Freyjur vilja reisa fjölskyldugarð !

Freyjur vilja reisa fjölskyldugarð !


Kiwanisklúbburinn Freyja í Skagafirði hefur óskað eftir samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um að koma upp Freyju-fjölskyldugarði Skagafjarðar. Óskað er eftir samstarfi við að finna góða staðsetningu fyrir fjölskyldugarðinn fyrir sumarið 2019. Klúbburinn mun sjá um fjárfestingu í leiktækjum en viðhald svæðisins verði í höndum sveitarfélagsins. Markmiðið með því að reisa garð af þessu

tagi er að hlúa að fjölskyldum, efla útiveru og hreyfingu og stuðla um leið að ánægjulegri samveru foreldra og barna. Bæjarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tók jákvætt í erindið. 

Bændablaðið greindi frá.