Mosfell styrkir í Reykjadal

Mosfell styrkir í Reykjadal


Við Mosfellingar vorum að gefa Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra í Reykjadal nýjan sláttutraktor fyrir næstu sumur.
Félagar hafa séð um slátt og lóðarhirðu í Reykjadal undan farin sumur og notast við sláttutraktor eins félaga en hann er orðinn lúinn. 
Eins og undanfarin ár seljum við sælgæti til fjáröflunar í styrktarsjóðinn sem gerir okkur kleift að veita styrki sem þennan. 
Við njótum sem áður

 aðstoðar skátafélagsins Mosverja sem fá helming söluverðsins í sinn hlut sem styrk.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar gjafabréf var afhent.
 Á henni eru f.v. Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri SLF, Margrét Vala Marteinsdóttir forstöðumaður Reykjadals og Sigurður Skarphéðinsson féhirðir Mosfells. Formleg afhending gripsins fer svo fram í sláttarbyrjun að vori.