Fréttir

Kiwanisklúbburinn Hekla 55.ára !

 • 24.01.2019

Kiwanisklúbburinn Hekla 55.ára !

Forseti setur fundinn kl. 19:30 og bíður alla velkomna. Til fundarins voru boðnir Kiwanisfélagar og makar, fulltrúar Íþróttafélags fatlaðra sem er styrkþegi  að þessu sinni og forseti Kiwanis Evrópu Óskar Guðjónsson og frú. 76 gestir voru mættir og 13 Heklu félagar.
Forseti tilkynnti um andlát Þorsteins Sigurðssonar en hann lést laugardaginn 12. janúar. Síðan bað hann Ólaf G. Karlsson að flytja minningarorð um Þorstein, Ólafur fór yfir störf Þorsteins hjá Heklu og þakkaði honum fyrir hans framlag til Kiwanishreyfingarinnar. Þorsteinn var mikill Kiwanismaður. Síðan bað hann fundargesti að rísa úr sætum og

Happy Child

 • 11.01.2019

Happy Child

Happy Child er samvinnuverkefni Kiwanis í Evrópu til stuðnings fylgdarlausum börnum á flótta. 
Ríkisstjórnin tók ákvörðun um móttöku allt að 75 flóttamanna á næsta ári, að stærstum hluta Sýrlendingum sem staddir eru í Líbanon en einnig hinsegin flóttamönnum og fjölskyldum þeirra sem nú eru í Kenýa.
Þess má geta að um 55% sýrlenskra barna á flótta sem stödd eru í Líbanon hafa ekki aðgang að formlegri menntun. Þessu fólki getum við hjálpað m.a. í tengslum við hjálmaverkefnið enda höfum við áður gefið flóttafólki hjálma. 
Þarna eigum við að beita okkur og sýna okkar styrk enda 

Hekla með flugeldasýningu við Hrafnistu !

 • 07.01.2019

Hekla með flugeldasýningu við Hrafnistu !

Á Þrettándanum 6. janúar voru Heklufélagar með flugeldasýningu hjá Hrafnistuheimilunum í Reykjavík og Hafnafirði. Þetta er 30. skiptið sem Heklufélagar sjá um flugeldasýningu fyrir heimilisfólkið á Hrafnistu í Reykjavík og hafa félagar í Björgunarsveitinni Ársæli séð um framkvæmdina allan tímann. Þessi sýning núna var

Mikil gróska og fjölgun í Eldey !

 • 20.12.2018

Mikil gróska og fjölgun í Eldey !

Það er búið að vera mikil gróska í Kiwanisklúbbnum Eldey á þessu starfsári og eru menn búnir að vera að fjölga og vinna gott starf, enda klúbburinn að fara í mikil verkefni þar sem þeirra félagi Óskar Guðjónsson sem gegnir strarfi Evrópuforseta á þessu starfsári er að halda Evrópuþing hér á Íslandi í maí þar sem við Kiwanisfélagar í Umdæminu munu standa við bakið á Óskari ásamt Eldeyjarfélögum til að gera þetta þing frábæri svo

Kiwaniskonur afhentu Velferðarsjóði Suðurnesja styrk

 • 20.12.2018

Kiwaniskonur afhentu Velferðarsjóði Suðurnesja styrk

Kiwanisklúbburinn Varða afhenti Velferðarsjóði Suðurnesja styrk nú fyrir jólin.  Kiwaniskonur afla fjárins með Vinkonukvöldi sem haldið  er árlega og verður næsta Vinkonukvöld 1. febrúar nk.
Frá stofnun hefur Varða styrkt einstaklinga og félög í samfélaginu eins og Velferðarsjóðinn.  Nú í ár var ákveðið í samráði við forráðamenn sjóðsins að kaupa bíómiða fyrir skjólstæðinga sjóðsins því það  síðasta sem skjólstæðingarnir leyfa sér og

Jólafundur Heklu 2018 haldinn 13. desember á Grand hóteli.

 • 15.12.2018

Jólafundur Heklu 2018 haldinn 13. desember á Grand hóteli.

Forseti setur fundinn og bíður alla velkomna þó sérstaklega séra Davíð Þór Jónsson prest í Laugarneskirkju, Sigurð Jónsson píanóleikara, ekkjur látinna félaga og eiginkonur.
Síðan var sunginn sálmurinn „Í Betlihem“  við undirleik Sigurðar.  Þá bað forseti séra Davíð Þór að flytja borðbæn.
Hlé var gert á fundinum meðan fundarmenn og gestir gættu sér á jólamat að hætti Grandhótels og var honum gerður góð skil og umtalað hversu góður og vel útilátinn maturinn var.
Björn Pálsson formaður heiðursgjafanefndar kom upp og tilkynnti að einn félagi væri búinn að vera í klúbbnum í 50 ár og er það Hafsteinn Guðjónsson. Björn bað forseta að hengja í hann 50 ára merkinu og afhenda honum skjal því til staðfestingar. Björn sagði að flugeldasýningin á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnafirði yrði á þrettándanum eins og undanfarandi ár ef veður leifði.  
Ólafur G. Karlsson formaður styrktarnefndar kom og sagði að styrktarnefndin hefði ákveðið að styrkja hjálparstarf Laugarneskirkju um 150.000,- (10 stk. Bónuskort) og bað hann séra Davíð Þór um að 

Mosfell styrkir í Reykjadal

 • 13.12.2018

Mosfell styrkir í Reykjadal

Við Mosfellingar vorum að gefa Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra í Reykjadal nýjan sláttutraktor fyrir næstu sumur.
Félagar hafa séð um slátt og lóðarhirðu í Reykjadal undan farin sumur og notast við sláttutraktor eins félaga en hann er orðinn lúinn. 
Eins og undanfarin ár seljum við sælgæti til fjáröflunar í styrktarsjóðinn sem gerir okkur kleift að veita styrki sem þennan. 
Við njótum sem áður

Kaldbakur 50 ára !

 • 05.12.2018

Kaldbakur 50 ára !

Kiwansiklúbburinn Kaldbakur var stofnaður 14.09. 1968 og er því 50 ára um þessar mundir. Blásið var til afmælisveislu þann 24.11 í veislusal Greifans á Akureyri og mættu þar fjölmargir Kiwanisfélagar og makar. Umdæmisstjóri, Eyþór K. Einarsson og formaður Fræðslunefndar, Dröfn Sveinsdóttir, heiðruðu samkomuna með nærveru sinni. Margar góðar kveðjur bárust og gjafir til afmælisbarnsins og tókst þessi fagnaður mjög vel.  Á afmælishátíðinni var Pálma Stefánssyni veitt gullstjarna Kiwanis en hann hefur verið félagi í Kaldbaki í 47 ár og  ávallt verið með 

Pökkun Jólasælgætis hjá Helgafelli !

 • 30.11.2018

Pökkun Jólasælgætis hjá Helgafelli !

Það var mikið líf í húsinu okkar við Strandveginn í gærkvöldi fimmtudaginn 29 nóvember, en þar voru mættir fálagar ásamt miklum fjölda barna til að pakka Jólasælgæti í öskjur. Þetta er ein okkar aðalfjáröflun og á næstu dögum munu félagar í Helgafelli ganga í öll hús hér í Eyjum og selja þessar öskjur á tvö þúsund krónur. Bæjarbúar taka ávalt frábærlega vel á móti okkur og eru ávalt tilbúnir að styrkja gótt málefni, en ágóði sölunar fer síðan út í bæjarfélagið aftur í formi styrkja við góð málefni.  Menn mæta í þessa pökkun með börn, barnabörn, vinarbörn og alla þá sem vetlingi geta valdið og minnir þetta á verkstæði Jólasveinsins, en

Sólborgarfréttir í nóvember !

 • 29.11.2018

Sólborgarfréttir í nóvember !

Kiwanisklúbburinn Sólborg hélt almennan fund 26. nóvember 2018. Fundurinn var skemmtilegur og fróðlegur og mættu margir góðir gestir. 
Óskar Guðjónsson evrópuforseti heiðraði okkur með nærveru sinni og sagði okkur frá leið hans innan Kiwanis, væntanlegu evrópuþingi og frá Happy Child verkefninu. Jafnframt færði hann klúbbfélögum fána og barmmerki að gjöf.
Stundum þarf ekki að leita langt yfir skammt til að finna fyrirlesara. Í klúbbum getur verið fólk sem hefur aðra sýn og aðra lífsreynslu en aðrir. Því leituðum við til Ingu S. Guðbjartsdóttur hjúkrunarfræðings og Sólborgarfélaga. Hún fjallaði um sálræna skyndihjálp fyrir fullorðna, sem verður fyrir yfirþyrmandi og erfiðri lífsreynslu, sem getur

Umdæmisstjórnarfundur 17 nóvember 2018

 • 17.11.2018

Umdæmisstjórnarfundur 17 nóvember 2018

Umdæmisstjórnarfundur var haldinn á Bíldshöfðanum í dag laugardaginn 17 nóvember. Eyþór K. Einarsson umdæmisstjóri setti fundinn kl 10.00 og bauð embættismenn velkomna og fór síðan yfir dagsrá fundarins og bað fundarmen að kynna síg. Að því loknu var hafist handa við dagskrá og byrjaði Umdæmisstjóri sína skýrslu og fór yfir það sem gerst hafi síðan hann tók við embætti 1.október og sagðist binda miklar vonir við samstarf sinna stjórnarmanna. 
Líney Bergsteinsdóttir kom næst og fór yfir sitt starf umdæmisritara sem er mjög viðamikið og sagði m.a að hvíta bókin okkar væri nú tilbúin til prentunar er jafnframt setti hún spurningarmerki við áreiðanleika gagnagrunnsins vegna þess að mikið af blaði þingfrétta hefði verið endursent vegna rangra heimilisfanga og þetta verður að laga.

Svavar Svavarsson umdæmisféhirðir kom næstur og sagði t.d að það væru miklar breytinga síðan hann var síðast í þessu embætti en Svavar hefur gegnt starfi umdæmisféhirðis áður. Svavar sagðist hafa tekið við góðu búi frá Magnúsi Helgasyni sem hefði gegnt þessu starfi í þrjú starfsár, og hyggst Svavar vera allavega tvö ár sem hann væri búinn að lofa að sinna þessu starfi. Svavar sagði jafnframt að Jóhanna Einarsdóttir hefði tekið að sér að vera bókari umdæmisins.

Kiwanisklúbburinn Ölver og Grunnskólinn í Þorlákshöfn gera samstarfssamning Ágóði af jólaskókassa rennur til nemendaferða

 • 13.11.2018

Kiwanisklúbburinn Ölver og Grunnskólinn í Þorlákshöfn gera samstarfssamning Ágóði af jólaskókassa rennur til nemendaferða

Á haustdögum komu nokkrir Kiwanismenn til fundar við skólastjórnendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Tilgangurinn var að finna vettvang til að styðja á jákvæðan hátt við unglinga í skólanum.
Afrakstur fundarins var samningur sem ritað var undir fimmtudaginn 31. október. Samstarfssamningurinn felur í sér að Kiwanismenn láta ágóða af sölu jólaskókassa renna til heilla fyrir nemendur í unglingadeild Grunnskólans í Þorlákshöfn. Jólaskókassinn hefur verið í sölu nú í nokkur ár en í kassanum má finna skemmtilegar litlar gjafir sem henta vel fyrir jólasveina.

Formúlufundur 3 nóvember 2018

 • 03.11.2018

Formúlufundur 3 nóvember 2018

Haukur Sveinbjörnsson  formaður Fjölgunarnefndar setti fundinn og skýrði frá verkefninu og skýrði frá dagskrá og þeim aðilum sem myndu halda erindi á fundinum og bað síðan menn um að kynna sig.
Eyþór umdæmisstjóri tók því næst til máls og skýrði frá fjölgunaráætlun og að vinna eftir stefnumótun Umdæmisins sem gildir til 2022.

Fjölgunaráætlunin hefur ekki staðist og hefur okkur fækkað, en markmiðið er til staðar og höldum við ótrauð áfram að vinna að því, en það eru margar spurningar sem við verðum að spyrja okkur og nýta góðar hugmyndir til að laða fólk að okkar hreyfingu. Við stöndum okkur vel í að hjálpa börnum heimsins en við erum ekki nógu dugleg að auglýsa það, en þetta er fyrst og fremst í höndum félaga og klúbba að fjölga félögum. Eyþór nefndi sem dæmi

Villibráðarhátíð Hraunborgar haldin í 33 skipti.

 • 28.10.2018

Villibráðarhátíð Hraunborgar haldin í 33 skipti.

Hin frábæra Villibráðarhátíð Kiwanisklúbbsins Hraunborgar í Hafnarfirði verður haldin laugardaginn 3 nóvember n.k en þetta er í 33 skipti sem félagarnir halda þennan fagnað til fjáröflunar fyrir samfélagið.
Hátíðin verður í Sjónarhóli í Kaplakrika og hefjast herlegheitin kl 12.00. Veislustjóri verður Hallur Helgason, og Grétar Jóhann Sigvaldason matreiðslumeistari mun sjá um að töfra fram glæsilegt villibráðarhlaðborð. Margt verður gert til

Afhending styrks frá Styrktarsjóði Kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar

 • 27.10.2018

Afhending styrks frá Styrktarsjóði Kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar

Miðvikudaginn 24 október sl fór fram afhending styrks, frá Styrktarsjóði Kiwanisumdæmisins
Ísland – Færeyjar, í söfnun JCI Ísland “Gefðu von - Indónesía “.
Söfnunin er til styrktar íbúum Indónesíu eftir náttúruhamfarir sem þar urðu þann 29. september síðastliðinn.
Athöfnin fór fram í húsnæði Kiwanisumdæmisins að Bíldshöfða þar sem stjórn styrktarsjóðsins, framkvæmdastjórn Kiwanisumdæmisins, fulltrúar frá JCI auk annara gesta voru saman komin.
Eins og kemur fram á

Hraunborg styrkir Grensás

 • 27.10.2018

Hraunborg styrkir Grensás

Þann 17. október sl afhenti Svavar Svavarsson forseti Hraunborgar og Geir Jónsson formaður styrktarnefndar Hraunborgar ásamt stjórn styrktarsjóðs, Endurhæfingardeild LSH Grensási þrjá rafdrifna hægindastóla. Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunardeildarstóri veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði fyrir frábæra gjöf sem mun nýttast vel sjúklingum stofnunarinnar og sagði jafnframt  að velunnarar 

Sólborgarfréttir.

 • 26.10.2018

Sólborgarfréttir.

Starfið hjá okkur í Sólborgu fer vel af stað þann 5.október voru stjórnarskiptin með mökum, þann 8. október var haldinn félagsmálafundur þar sem línurnar voru lagðar fyrir veturinn og nú síðastaliðinn mánudag 22. október var almennur fundur.
 Félagar mættu á svæðið tímanlega og ræddu málefni líðandi stundar í kósýhorninu og klukkan 19.30 var slegið til fundar. Fundurinn hófst með hefðbundnum hætti en eftir matarhlé hélt Dalla Ólafsdóttir gestafyrirlesari frá Ferðafélagi barnanna (sem er deild innan Ferðafélags Íslands) erindi um

Lambaréttadagur Heklu 19 október.

 • 25.10.2018

Lambaréttadagur Heklu 19 október.

Lambaréttadagur Heklu var haldinn föstudagskvöldið 19 október s.l. Að venju var borðað allir réttir af lambinu okkar góða, en kótilettur í raspi stóðu upp úr í vinsældum að þessu sinni og að venju var nóg til og tóku félagar og gestir vel til matar síns. Aðal skemmtikraftur kvölsins var Jóhannes Kristjánsson eftirherma og fór kappinn á kostum og hefur alldrei verið betri en nú. Ræðumaður

Lambaréttadagur Heklu !

 • 14.10.2018

Lambaréttadagur Heklu !

Lambaréttadagur Heklu verður haldinn föstudaginn 19 október í sal Drúída Þangarbakka 3 (Mjóddin) og opnar húsið kl 19.00
Á Lambaréttadegi Kiwanisklúbbsins Heklu, höfum við með ykkar hjálp aflað fjár til styrktar góðum málefnum. Meðal þeirra sem við höfum lagt lið eru Reykjadalur dvalarstaður fyrir fatlaða Íþróttasamband fatlaðra Bergmál, Ljósið, Hrafnista, Langveik börn, ABC barnahjálp og samtök krabbameinssjúkra barna. 
Einnig höfum við lagt til fé til að styrkja starf í þágu barna og unglinga. Ágóði þessa kvölds mun fara í áframhald þeirra góðu verkefna sem klúbburinn hefur unnið að á undanförnum árum. Von okkar er að við getum haldið áfram að styrkja þessi samtök og önnur í 

Lundakvöld hjá Keili !

 • 13.10.2018

Lundakvöld hjá Keili !

Lundakvöld Kiwanisklúbbsins Keilis var haldið föstudaginn 11 október 2018.  Á Lundakvöldi er einstaklingur heiðraður sem að mati nefndar hefur látið gott af sér leiða og eða unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins eða bæjarbúa Reykjanesbæjar.  Verðlaunagripurinn er uppstoppaður Lundi á steini ásamt verðlaunaplötu og skjali.  Lundinn hefur verið afhentur á Lundakvöldi síðan 2002 og var því  afhentur í 17 skiptið.  
Lundi ársins 2018 er Elenora Rós Georgsdóttir, hún er dóttir Ragnhildar Ævarsdóttur og George Coots, það má