Fréttir

Fyrsti K-lykill afhentur að Bessastöðum !

  • 01.05.2019

Fyrsti K-lykill afhentur að Bessastöðum !

Mánudaginn 29. apríl bauð forseti Íslands og verndari K-dags til móttöku að Bessastöðum þar sem Eyþór K. Einarsson umdæmisstjóri og Gylfi Ingvarsson formaður K-dagsnefndar
afhentu honum fyrsta K-lykilinn í landssöfnun okkar til styrkar BUGL og Píeta. 
Forsetinn minnist á síðasta K-dag sem líka var til styrktar BUGL og Pieta og þeim breytingum á geðverndarmálum sem Kiwanishreyfingin hefur stuðlað að. 
Nánar um starfsemi BUGL og Pieta.
BUGL hefur undanfarin ár unnið að því að auka fjölskyldumiðaða þjónustu í samstarfi við Heilsugæslur á landsbyggðinni.

Síldarfundur Skjaldar

  • 29.04.2019

Síldarfundur Skjaldar

Síldarfundur Skjaldar var haldinn á Síldarminjasafninu á Siglufirði laugardaginn 27 apríl að viðstöddu fjölmenner en 130 til 140 manns sóttu fundinn. Húsið opnaði kl 19.00 og um klukkustund síðar hófst dagskrá á venjulegum fundarstörfu undir dyggri stjórn Guðmundar Skarphéðinssonar forseta Skjaldar og síða var matarhlé þar sem boðið var uppá mikið úrval síldarrétta, plokkfisk og annað góðgæti en klúbburinn hefur frábæra kokka í sínum röðum. Þá tók ræðumaður kvöldsins við en það var enginn annar en Gísli Einarsson sá landsþekkti sjónvarpsmaður og lífskúnster og fór kappinn hreinlega á kostum þannið að salurinn veltist um af hlátri. Hljómsveit var á staðnum með Ómar Hauksson Svæðisstjóra og Skjaldarfélaga í broddi fylkingar og lék létt lög bæði fyrir og eftir borðhald. Þessi fundur er

Fræðsla embættismanna í Óðinssvæði.

  • 29.04.2019

Fræðsla embættismanna í Óðinssvæði.


Fræðsla embættismanna í Óðinssvæði fór fram að loknum Svæðisráðsfundi í svæðinu á Siglufirði laugardaginn 27 apríl og hófst hún kl 14.00. Dröfn Sveinsdóttir fræðslustjóri setti fræðsluna og gaf síðan Tómasi Sveinssyni Umdæmisstjóra 2019-2020 orðið. Tómas fór yfir kjörorð sitt, markmið og helstu áherslur síns starfsárs og gaf síðan Dröfn aftur orðið. Dröfn fór því næst í forsetafræðsluna og fór ýtarlega yfir efnið og notaði glærur sér til stuðnings og voru fulltúrar áhugasamir um efnið og spurður spurninga jafn óðum í erindi Drafnar. Því næst kom Svavar Svavarsson Umdæmisféhirðir upp og fór yfir helstu áherslur í starfi féhirða, dagsetningar gjalda og þessháttar sem við kemur þeirra starfi og þarf að vera á hreinu, og Sigurður Einar verðandi Umdæmisritari fór

Svæðisráðstefna í Óðinssvæði

  • 27.04.2019

Svæðisráðstefna í Óðinssvæði

Í morgun laugardaginn 27 apríl var haldin Svæðistáðstefna í Óðinssvæði og hófst fundurinn stundvíslega kl 10.00. Ómar Hauksson Svæðisstjóri setti fundinn og fór síðan yfir starfið hjá sér á unanförnum misserum eða frá síðustu Svæðisráðstefnu, en mikið starf hefur verðið unnið í svæðinu frá þeim tíma m.a febrúarverkefnið sem er athyglisvert til að gera Kiwanis meira sýnilegra . Að loknu erindi Ómars fluttu forsetar klúbbana í svæðinu sínar skýrslur og síðan boðið upp á umræður sem voru þó nokkurar. Kjörumdæmisstjóri og fræðslunefnd sátu fundinn og voru mætt norður til að vera með fræðslu í svæðinu sem átti að hefjast kl 14.00 og ávarpaði Tómas fundinn og fór aðeins í þar sem er að gerast í starfinu um þessar mundir. Það er greinilegt að klúbbar eru að gera vel í Óðinssvæði. Svæðisstjóri kynnti væntanlega Sumarhátíð í svæðinu sem

Páskabingó Sólborgar !

  • 18.04.2019

Páskabingó Sólborgar !

Laugardaginn 13.apríl var Kiwanisklúbburinn Sólborg með Páskabingó.
Bingóið var haldið að Helluhrauni 22, góð mæting var og gestir á öllum aldri.
Spilaðar voru 10 umferðir með kaffipásu um miðbik.
Viljum við þakka öllum þeim sem mættu fyrir stuðninginn en allur ágóði rennur í styrktarsjóð klúbbins sem verður 25 ára þann 5.maí þá mun koma í ljós hvert ágóðinn fer, vinna er í fullum gangi við það verkefni.
Einnig viljum við þakka

Umdæmisstjórnarfundur 13 apríl 2019

  • 14.04.2019

Umdæmisstjórnarfundur 13 apríl 2019

Fundurinn hófst kl 10.00 og setti Umdæmisstjóri fundinn og fór yfir sína skýrslu og starfið sem er framundan, en mikið er að gera í Kiwanis á vormánuðum hjálmaafhending, K-dagurinn og Evrópuþing. Það kom fram á fundinum að það þarf að hraða skráningu á Evróðuþingið en fulltrúar þurfa að skrá sig fyrir 25 apríl og til að skrá sig bara á þingið er lokafresturinn 9 maí.
Líney Bergsteinsdóttir kom næst og fór yfir sína skýrslu og kom fram að félagatala er núna 801 félagi. Líney fór jafnframt yfir skýrsluskil og allt það sem kemur að starfi Umdæmisritara.
Svavar Svavarsson Umdæmisféhirðir fór næst yfir sína skýrslu um og fjármál Umdæmisins og sagði m.a frá húsfundi sem haldin var í húsfélagi Bíldshöfða 12.
Tómas Kjörumdæmisstjóri kom næstur með sína skýrslu og fór yfir sinn undirbúning fyrir komandi starfsár. Þá var komið að Svæðisstjórunum og hóf Ómar Hauksson yfirreið  yfir sína skýrslu, Þórhildur svæðisstjóri Freyju kom næst og fór yfir starfið í sínu svæði. Svæðisstjóri Ægissvæðis Guðlaugur Kristjánsson var næstur á dagskrá með skýrslu um starfið í Ægissvæði og t.d eru skýrsluskil 100% í svæðinu sem er vel gert. Karl Sigmar Svæðisstjóri Sögusvæðis fór yfir starfið í sínu svæði og

Umdæmisstjóri og stjórnarmenn í heimsókn í Færeyjum

  • 12.04.2019

Umdæmisstjóri og stjórnarmenn í heimsókn í Færeyjum

Föstudaginn 5. Apríl s.l var haldið til Færeyja og var tilefnið að vera með fræðslu embættismanna og heimsækja okkar félaga með Umdæmisstjóra Eyþór Kr. Einarsson og frú í broddi fylkingar. Á föstudagskvöldinu var opið hús hjá félögum okkar í ævafornu húsi í Thorshavn og þar var tekið á móti okkur með miklum höfðingskap, en við hefðum viljað sjá fleiri mæta á þennann fagnað þar sem tekinn var upp harmonikka og gítar og sungið og spilað Færeysk lög. Þetta var mjög skemmtileg stund sem við áttum þarna með okkar fólki í Færeyjum. Á laugardagsmorgun var Tómas Sveinsson kjörumdæmisstjóri og hanns fræðslunefnd með fræðslu embættismanna eins og fram kemur hér á heimasíðunni. Svæðisráðsfundur í Færeyjasvæði var laugardaginn 6 apríl og hófst hann kl 14.00 og þar voru fluttar skýrslur klúbbana í Færeyjum og umræður. Umdæmisstjóri Eyþór Einarsson kvaddi sér hljóðs og kynnti m.a fyrir vinum okkar í Færeyjum Happy Child verkefnið og árangur Eliminate verkefnis Kiwanis en því er ekki lokið, en í þessu verkefni felst að

Fræðsla embættismanna í Færeyjum

  • 12.04.2019

Fræðsla embættismanna í Færeyjum

Fræðsla í Færeyjum hófst laugardaginn 6 apríl kl 10.30 í Slökkviliðsstöðinni í Thorshavn. Dröfn Sveinsdóttir Fræðslustjóri setti fræðsluna og gaf síðan Tómasi Sveinssyni umdæmisstjóra 2019-2020 orðið og fór Tómas með sitt ávarp á Færeysku og sagði frá sínum árherlsum og kjörorði starfsársins.  Dröfn hóf síðan fræðsluna og var byrjað á forsetafræðslunni. Um hálf tólfleytið tók Stefán Brandur Jónsson við og fór yfir fræðsluefni fyrir ritara klúbbana. Stefán tók góðann tíma í að fara í skýrslulgerð á gagnagrunni með embættismönnunum, ásamt öðru ritaratengdu efni. Matarhlé var tekið um eittleytið og að því loknu tók

Frá Heklufélögum

  • 08.04.2019

Frá Heklufélögum

Mánudaginn 8. apríl sáu Heklufélagar um Páskabingó á Hrafnistuheimilinu í Reykjavík. Yfir eitthundrað íbúar tóku þátt í bingóinu. 15 vinningar dregnir út þar á meðal tvö armbandsúr, léttvín, páskaegg og fl. Verðmæti vinninga var yfir 70 þúsund. Bingóið gekk vel í allastaði, forseti Heklu Ingólfur Friðgeirsson þakkaði

Ævifélagar Kiwanis hjá Ós

  • 04.04.2019

Ævifélagar Kiwanis hjá Ós

Umdæmisstjóri Eyþór K. Einarsson heimsótti Kiwanisklúbbin Ós á Höfn í gær og sat þar góðann fund Ósfélaga. Í þessari heimsókn afhenti Umdæmisstjóri  Gunnari Gunnlaugssyni og Sigurði Einari Sigurðssyni KI ævifélagaviðurkenningar. Og eru þeir fyrstu félagar í Kiwanisklúbbnum Ós sem

Kynning á Gunnsteini Björnsyni frambjóðanda til KI trustee

  • 25.03.2019

Kynning á Gunnsteini Björnsyni frambjóðanda til  KI trustee

Það var fyrir bráðum  2 áratugum að Hallur Sigurðsson heitinn þáverandi forseti Kiwanisklúbbsins Drangeyjar  bauð mér og fleirum á kynningar fund klúbbsins, ég fann strax að ég tengdi við þau gildi sem Kiwanis stendur fyrir og fannst félagskapurinn spennandi svo að stuttu seinna var ég orðinn félagi í Kiwanisklúbbnum Drangey.
Ég er fæddur 2 maí 1967, ólst upp á Ketu í Skagafirði  sem þá var mjög einangruð sveit, t.d. koma ekki rafmagn heim fyrr en ég var 8 ára  og var margt í uppvextinum  sem var öðruvísi hjá mér en öðrum jafnöldrum mínum að því leitinu til að að gamli tíminn var enn á skaganum. Að lokinni grunnskólagöngu fór ég í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan 1986  sem búfræðingur, á næstu árum vann ég ýmis störf til sjós og lands, árið 1991 réði ég mig í það sem í mínum huga 

Skemmtifundur Mosfells !

  • 23.03.2019

Skemmtifundur Mosfells !

Mosfell býður öllum Kiwanisklúbbum á Suð-vestur horninu til skemmtifundar í Hlégarði n.k. miðvikudag 27. mars. Skemmtikraftur verður Jóhannes Kristjánsson eftirherma. Eitthvað fleira verður til að létta lundina og góður matur að hætti kokkanna í Hlégarði. Matarverðið er 4.500 kr.. Fundurinn verður

Sameiginlegur fundur Dyngju, Sólborgar og Vörðu.

  • 21.03.2019

Sameiginlegur fundur Dyngju, Sólborgar og Vörðu.

Kvennaklúbbarnir 3 á suðvesturhorninu héldu sameiginlegan fund  í Reykjanesbæ 19. mars.  Ræðumaður kvöldsins var Ásta Gunnarsdóttir sem fræddi konur um gönguferðir/fjallgöngur og sýndi  nauðsynlegan búnað til fjallgjöngu.  Á þessum árlegu fundum kynnast konur betur og

Fræðsla Svæðisstjóra 2019-2020

  • 18.03.2019

Fræðsla Svæðisstjóra 2019-2020

Laugardaginn 16 mars s.l var haldinn fræðsla Svæðisstjóra 2019 - 2020, og fór fræðslan fram í Kiwanishúsinu að Bíldshöfða 12. Guðlaugur Kristjnánsson Svæðisstjóri Ægissvæði sá um þessa fræðslu í forföllum Drafnar Sveinsdóttur Fræðslustjóra Umdæmisins. Guðlaugur setti fræðslu kl 10.00 og bauð alla velkomna og tilkynnti að Jóhannes Steingrímsson svæðisstjóri Óðinssvæði kæmu um leið og vélinn lendir sem kom fá Akureyri og skilaði Jóhannes sér þegar fundurinn var nýhafinn, 100% mæting maður getur verið stoltur af því. Eftir að Gulli hafði flutt opnunarræðu sína bauð hann Tómasi Sveinssyni Umdæmisstjóra 2019-2020 að ávarpa fundinn og fór Tómas yfir markmið sín á hanns starfsári og

Evrópuþing í Reykjavík

  • 15.03.2019

Evrópuþing í Reykjavík

Óskar Guðjónsson sjöundi Íslendingurinn í starfi forseta Kiwanis í Evrópu • Íslenska K-dags verkefnið í 15. sinn
Kiwanishreyfingin hefur starfað á Íslandi í rúm 55 ár og 24.-26. maí verður Evrópuþing í Reykjavík, en þar er ráðgert að afhenda afrakstur af sölu K-lykilsins til styrktar geðsjúkum fyrr í sama mánuði.
Kiwanishreyfingin hefur starfað á Íslandi í rúm 55 ár og 24.-26. maí verður Evrópuþing í Reykjavík, en þar er ráðgert að afhenda afrakstur af sölu K-lykilsins til styrktar geðsjúkum fyrr í sama mánuði.
Óskar Guðjónsson tók við sem forseti Kiwanis í Evrópu í október sl. eftir að hafa verið kjörinn í embættið á Evrópuþinginu á Ítalíu í vor sem 

Jörfi styrkir Kvennaathvarfið.

  • 12.03.2019

Jörfi styrkir Kvennaathvarfið.

Þann 11.mars sl. afhenti Kiwanisklúbburinn Jörfi Kvennaathvarfinu peningagjöf að upphæð 300.000 krónur. Um afhendinguna sáu þeir  Guðm.Helgi Guðjónsson forseti Jörfa og  Guðmundur K. Guðfinnsson  ritari Jörfa . Styrkur þessi mun fara  í að styrkja aðstöðu fyrir börn er 

Síldarkvöld Skjaldar !

  • 07.03.2019

Síldarkvöld Skjaldar !

Síldarkvöld Kiwanisklúbbsins Skjaldar í Fjallabyggð verður haldið laugardaginn 27. apríl.
Gísli Einarsson verður með erindi kvöldsins.
Svæðisráðsfundur Óðinssvæðis verður sama dag.
Boðið er upp á óvissuferð um bæinn.
 
Frábær gisting á tilboði eru á 

Umdæmisstjórnarfundur 23 febrúar 2019

  • 25.02.2019

Umdæmisstjórnarfundur 23 febrúar 2019

Umdæmisstjóri Eyþór K. Einarsson setti fund kl 10.00, en þetta er annar umdæmisstjórnarfundurinn á þessu starfsári og fór Eyþór yfir dagskrá fundarins og hóf síðan yfirferð á sinni skýrslur og um það sem Eyþór er búinn að vera að gera það sem af er starfsárinu. Eyþór á þá von að geta lagt fram á Evrópuþingi að okkar umdæmi leggi fram 10 þúsund evrur í Happy Child verkefnið og hefur fulla trú á því að það sé hægt. Eyþór fór einnig í fjölda félaga hjá okkur og þar þurfum við að taka okkur á og algjör forgangur að reyna að stofna nýja klúbba. Þá vill Umdæmisstjóri  koma þessum skilaboðum inn á Svæðisráðstefnur sem eru á döfinni og þaðan inn í klúbbanna. Líney umdæmisritari kom næst með sina skýrslu og fór yfir stöðu félagatals og dreifingu á hvítubókinni. Líney ýtrekar til ritara og umsjónamanna gagnagrunns að uppfæra og halda félagatalinu réttu því það sparar mikla vinnu bæði ritara og féhirðis. Líney óskaði eftir tilnefningum til auðkennisverkefnis en aðeins tveir klúbbar hafa skilað verkefni inn til stjórnar en lokafrestur er til 2 mars n.k.
Svavar Umdæmisféhirðir kom næstur og fór yfir fjármálin og sagði frá því sem væri í vinnslu um þessar mundir, og er þessi málaflokkur í góðum höndum hjá Svavari. Tómas Kjörumdæmisstjóri kom næstur og stiklaði á stóru í sinum undirbúningi fyrir Umdæmisstjórnastarfið. Verðandi kjörumdæmisstjóri Petur Olivar í Hoyvik kom næstur í pontun og sagði frá

Freyjur vilja reisa fjölskyldugarð !

  • 15.02.2019

Freyjur vilja reisa fjölskyldugarð !

Kiwanisklúbburinn Freyja í Skagafirði hefur óskað eftir samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um að koma upp Freyju-fjölskyldugarði Skagafjarðar. Óskað er eftir samstarfi við að finna góða staðsetningu fyrir fjölskyldugarðinn fyrir sumarið 2019. Klúbburinn mun sjá um fjárfestingu í leiktækjum en viðhald svæðisins verði í höndum sveitarfélagsins. Markmiðið með því að reisa garð af þessu