Félagar í Kiwanisklúbbnum ÓS þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem Hornfirðingar sýndu með stuðningi sínum í jólatréssölu klúbbsins fyrir jólin. Þessi stuðningur hefur þegar verið sendur áfram til þeirra sem á þurftu að halda yfir hátíðirnar og vonum við að þetta framtak okkar með ykkar hjálp hafi gefið þeim sem á þurftu að halda, ástæðu til að brosa og njóta hátíðanna.
Við hvetjum foreldra með langveik börn til að kynna sér okkar starf og ræða við okkur um hvernig við gætum hjálpað. Kiwanisklúbburinn Ós sem og öll Kiwanishreyfingin hefur þarfir barna að leiðarljósi og
Frá Svæðisstjóra !
Gleðilegt nýtt ár kæru svæðisfélagar. Vona að þið hafið getað notið hátíðar-innar. Nú er dag farið að lengja, Covidkófið að minnka og með rýmri sam-komurelgum gætu klúbbar jafnvel farið að funda. Þrátt fyrir allar þessar takmark-anir hefur verið ánægjulegt að sjá hverju klúbbar hafa þó komið í verk. Alls konar fjáraflanir og styrktarverk-efni í þágu þeirra sem minna mega sín. Jafnvel fer að styttast í að við hittumst á svæðisráðsfundi! Strax og
Ágæta Kiwanisfólk, þetta starfsár byrjaði vel og við Heklufélagar náðum í september að hafa tvo fundi, skýrsluskilafund og stjórnarskiptafund. Það var ákveðið að hafa sömu stjórn 2020-2021.
Ýmislegt höfum við reynt að gera í þessu ástandi. Í ágúst gáfum við Hrafnistu við Laugarás æfingarhjól (THERA- Trainer Tigo 558 Handa- og fótahjól, rafmagns). Verðmæti kr. 840.000,
Ekki gátum við afhent hjólið formlega, söluaðilinn sendi það til þeirra og fór það strax í notkun og verður formleg afhending síðar.
Hinn árlegi Lambaréttadagur hjá okkur Heklufélugum er alltaf í október en við þurftum að hætta við hann. Undirbúningur gekk vel og búum við að því næst þegar við höldum hann, í október 2021.
Það var ákveðið að boða ekki til hefðbundinna funda í þessu ástandi. Menn ræddu
Kiwanisklúbbnum Dyngju barst í desember formleg viðurkenning vegna samkeppni Kiwanis International, um besta auðkennisverkefni hreyfingarinnar fyrir starfsárið 2019-2020.
Alls sendu 367 klúbbar, á heimsvísu, inn tilnefningar. Þessum klúbbum var skipt í tvo flokka eftir félagafjölda.
Kiwanisklúbburinn Dyngja náði þeim ánægjulega
Dyngjur afhentu núna í desember jólagjafir til Vinasetursins. Guðrún Arinbjarnardóttir, framkvæmdarstjóri Vinasetursins tók á móti gjöfunum sem voru, m.a. vandaður skjávarpi, eldhúsáhöld, matargjafir og fleira sem við höfðum útbúið eða fengið gefins frá góðviljuðum fyrirtækjum. Starfsfólkið var ekki undanskilið heldur fékk það einnig jólagjafir frá okkur. Rósa Sólveig, forseti, Þórhildur, formaður styrktarnefndar og
Undanfarin ár hefur Kiwanisklúbburinn Keilir afhent styrki til Fjölskylduhjálpar og Velferðarsjóðs í upphafi jólatrésölu.
Árið í ár er engin undantekning á þeirri venju, formaður styrktarnefndar Ingólfur Ingibergsson og Reynir Friðriksson forseti klúbbsins heilsuðu í þetta skiptið upp á Þórunni Þórisdóttur hjá Velferðarsjóði og Önnu Valdísi Jónsdóttur hjá Fjölskylduhjálpinni til að afhenda styrki upp á kr. 500.000,- og 10 stk jólatré á hvorn
Út er komið 24 tbl af fréttabréfi Hraunborgar en ábyrgðarmaður og framkvæmdaraðili af þessu fréttabréfi er Gylfi Ingvarsson og hefur kappinn stýrt þessu af miklum myndarskap í gegnum tíðina, en þess ber að geta að Kiwanisklúbburinn Hraunborg varð 35 ára þann 29 nóvember s.l
Áður en friðarganga Árskóla á Sauðárkróki hófst á föstudagsmorgni í síðustu viku voru nemendum í 1. - 6. bekk afhent endurskinsvesti til eignar. Þar voru á ferð félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey í Skagafirði í samstarfi við VÍS og óskuðu þeir eftir því að vestin yrðu notuð við sem flest tækifæri, ekki síst í svartasta skammdeginu.
„Við vonumst til þess að aðrir klúbbar taki þetta upp á sínum svæðum, alla vega innan Kiwanishreyfingarinnar,“ sagði Gunnar Línberg Sigurjónsson, kjörforseti klúbbsins, við blaðamann Feykis. „Við erum að láta hugmynd sem poppaði upp fyrir tveimur árum síðan verða að veruleika. Í Kóvidinu er ekkert að
Það eru rúm 45 ár frá fyrsta K-degi sem haldinn er að jafnaði á 3ja ára fresti og 2019
í 15. skipti. Með sölu K-lykils, „Lykill að lífi“ hefur alltaf verið styrkt geðverndarmál
undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum“ Vinna okkar Kiwanismanna er öll í
sjálfboðavinnu þannig að söfnunarfé skili sér sem best til styrktarverkefna.
Verndari söfnunarinnar hafa að jafaði verið forseti Íslands sem við metum mikils og
þökkum fyrir. Einnig þökkum við Kiwanisfélagar þjóðinni fyrir frábærar móttökur.
Kiwanishreyfingin hefur kostað og gefið út Lífsvísi í samstarfi við Landlæknisembættið til þess að sporna gegn sjálfsvígum og sér forvarnarfulltrúi Landlæknis um dreifingu á Lífsvísinum.
Hér fylgir samantekt yfir
Félagar í Kiwanisklúbbnum Ölver í Þorlákshövn erum að gefa út hin árlega Jólaskókassa. Hann inniheldur þrettán skógjafir sem Sveinki þarf til að gefa þægu börnunum í skóinn. Með kassanum er hægt að leysa allar skógafirnar á einu bretti fyrir mjög sanngjarnt verð. Öll eigum við eða þekkjum þæg börn sem þurfa að fá í skóinn.
Við sendum hvert
Við í Dyngju höfum ekki slegið slöku við í haust. Fengum fjölmiðlabikarinn á Umdæmisþinginu, héldum kökusölu í Mjóddinni og fundum á netinu. Allt starf er háð sóttvarnarreglum hverju sinni sem við að sjálfsögðu förum eftir. Þess vegna höfum við fundað á netinu
og erum að verða nokkuð góðar í því undir styrkri stjórn Rósu Sólveigar, sem núna er forseti klúbbsins. Við gátum haft kökusöluna í Mjóddinni í september en hún kom í stað bingós sem við höfum alltaf haldið
Svæðisráðsfundur í Freyjusvæði sem vera átti 21. nóvember 2020 að Bíldshöfða 12 frestast fram yfir áramót. Fundurinn verður auglýstur síðar með góðum fyrirvara.
Út er komin handbók Kiwanisklúbbsins Hraunborgar í Hafnarfirði. Árlega kemur þetta rit út og er vel að verki staðið hjá Gylfa Ingvarssyni og félögum og bókin vönduð að venju og er hægt að nálgast hana hér að neðan. Grunnin geta aðrir klúbbar notað til að gera handbók fyrir sinn klúbb ef vilji er fyrir hendi en þetta er stórgott framtak hjá Hraunborgarfélögum. Í handbókinni eru einnig erindisbréf klúbbsins en gott er að hafa slíkt á einum stað og þar kemur handbók klúbbsins vel.
Í gærkvöldi bárust mér hamingjuóskir og góðar fréttir frá USA en Umdæmið okkar Ísland – Færeyjar er það eina í Evrópu sem er með félagsaðild í plús sem ekki hefur gerst til fjölda ára hjá okkur, en þetta er frábær árangur í ljósi þessa ástands sem heimsfaraldurinn er að valda okkar starfi sem og allri starfsemi í samfélaginu.
Ég vil koma á framfæri innilegu þakklæti til ykkar ágætu félagar því svona árangur kemur ekki að sjálfsdáðum heldur með góðum stjórnamönnum, nefndarformönnum og síðan en ekki
Laugardaginn 3 október fóru fram stjórnarskipti í Helgafelli á þessum undarlegur tímum, en vaninn er að hafa stjórnarskipti og Árshátið með mökum þar sem boðið er upp á veslu og dansleik á eftir, en sú var ekki raunin í þetta skiptið vegna Covid-19. Þess í stað var boðað til sérstaks stjórnarskiptafundar sem hófst kl 17.00, með því að forseti Sigvarð Anton setti fundinn og bauð alla velkomna og þá sérstakelga Hrafn Sveinbjörnsson Svæðisstjóra Sögusvæðis ásamt eiginkonu og Hjört Þórarinsson sem aðstoðaði Hrafn við
Kiwanisklúbburinn Búrfell er 50 ára í dag en hann var stofnaður 30 september 1970. Búrfell er öflugur klúbbur með frábæra og eljusama félaga sem starfa af miklum krafti við það að láta gott af sér leiða eins og góðum klúbbi sæmir, Innilegar hamingjuóskir á þessum merku tímamótum.
Kiwanisklúbburinn Búrfell á Selfossi hefur starfað mikið fyrir samfélagið og sérstaklega fyrir börnin allt frá stofnun hans 1970.
Mikil samfélagsþróun hefur mótað störf klúbbanna á þessum árum. Fyrstu áratugina voru eingöngu karlmenn sem sóttu í þetta félagsform, en sem betur fer eru konur farnar að koma inn og taka þar til óspiltra málanna Vaxtarbroddur hreyfingarinnar er meðal áhugasamra kvenna í samfélaginu. Það væri verðugt verkefni og huglægt viðfangsefni kvenna á öllum aldri að kynna sér markmið kiwanis hreyfingarinnar og störf þeirra
sem hafa helgað sig þessu
Kiwanisklúbburinn Jörfi afhenti styrk til Félags lesblindra á Íslandi að upphæð ein milljón kr. og það var Snævar Ívarsson framkvæmdastjóri félagsins sem veitti styrknum móttöku en Friðrik Hafberg formaður fjáröflunar og styrktar nefndar afhenti styrkinn.
Í tilefni af 50 ára afmælis Kiwanisklúbbsins Keilis er hérna pistill um upphaf og starf klúbbsins okkar.
Upphafið
Stofnfundur Kiwanisklúbbsins var haldin á matstofunni Vík við Hafnargötu fimmtudaginn 11. júní 1970 kl. 15:30, þar voru mættir 16 verðandi stofnfélagar en þeir voru: Þorvaldur Benediktsson, Rúnar Benediktsson, Guðmundur Örn Ragnarsson, Þórarinn Eyjólfsson, Guðbjörn Magnússon, Ævar Guðmundsson, Grétar Magnússon, Jón Ólafur Jónsson, Ómar Ólafsson, Pétur Jóhannsson, Brynjar Halldórsson, Birgir Einarsson, Guðni Kjartansson, Karl Taylor, Sverrir Jóhannsson og Jónas Guðmundsson. Það voru líka mættir 4 meðlimir frá Kötlu í Reykjavík til aðstoðar, þeir
Stjórnarskipti fóru fram í Umdæminu laugardaginn 19 september og var húsið opnað fyrir gestum kl 18.30 með fordrykk og síðan setti Umdæmisstjóri fundinn og bauð gesti velkomna og bað fólk um að gjöra svo vel og fá sér að borða af hlaðborði sem Kænan í Hafnarfirði sá um að framreiða en boðið var uppá villisveppasúpu, glóðað lambalæri og súkkulaðiköku í eftirrétt. Að loknu borðhaldi var tekið til við stjórnarskiptin sem voru í umsjón Drafnar Sveinsdóttur Goða, sem sá um athöfnina af stakri prýði og var Gunnsteinn Björnsson ráðgjafi í heimsstjórn henni til aðstoðar. Tómas Umdæmisstjóri þakkaði sínu fólki fyrir frábær störf og veitt smá gjafir og viðurkenningar til viðkomandi og maka.
Eins og megnið af starfsárinu þá voru þetta
Síðastliðinn laugardag eða 19 september var haldinn Umdæmiskjörfundur á Bíldshöfða 12, og fóru þar fram hefðbundnar kosningar til að geta lokað þessu óvenjulega starfsári, en ekki var hægt að halda Umdæmisþing vegna Covid 19. Var sá hátturinn hafður á að Umdæmisstjórn ásamt frambjóðanda, formanni kjörnefndar, formanni kjörbréfanefndar ásamt tveimur tæknimönnum voru í salnum en allir aðrir þingfulltrúar á Teams og einnig var fundinum streymt á Youtube, og einnig notast var við rafrænt kosningarkerfi. Við byrjuðum kl 10.30 með stuttum umdæmisstjórnarfundi þar sem þurfti að samþykkja það efni sem síðan var lagt fyrir kjörfundinn, og sjálfur kjörfundurinn hófst síðan 11.30.
Umdæmisstjóri setti fundinn og sagði nokkur orð en vísaði í skýrslu sýna sem er í kjörfundarblaðinu sem dreift hafi verið í pósti og með tölvupósti, og einnig var blaðið á sett á forsíðu kiwanis.is, en Tómas Umdæmisstjóri sagði lauslega frá þessum skrýtnu aðstæðum sem við værum í vegna þessa heimsfaraldurs sem nú herjaði og lamaði mikið starfið, en jafnframt þakkaði fyrir jákvæðni og dugnaði Kiwanisfólks og góð viðbrögð við fjarfundum og öllum þeim breytingum sem þurft hafi að gera síðan í