Fréttir

Umdæmisstjórnarfundur föstudaginn 22 september 2017

 • 22.09.2017

Umdæmisstjórnarfundur föstudaginn 22 september 2017

Dagskrá Umdæmisþings á Akureyri hófst með stuttum Umdæmisstjórnarfundi í Íþróttahöllinni á Akureyri kl 09.30. Haukur Umdæmisstjóri bauð alla velkomna og sérstaklega erlendu gestina þá Sjöerd Timmermans forseta KIEF og Terje Kristian Thörring Christensen Umdæmisstjóra Norden og gaf þeim orðið þar sem þeir kynntu sig fyrir fundarmönnum, Haukur fór létt yfir það sem væri á döfinni á helginni og kynnti nýtt

Samstarfssamningur við JCI undirritaður !

 • 18.09.2017

Samstarfssamningur við JCI undirritaður !

Sunnudaginn 17 september kl 17.00 var undirritaður samstarfssamningur við JCI að vikðstöddum aðilum frá báðum hreyfingum. Undirritunin frór fram í Kiwanissalnum að Bíldshöfða 12 og er gildistími samningsins 5 ár en samningin má sjá í heild sinni hér að neðan. Það var Haukur Sveinbjörnsson Umdæmisstjóri og Svava Arnardóttir Landsforseti JCI sem undirrituðu samninginn.

Makaferð !

 • 14.09.2017

Makaferð !

Í tengslum við Umdæmisþingið á Akureyri verður ferð fyrir maka Kiwanisfélaga laugardaginn 23.09. Farið verður í rútu frá Íþróttahöllinni kl. 13.00 og  Hótel Kjarnalundi kl. 13.15. Ekið verður um innanverðan Eyjafjörð með viðkomu í Smámunasafninu sem er einstakt í 

Dagskrá þings 2017

 • 30.08.2017

Dagskrá þings 2017

Þá er dagskrá þings á Akureyri 22 til 23 september n.k klár og kominn í birtinu á þingvegnum okkar, einnig er hægt að nálgast hana hér að neðan bæði á íslensku og ensku.

Landsmót Kiwanis í Golfi úrslit !

 • 31.07.2017

Landsmót Kiwanis í Golfi úrslit !

Landsmót Kiwanis í golfi var  haldið á Þorlákshafnarvelli í gær sunnudaginn 30. júlí.  Leikinn var höggleikur með og án forgjafar fyrir Kiwanisfélaga og punktakeppni fyrir gesti.
Úrslit mótsins má sjá hér að neðann.

Kveðja frá Helgafelli

 • 29.07.2017

Kveðja frá Helgafelli Fallinn er frá Einar Magnús Erlendsson, sem var einn af stofnfélögum Kiwanisklúbbsins Helgafells í Vestmannaeyjum. Klúbburinn var stofnaður árið 1967 af mörgum dugmiklum Eyjamönnum, en klúbburinn er 50 ára á þessu ári og sá þriðji elsti á landinu. Starfið hefur verið mikið í gegnnum árin og lét Einar sitt ekki eftir liggja. Þeir voru stórhuga sporgöngumennirnir í klúbbnum, keyptu hús undir starfið, sem varð fyrsta Kiwanishúsið í Evrópu. Í Heimeyjargosinu 1973 fór húsið undir hraun og eyðilagðist. Menn brettu upp ermar keyptu hálfbyggð hús og fullgerðu það síðan. Það reyndi mikið á menn í allri þessari starfsemi og naut klúbburinn þá vel að Einar var húsgagnasmiður, jafnvígur á alla innréttingarsmíði sem og til annarra verka. Einar gegndi mörgum  trúnaðarstörfum og stjórnarstörfum frá árinu 1968 til 1999 og var Einar forseti klúbbsins árið 1981. Klúbburinn á Einari mikið að þakka og það er ekki síst fyrir félaga eins og hann að klúbburinn er stærsti allra Kiwanisklúbba í Evrópu og þó víðar væri leitað. Einar var sæmdur Gullstjörnu sem stofnfélagi þegar klúbburinn var 40 ára og gerður að Heiðursfélaga þegar hann varð áttræður. Á þessum tímamótum kveðjum við góðan vin og félaga, sem við vilum þakka af alhug fyrir hans góða starf fyrir klúbbinn og samfélagið, sem og ánægjulega samfylgd alla tíð. Hugur okkar er hjá fjölskyldu Einars, sem að stórum hluta hefur einnig komið að starfi klúbbsins. Elsku Ása og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur og blessa. Minningin um góðan félaga og vin mun lifa. Blessuð sé minning Einars Magnúsar Erlendssonar. Kiwanisfélagar í Helgafelli.  

Góðgerðargolfmót Eldeyjar 2017

 • 21.07.2017

Góðgerðargolfmót Eldeyjar 2017

Góðgerðargolfmótið var haldið í níunda sinn 15. júni síðastliðinn. Eins og undanfarin ár rennur allur ágóði af mótinu til Ljóssins. Sigurvegarar voru þau Tómas Hallgrímsson og Ragnheiður Sigurðardóttir sem kepptu fyrir Sóma.

Ferðalýsing Frakklandsferðar (Gylfi Ingvarsson)

 • 18.07.2017

Ferðalýsing Frakklandsferðar (Gylfi Ingvarsson)

Dagur 1. Lagt af stað frá Leifstöð í  12 daga ferðalag með 40 Kiwanisfélögum og mökum um Frakkland og setu á Heimsþingi Kiwanis 2017 í Parísarborg.

Dagur 2. Farið í ferð um Normamdí með leiðsögn, þar sem einn af hildarleikjum seinni heimstyrjaldar átti sér stað.

Dagur 3.  Farið  í gönguferð um Virkið í St.Malo undir leiðsögn Evu fararstjóra og eftir snæðing og vökvun var farið á ströndina og við Sigurður P Tumi Sigurðsson gengum út í Fort National.

Dagur 4. Þennann dag var farið á Bretagneskagan í þorpið Paimpol, en þaðan sigldu fjöldi Franskra sjómanna á Íslandsmið, og tóku fulltrúar vinasamtaka á móti okkur og sýndu okkur helstu kennileiti eins og gónhólinn og safn til minningar um samskiptin, og vegg í kirkjugarðinum þar eru nöfn skipa sem fórust og fjöldi manna. Móttöku nefndinni voru færðar þakkir og gjafir.

Dagur 5. Nú var farið í einn glæsilegasta og fjölsóttasta ferðamannastað Frakklands, Mont Saint Michel sem er lítil klettótt smáeyja með klaustri og kirkjum sem taka mest allt svæðið á eynni. Eftir feðina var farið í gönguferð í fjörinni og farið í sjóinn. Gott veður hefur verið, og hitinn hefur farið í 38 c  en í dag fór hann niður í 28 c.

Dagur 6.  Nú var haldið  til borgarinnar Rannes með stuttu stoppi í bænum Dinan sem er gamall bær þar sem gamli tíminn er upplifður.  Í Rannes fengu karlarnir smit af kvennaveiki sem eru fatakaup allt frá skyrtum upp í alkæðnað og ljóst er að við munum bera af á galaballinu.

Dagur 7. Nú var komið að því að færa sig nær París, og fyrsta stopp var í Chartres til  að skoða eina fegurstu kirkju í gotneskum stíl, og þegar komið var að kvöldi var komið á gott hótel í Meudon, en var kvöldið rólegt en Böddi og Sara fengu sérstakar móttökur í sínu herbergi. Þægilegur hiti 26 c. og gola

Fjölskylduferð Helgafells

 • 27.06.2017

Fjölskylduferð Helgafells Fjölskylduferð klúbbsins var farinn 24 til 25 júní s.l og haldið var að Ásgarði við Hvolsvöll. Þarna vorum við 2015 og er þetta mjög skemmtilegt svæði sem bíður upp á marga kosti tjaldstæði, smáhýsi og frábæra aðstöðu til alls svo sem fyrir grillveislu o.fl en hún var einmitt haldin á laugardagskvöldinu.Mæting var frekar dræm eins og má sjá á myndunum en við skulum láta þær tala. Myndirnar má nálgast HÉR

Styrktarsjóður Kiwanis styrkir landsöfnunia “ Vinátta í verki “

 • 20.06.2017

Styrktarsjóður Kiwanis styrkir landsöfnunia “ Vinátta í verki “

Styrktarsjóður Kiwanis hefur ákveðið að leggja hálfa miljón króna í landsöfnunina “Vinátta í verki “ sem er vegna flóðanna í Grænlandi, og teljum við nauðsynlegt að styrkja vini okkar á Grænlandi eftir slíkar harmfarir. Ef klúbbar og fleira hafa áhuga á að leggja í þessa söfnun þá eru allar upplýsingar hér að neðan um söfnunina.

Hjálparstarf kirkjunnar, í samvinnu við KALAK, Hrókinn og fleiri Grænlandsvini, hefur hrundið af 

Sterkasti fatlaði maður heims !

 • 19.06.2017

 Sterkasti fatlaði maður heims !

18. júní var keppt um sterkasta fatlaðamann heims og fór mótið fram í Hafnarfirði í tengslum við Víkingahátíðina sem haldin er þar árlega.
Að venju styrkti Kiwanisklúbburinn Hekla mótið með því að gefa allar medalíur og bikara sem veittir voru. Eins og sést á myndum voru þetta mikil átök ánægjan skein úr öllum andlitum. Heklufélagar mættu á 

Sumarhátíð Óðinssvæðis.

 • 14.06.2017

Sumarhátíð Óðinssvæðis.

Það var ánægður svæðisstjóri sem kom heim eftir vel heppnaða sumarhátíð Óðinssvæðis sem haldin var í Flatey á Skjálfanda, 10 og 11 júní.
Þátttaka var góð eða um 70 manns. Komið var til Flateyjar um kl 13 og farið með skútum Norðursiglingar, þeim Hildi og Hauki. Hvalirnir á Skjálfanda létu sjá sig í sjóferðunum, óvæntur bónus það.
Boðið var upp á hressingu þegar komið var í eyjuna. Í framhaldi af hressingunni var farið í skoðunarferð með leiðsögn um eyjuna, síðan var boðið upp á kaffisopa með heimabökuðu, frjáls tími var frá kl 16-19 og þá var

Hjálmaafhending í Hamarskóla

 • 27.05.2017

Hjálmaafhending í Hamarskóla

p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 12.0px Helvetica} span.s1 {font-kerning: none} Þriðjudaginn 23. Maí komu félagar úr Helgafelli færandi hendi í Grunnskóla Vestmannaeyja.  Færðu þeir öllum nemendum í fyrsta bekk reiðhjóla hjálm til eignar.   Með í för voru félagskonur úr slysavarndeildinni Eykyndli og aðstoðuðu þær við þrautabraut sem var sett upp á lóð skólans. Þá mættu einnig lögreglumenn sem kíktu á hjólin hjá krökkunum og svöruðu spurningum þeirra.   Alls voru afhentir  p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 12.0px Helvetica} span.s1 {font-kerning: none} 53 hjálmar í Eyjum, verkefnið er á landsvísu og hefur Eimskip komið myndarlega að þessu með Kiwanis hreyfingunni.   MYNDIR HÉR

Ós og Kiwanisdúkkan.

 • 12.05.2017

Ós og Kiwanisdúkkan.

Kiwanisklúbburinn Ós hefur nú formlega byrjað á verkefni sem er nefnt Kiwanisdúkkan. Þetta verkefni má rekja til Færeyja en Sámal Bláhamar svæðisstjóri Færeyjasvæðis færði Hauki Þ. Sveinbjörnssyni umdæmisstjóra og Sigurði Einar Sigurðsyni umdæmisritara félögum í Ós sitt hvora Kiwanisdúkkuna fyrr á þessu ári. Kiwanisdúkkan er lítil taudúkka sem er unnin upp úr gömlum og slitnum rúmfötum frá Landssjúkrahúsinu í Færeyjum og hætt er að nota. Með dúkkunni fylgir tússpenni svo hægt sé að teikna á hana andlit. Upphaflega var tilgangurinn að gleðja veik börn sem dvöldu á sjúkrahúsum en einnig fá ung börn á Landssjúkrahúsinu í Færeyjum dúkkuna að gjöf.  Dúkkurnar eru unnar á Dugni í Fuglafirði en það er verndaður  vinnustaður og

Kiwanis stuðlar innandura barnaróðri

 • 10.05.2017

Kiwanis stuðlar innandura barnaróðri

Vælgerandi felagsskapurin, Kiwanis Tórshavn, hevur gjørt av at vera høvuðsstuðul í sambandi við eina innandura róðrarkapping fyri næmingum í 6. og 7. flokki, sum Róðrarsamband Føroya skipar fyri í Hoyvík mánadagin 1. mai.
Kiwanis Tórshavn, ið hevur sum endamál at stuðla børnum, barnafamiljum og tiltøkum børnum at frama, hevur gjørt av at vera høvuðsstuðul hjá Róðrarsambandi Føroya, ið skipar fyri eini innandura róðrarkapping fyri 6. og 7. floks næmingum í Føroyum.
Kappingin, ið hevur fingið heitið “Kiwanis Róðrar-Kupp 2017”, hevur sum endamál at fáa tey ungu at røra seg likamliga, óansæð um tey íðka ítrótt ella ikki. Rógving krevur ikki nakrar ávísar ítróttarligar førleikar, og tí er tað ein upplagdur møguleiki fyri, at øll kunnu vera við uttan mun til, hvussu góð ella minni góð viðføddu ítróttarligu evnini eru.
– Vit í Róðrarsambandi Føroya gera 

Ævintýraferð til Flateyjar 10. júní 2017

 • 10.05.2017

Ævintýraferð til Flateyjar 10. júní 2017

 

Svæðisstjóri vill minna á að skráning er í fullum gangi á sumarhátíðina í Flatey á Skjálfanda. Kiwanisfélagar um allt land velkomnir.

Ævintýraferð til Flateyjar 10. júní 2017
Drög að dagskrá

Laugardagurinn 10. júní 
Brottför frá Húsavík kl.11  og komið er til Flateyjar um kl.12:30. Gengið upp að Krosshúsum og fengið sér léttan hádegisverð. Eftirfarandi tímasetningar eru viðmið. 
13:30 – Söguganga um eyjuna, komið við á ýmsum merkilegum stöðum. 
15:30 – Miðdegiskaffisopi og sögustund í góðra vina hópi
18:00 – Boðið verður upp á grillað lambakjöt með öllu tilheyrandi í Krosshúsum.

Frá svæðisstjóra Óðinssvæðis.

 • 09.05.2017

Frá svæðisstjóra Óðinssvæðis.

Sameiginlegur aðalfundur klúbbanna Öskju, Herðubreiðar og Skjálfanda var haldinn í Möðrudal laugardaginn 6. maí. Mæting var með allra besta móti, 35 kiwanisfélagar og makar mættu í Möðrudalinn í einstakri veðurblíðu. Nutum góðra veitinga og  skoðuðum þá miklu uppbyggingu sem er í Möðrudal núna hjá þeim hjónum en þar er verið að byggja hótel, snyrtingar og fleira. Afar skemmtilegur og vel heppnaður fundur. 
Næsta verkefni svæðisstjóra er sumarhátíð Óðinssvæðis sem haldinn verður 10.júní á Flatey á Skjálfanda, stefnir í mjög 

Embla og Kaldbakur afhenda Hjálma !

 • 08.05.2017

Embla og Kaldbakur afhenda Hjálma !

Í gær var hjálmaafhending hjá Kiwanisklúbbunum á Akureyri. Emblu, Kaldbak og Grím. Börn fædd 2010 fengu reiðhjólahjálma. Að venju voru grillaðar pylsur og safi í boði fyrir alla og nöfn tveggja barna, drengs og stúlku dregin út og fengu þau glæsileg reiðhjól að gjöf. Sýrlensku fjölskyldunni sem flutti til Akureyrar í vetur voru gefnir hjálmar.

Fundur í Möðrudal

 • 07.05.2017

Fundur í Möðrudal

Félagar og makar úr Öskju, Herðubreið og Skálfanda hittust í Möðrudal á Fjöllum á laugardagskvöldið (6. maí) á  lokafundi vetrarins.

Frá Keili og Vörðu Reykjanesbæ

 • 05.05.2017

Frá Keili og Vörðu Reykjanesbæ

Í maí afhentu Kiwanisklúbbarnir Keilir og Varða börnum í fyrsta bekk grunnskóla hjálma í Kiwanissalnum við Iðavelli. Allir sem vildu fengu pulsur og drykk í boði Skólamatar og sjúkrabifreið frá Brunavörnum Suðurnesja var á staðnum. Sendum við Skólamat og Brunavörnum okkar bestu kveðjur fyrir aðstoðina.

Alls fá 254 börn í Reykjanesbæ og Vogum hjálma þetta árið.