúbbsins Óss hefur samþykkt að Ós styrki tíu fjölskyldur í samstarfi viðSamfélagssjóð Hornafjarðar. Styrktarsjóður Óss gefur

Svæðisráðstefna í Ægissvæði 3.desember

  • 03.12.2016

Svæðisráðstefna í Ægissvæði 3.desember

Þann 3. desember var svæðisráðstefna Ægissvæðis.  Var hún mjög vel sótt og fundurinn var bæði góður og gagnlegur.   Kiwanisklúbburinn Eldborg sá um fundinn að þessu sinni og það verður erfitt að toppa það glæsilega morgunverðarhlaðborð sem var þar í boði.  Forsetar lásu skýrslur, en þar var afturhvarf til fortíðar og forsetar voru beðnir um að koma með skýrslur á blaði eins og var gert hér áður fyrr.  Sýndist mér það mælast bara vel fyrir.  Gott gengi er í svæðinu en þrír klúbbar eru orðnir fremur fámennir en ekki var annað að sjá en þeir ætluðu að snúa vörn í sókn því þeir hafa ákveðið sameiginlegan fund eftir áramót.  Það er mikil hvatning fyrir fámennari klúbba að

Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur !

  • 30.11.2016

Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur !

Fimmtudaginn 24 nóvember var hinn árlegi Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur hjá Helgafelli en þessari hefð var komið á fyrir nokkuru. Fundur var settur kl 19,30 og að loknum venjulegum fundarstörfum var tekið matarhlé og gæddu menn sér á steiktum saltfiski að spænskum hætti frá Veisluþjónustu Einsa Kalda og rann þessi dýrindis fiskur ljúflega niður. Að loknu matarhléi kom bruggmeistarinn okkar frá Brothers Brewery Jóhann Ólafur Guðmundsson í pontu og kynnti nokkurar jólabjórtegundur og fengu menn atkvæðaseðla til að gefa bjórunum einkun frá einum upp í fimm, og var ekki annað að sjá en menn væru ánægðir með jólabjórinn í ár.
 
Að þessu loknu stigu tveir tónlistarmenn úr Eyjum þeir Sæþór Vídó Þorbjarnarson og Gísli Stefánsson á stokk og hófu kynningu á nýútkomnum geisladiski sem ber nafnið “ Í skugga meistara yrki ég ljóð” en þessi diskur hefur að geyma lög og texta eftir Eyjafólk og er ekki annað að heyra að útkoman sé góð. Þeir félagar sögðu frá diskinum og höfundum á glæru sýningu og að sjálfsögðu voru gítararnir með í ferð og léku þeir og sungu nokkur lög við góðar undirtektir fundarmanna og gesta. Að loknu erindi þeirra félaga færði forseti þeim smá bókargjöf sem þakklætisvott frá Helgafellsfélögum og berum við þeim ásamt Ölgerðinni og Jóhanni Guðmundssyni bestu þakkir fyrir góðann og

Flugeldasalan hefst í dag

  • 28.11.2016

Flugeldasalan hefst í dag  Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjálfanda hefst í dag (miðvikudag 28. des). Salan verður í Fjörunni við Húsavíkurhöfn, opið 13:00 - 21:00.

Umdæmisstjórnarfundur.

  • 26.11.2016

Umdæmisstjórnarfundur.

Umdæmisstjórnarfundur 26 nóvember 2016

Haukur umdæmisstjóri setti fund kl 10.oo og tilkynnti að hann myndi keyra fundinn áfram og í stað þess að taka matarhlé yrði borðað eftir fundinn vegna þess að menn þurfa að komast til síns heima .  Fundurinn hófst á kynningu fundarmanna sem koma víða að. Haukur hóf síðan skýrsluliðinn á sinni skýrslu og stiklaði á stóru yfir starfið og það sem búið er verið að gerast hjá honum síðan hann tók við embætti Umdæmisstjóra. Sigurður Einar Umdæmisritari kom næstur með úrdrátt úr sinni skýrslu, en þess er vert að geta að allar skýrslur stjórnar og nefndarmanna munu birtast hér á vefnum um leið og fundagerðin er klár. Magnús Umdæmisféhirðir kom næstur og sagði að ársreinkningur síðasta starfsárs fylgir hanns skýrslu og er búið að senda hann til endurskoðunar, Magnús fór lauslegar yfir fjármálin og hanns starf og er ekki að sjá annað en