Fréttir

Kvennakvöld Kiwanisklúbbsins Sólborgar

 • 13.02.2017

Kvennakvöld Kiwanisklúbbsins Sólborgar

Kvennakvöld Kiwanisklúbbsins Sólborgar til styrktar Rjóðrinu verður haldið 3. mars í Hamarsal Flensborgarskólans í Hafnarfirði
Húsið olpnar klo 19.00 en formleg dagskrá byrjar kl 20.00 Miðaverð er 4.000-
Sjá meira neðar

Síldarkvöld Kiwanisklúbbsins Skjaldar í Fjallabyggð

 • 13.02.2017

Síldarkvöld Kiwanisklúbbsins Skjaldar í Fjallabyggð

Síldarkvöld Kiwanisklúbbsins Skjaldar í Fjallabyggð er fyrirhugaður laugardaginn 6. maí.
Við viljum bjóða sem flestum að koma í heimsókn til okkar. Verið er að undirbúa dagskrá og allar ábendingar eru vel þegnar.
Vonum að kiwinisfélagar kynni þetta á fundum hjá sér, en með skráningu er hægt að hringja í Svein Aðalbjörns. Sími: 861-9237 eða á netfangið sveinn@rammi.is
Kv. Kiwanisfélagar Skjaldar

Minning !

 • 08.02.2017

Minning !

Ágætu Kiwanisfélagar.
Mig langar aðeins að stinga niður penna,í minningu okkar ágætis félaga,Þórólfs Jónssonar, úr Kivanisklúbbnum Kaldbak Akureyri
en hann lést miðvikudaginn 1.febrúar, að heimili sínu Hánefsstöðum í Svarfaðardal.
Þórólfur var frá Ysta- Hvammi í Þingeyjarsveit,fæddur 4. maí 1941.
Þórólfur var gegnheill Kiwanismaður,góður félagi og skemmtilegur,
hagyrðingur af bestu gerð og liðtækur harmonikkuleikari.
Ég kallaði Þórólf oft Kiwanismann no.1, endalaust vakinn og sofinn
yfir velferð þeirra klúbba sem

Þorrablót Helgafells 2017

 • 22.01.2017

Þorrablót Helgafells 2017 Í gærkvöldi laugardaginn 21 janúar var haldið Þorrablót í Kiwanishúsinu, en um hundrað og tuttugu  manns mættu á blótið félagar og gestir þeirra. Þeir eru búnir að vera önnum kafnir félagarnir í Þorrablótsnefndinni og skemmtinefnd síðastliðnar tvær vikur og mikið búið að áorka eins og árngurinn sýndi í gærkvöldi. Formaðurinn Sigvard Hammer setti fagnaðinn og fékk síðan veislustjórn í hendurnar á skemmtinefndarmanninum Ragnari Þór sem fórst starfið vel úr hendi. Boðið var uppá dýrindis þorrahlaðborð með öllu tilheyrandi sem nefndarmenn sáu alfarið um undir dyggri stjón Gríms Gíslasonar. Frábær skemmtiatriði voru í boði m.a grinsketsar, sprurningarkeppni sem var með nýju sniði en hún var rarfræn og svarað fólk með símum sínum, skemmtilegt form, félagarnir Ragnar og Kristján léku síðan tvílimað á píanó eins og sjá má á myndbandi hér að neðan, það var síðan hljómsveitin Bakaríið frá Hveragerði sem sá síðan um að leika undir dansi fram á nótt. Frábært Þorrablólt og þökkum við öllum þeim sem komu að þessu á einn eða annann hátt. Myndband má nálgast HÉR Myndir má nálgast HÉR

Íslenskir fulltrúar á auka Evrópuþingi.

 • 15.01.2017

Íslenskir fulltrúar á auka Evrópuþingi.

Íslenskir fulltrúar ásamt heimsforseta Kiwanis Jane Erickson á auka Evrópuþingi í Lúxemborg 
Icelandic delegates at an extra Europian convention in Luxembourg with World President Jane Erickson

Almennur fundur fyrirlesari og silfurstjarna

 • 14.01.2017

Almennur fundur fyrirlesari og silfurstjarna

Almennur fundur Jörfa 9.janúar 2017Böðvar forseti kynnti fyrirlesarann, Kristínu Lindu Jónsdóttur sálfræðing .  Hún væri sveitastúlka úr Fnjóskadalnum síðar kúabóndi í mörg ár sem fór síðan að læra sálfræði og væri nú ritstjóri og sjálfstætt starfandi sálfræðingur.

Kiwanisklúbburinn Elliði styrkir Íþróttafélagið Ösp.

 • 11.01.2017

Kiwanisklúbburinn Elliði styrkir Íþróttafélagið Ösp.

Kiwanisklúbburinn Elliði hefur undanfarin ár styrkt Íþróttafélgið Ösp með því að leggja til alla verðlaunapeninga og bikara sem eru afhentir hjá Íþróttafélaginu.
Áður fyrr sáu Elliðafélagar einnig um tímatöku á

Flugeldasýning Heklu hjá Hrafnistuheimilunum

 • 08.01.2017

Flugeldasýning Heklu hjá Hrafnistuheimilunum

Eins og undanfarin ár, eða áratugi, var Kiwanisklúbburinn Hekla með flugeldasýningu í samstarfi við Björgunarsveitina Ársæl hjá Hrafnistuheililunum í Hafnarfirði og við Laugárás í Reykjavík.   Þetta hefur verið árviss viðburður á Þrettándanum og verið vel tekið af vistmönnum þessara heimila.  Eins og ávallt áður, þá var

Heimsókn á Hraunbúðir

 • 06.01.2017

Heimsókn á Hraunbúðir

Að venju mættu félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli  í heimsókn á Hraunbúðir að morgni aðfangadags en þetta höfum við félagar gert frá því að Hraunbúðir tóku til starfa. Þegar heimilisfólk Hraunbúða hafði safnast saman í matsal las Andrés Sigurðsson forseti uppúr jólaguðspjallinu eins og venja er og að sjálfsögðu voru tveir kátir Jólasveinar með í för  og færðu heimilisfólki jólasælgætisöskjur frá klúbbnum og endað var á því að syngja Heims um Ból við undirleik Svavars Steingrímssonar. Hjá mörgum okkar er þessi heimsókn hluti af jólahaldinu, já það er gaman að gefa af sér.  

Inntaka nýrra félaga í Heklu !

 • 02.01.2017

Inntaka nýrra félaga í Heklu !

Fjórir nýjir félagar voru teknir inn í Kiwanisklúbbinn Heklu á fundi á Gamlársdag.  Heklufélagar eru vanir að hittast í hádeginu á Gamlársdag og undanfarin ár hefur þessi áramótafundur verið haldinn í boði félaga okkar Magnúsar Jónssonar í húskynnum fyrirtækis hans, Garra ehf.  
 
Að þessu sinni var tilefnið notað til að taka inn nýja félaga og var það Eyjólfur Sigurðsson fyrrum heimsforseti sem

Fréttabréf Hraunborgar

 • 30.12.2016

Fréttabréf Hraunborgar

Nú er komið út 19 fréttabréf Kiwanisklúbbsins Hraunborg í Hafnarfirði, en þeir eru ötulir að gefa út fréttir frá þeirra góða starfi en bréfið má nálgast hér að neðan.

 

Samantekt á helstu niðurstöðum stefnumótunarþings umdæmisins

 • 28.12.2016

Samantekt á helstu niðurstöðum stefnumótunarþings umdæmisins

Í nóvember var haldið stefnumótunarþing á Hótel Hafnarfirði sem Kiwanisklúbbum á Íslandi var boðið til undir yfirskriftinni  "Á-ætlun" um betra umdæmi“  Þátttaka var góð, nálægt 60 fulltrúar frá rúmlega 20 klúbbum mættu og tóku virkann þátt í umræðum og hugmyndavinnu. Lofað var af undirbúningsnefnd að niðurstöður yrðu klárar fyrir jól og stóðst það, en samantektin var send út í klúbbana fyrir jól, en nú

Fullt hús á jólaballi Eldeyjar 2016.

 • 23.12.2016

Fullt hús á jólaballi Eldeyjar 2016.

 Það var mikið sungið og dansað með jólasveininum sem leit óvænt við.  Jólasveinninn sýndi spenntum börnum ótrúleg töfrabrögð og deildi síðan út gjöfum.  Vel heppnaður dagur Kiwanisfjölskyldunar í Kópavogi!

Kiwanisklúbburinn Esja styrkir BUGL

 • 22.12.2016

Kiwanisklúbburinn Esja styrkir BUGL

Föstudaginn 9. desember sl. afhenti Kiwanisklúbburinn Esja fjórar milljónir til BUGL. Forseti Esju Guðmundur Baldursson afhenti þeim Unni Hebu Steingrímsdóttur og Höllu Skúladóttur áritaðan skjöld með textanum sem hér fylgir með. Esjufélagar eru ánægðir og stoltir yfir þannig létt undir starfið á þessari frábæru stofnun. Kærar þakkir til allra þeirra sem lögðu okkur lið

Jólafundur Helgafells og Sinawik.

 • 20.12.2016

Jólafundur Helgafells og Sinawik.

Jólafundur Kiwanis og Sinawik var haldinn þann 10. des síðastliðinn.  Forseti setti fund kl 20:00 og fór yfir afmælisdaga félaga áður en ráðist var á glæsilegt jólahlaðborð þeirra Sinawik kvenna og er óhætt að segja að borðið hafi svignað undan kræsingum.  Að mat loknum flutti séra Viðar Stefánsson jólahugvekju sem fór vel í mannskapinn og svo var komið að eftirrétt.  Þá var komið að því að gera  Svavar Steingrímsson að heiðursfélaga Helgafells og er hann vel að því kominn eftir að hafa starfað í klúbbnum síðan 1974.  Þá tók við fjöldasöngur og að honum loknum spilaði Jarl Sigurgeirsson nokkur jólalög áður en forseti flutti okkur jólasögu sína um "Giljagaur í kröppum sjó".  Að sögu lokinni var fundi slitið og Kiddi Gogga ásamt Halli Bedda voru með hið rómaða jólabingó og að því loknu fór fólk að tínast heim. Andrés forseti heiðrar Svavar Svavar Steingrímsson orðinn heiðursfélagi í Helgafelli. Þessir stjórnuðu Jólabingói  f.v Haraldur Bergvinsson og Kristján Georgsson

Jólakveðja frá Óðinssvæði !

 • 20.12.2016

Jólakveðja frá Óðinssvæði !

Mikið starf í desember.

 • 20.12.2016

Mikið starf í desember. Aðventan er mjög annasöm hjá okkur Helgafellsfélögum og mikið um að vera í starfi og leik. Við byrjum ávalt á Hraunbúðum Dvalarheimili Aldraðra og skreytum þar hátt og lágt og komum heimilinu í jólabúning en þetta hefur klúbburinn gert frá því heimilið var byggt, síðar á aðventunni eða á Aðfangadag þá heimsækjum við heimilisfólk Hraunbúða og gefum þeim jólasælgæti og syngjum sálma. Þann 8 desember komum við saman í húsinu okkar til að pakka jólasælgætinu okkar sem við hefjum síðan sölu á en sá hátturinn er á að  við göngum í öll hús bæjarinns til að selja því jú þetta er okkar aðal fjáröflun. Það er ávalt mikið líf á verkstæði jólasveinsins þegar félagar ásamt börnum, barnabörnum, vinum og ættingjum koma saman til pökkunar eins og má ímynda sér en pökkunin tekur yfirleitt ekki meira en klukkustund með góðri skipulagningu. Það er síðan margt framundan, sameiginlegur jólafundur með Sinawikkonum á laugardaginn og síðan 27 des er jólatrésskemmtun í húsinu okkar. TS. Myndir má nálgast HÉR Myndband má nálgast HÉR

Fullt hús á Jólaballi Eldeyjar í Kópavogi

 • 20.12.2016

Fullt hús á Jólaballi Eldeyjar í Kópavogi

Fullt hús á jólaballi Kiwanisklúbbsins Eldey, Kópavogi 2016. Mikið dansað og sungið. Gleðileg jól.
The clubhouse of KC Eldey was today full of children and family at the annual children's Christmas dans. Santa came by and got all the children to sing and dans around the Christmas tree. A great day for our Kiwanis family. Merry Christmas

Jólafundur Heklu.

 • 19.12.2016

Jólafundur Heklu.

Kiwanisklúbburinn Hekla hélt jólafund sinn á Grand Hótel á föstudaginn 16. Desember.  Á fundinum var Íþróttasambandi fatlaðra afhentur styrkur frá Kiwanisklúbbunum Heklu og Esju að upphæð ein milljón króna.  Að stofni til var styrkurinn afrakstur fjáröflunar á Lambaréttadeginum, sem lengi hefur verið árleg fjáröflunarsamkoma Heklu og nú síðari ár með þátttöku Esju.  Það voru Sigurður R Pétursson, forseti Heklu og Guðmundur Baldursson, forseti Esju sem afhentu styrkinn en fyrir hönd Íþróttasambands fatlaðra hafði verið boðið framkvæmdastjóra sambandsins og