Fréttir

Afrakstur sviðaveislu Bása !

 • 23.11.2021

Afrakstur sviðaveislu Bása !

Kveðja frá Básum . Eins og áður hefur komið fram var haldin flott og fjölmenn sviða veisla í byrjun nóvember  og eftir hana var ákveðið að styrkja kaup á heyrnarmælingar tæki  um kr 200 þus fyrir heilsugæsluna hér í bæ. Það eru ungar konur héri bæ sem standa fyrir söfnun á þessu, þær hafa einnig  staðið fyrir söfnun á ýmsum tækjum sem hefur vantað hér.  

 

Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir ¨Sterka fatlaða mann heims°

 • 15.11.2021

 Kiwanisklúbburinn Hekla styrkir ¨Sterka fatlaða mann heims°

Heklufélagar styrktu keppnina um "sterkasta fatlaða mann heims" með bikurum og medalíum. Keppnin fór fram í dag í Reykjanesbæ.

Heklufélagar afhentu bikara og medalíur, myndirnar tala sínu máli.

 

Hvatningardegi Kiwanis slegið á frest !

 • 10.11.2021

Hvatningardegi Kiwanis slegið á frest !

Það ætlar að reynast erfitt að koma þessu verkefni okkar af stað sen var klárt í lok árs 2019 til prufukeyrslu. Að við héldum stóð allt í blóma nú á haustmánuðum og búið að auglýsa verkefnið og átti að byrja í Varmárskóla í Mosfellsbæ, en þá kemur enn ein bylgjan af Covid og vegna þessara 

Sviðaveisla Kiwanisklúbbsins Bása

 • 08.11.2021

Sviðaveisla Kiwanisklúbbsins Bása

Húsfyllir var á árlegri sviðaveislu Kiwanisklúbbsins Bása á Ísafirði, semnvar haldin 30. október.  Veislan er fastur liður í starfi klúbbsins og búin að vinna sér ákveðinn sess í bæjarlífinu.  Félagar í klúbbnum sjá um öflun og verkun sviðanna og eiga að góða vini í hópi tómstundabænda á svæðinu.    Fjáröflun klúbbsins til góðgerðarmála byggir að stóru leyti á sviðaveislunni og auk þess sjávarréttakvöldi að vori. Fyrirtæki á svæðinu hafa verið velviljuð klúbbnum og

35.Villibráðarhátíð Hraunborgar í Sjónarhóli Kaplakrika, laugardaginn 6. nóvember 2021

 • 05.11.2021

35.Villibráðarhátíð Hraunborgar í Sjónarhóli Kaplakrika, laugardaginn 6. nóvember 2021

Villibráðar hátíð Hraunborgar er á morgun laugardaginn 6 nóvember í Kaplakrikanum og að venju er mikið um dýrðir hjá þeim félögum sem gera þennann dag ógleymanlegar fyrir öllum sem að honum koma.

Hér meðfylgjandi er Dagskráin , happadrættisskráin og allt sem þessum degi fylgir.

Orðsending frá Heklufélögum !

 • 27.10.2021

Orðsending frá Heklufélögum !


Ágætu Kiwanis klúbbar og félagar.

Stjórn Heklu er búin að vera á krísufundi og var þar ákveðið að fresta Lambaréttadeginum um óákveðinn tíma.
Þetta er gert vegna ástandsins í covid og fannst okkur ekki forsvaranlegt að halda hann,
bæði smithætta og klárlega minni þátttaka.

Hvatningardagar Kiwanis

 • 27.10.2021

Hvatningardagar Kiwanis

Þá eru loksins að fara af stað Hvatningadagar Kiwanis, en undirbúningur þessa verkefnis hófst 2019 en þegar verkefnið var tilbúið til prufukeyrslu fengum við Covid-19 veiruna í þjóðfélagið eins og alla heimsbyggðina þannig að verkefnið var sett í bið. En í byrjun starfsárs í október hófst vinna að fullu og nú er verkefnið klárt og verður byrjað í Mosfellsbæ þar sem Hjalti Árnason sem unnið hefur að krafti í þessu er með höfuðstöðvar sínar. Verkefnið er gert til

Kiwanisklúbburinn Elliði

 • 26.10.2021

Kiwanisklúbburinn Elliði

Stjórnarskipti í kiwanisklúbbnum  Elliða fóru fram mánudaginn 4. október 2021 á veitingastaðnum VOX þar sem við höldum okkar fundi.  Aðalsteinn Ingi Aðalsteinsson fyrrverandi umdæmisstjóri sá um stjórnarskiptin ásamt Árna Arnþórssyni félaga í klúbbnum og fórst þeim það vel úr hendi. Fráfarandi stjórn skipuðu Lúðvík Leósson forseti, Skæringur M. Baldursson kjörforseti, Ragnar Eggertsson féhirðir,  Björn Pétursson ritari, Sigmundur Smári Stefánsson fráfarandi forseti og Sveinn H. Gunnarsson meðstjórnandi. Nýja stjórn skipa eftirtaldir: Skæringur M Baldursson forseti,  Þröstur Eggertsson kjörforseti,  Ragnar Eggertsson féhirðir, Björn Pétursson ritari,  Lúðvík Leósson fráfarandi forseti og Sæmundur H Sæmundsson meðstjórnandi . Á fundinum var tekinn inn

Fundur með ¨Gleym mér ey ¨

 • 21.10.2021

Fundur með ¨Gleym mér ey ¨

Í gær miðvikudag 20. okt. var góður fundur með góða kynningu á samtökunum "Gleym mér ey" sem er styrktarfélag til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Það voru Árný Helgadóttir og Pálína Georgsdóttir sem sáu um kynninguna og svöruðu fyrirspurnum um viðkvæmt málefni sem þær ræddu af einlægni. Einnig voru gerstir frá Kiwanisklúbbunum Vörðu í Reykjanesbæ og Sólborgu í Hafnarfirði. Einnig var rætt um undirbúning fyrir 

Stjórnarskipti í Ægissvæði

 • 18.10.2021

Stjórnarskipti í Ægissvæði

Stjórnarskipti í Ægissvæði

Nú hef ég lokið stjórnarskiptum í Ægissvæði og ég verð að segja það hefur verið mjög skemmtilegt og fræðandi hvernig klúbbar skipta mismunandi um stjórnir hjá sér. Á meðan einn klúbbur bíður til veislu með mökum og allir dressa sig upp í sítt fínasta púss, bíður annar klúbbur upp á fund með venjulegu sniði sem er engu að síður mjög hátíðlegur. En svo voru fundir allt þar á milli en það skal lekið fram að allir fundirnir voru mjög skemmtilegir og fóru vel fram. Þar sem fundir voru með venjulegu sniði gafst meiri tími í að ræða Kiwanismál og skiptast á hugmyndum um hvernig starfið á að fara 

Starfið hafið hjá Höfða

 • 08.10.2021

Starfið hafið hjá Höfða

Eins og getið er í Félaga-fréttum HÖFÐIngja þá fóru stjórnarskipti okkar fram þann, 18. september s.l.  Mættir voru 16 félagar og gestir voru 15, alls 33 félagar og gestir. Nánar er greint frá stjórnarskiptum í fréttapésa.
 
Fyrsti fundur Höfða á nýbyrjuðu starfsári var haldinn í Kiwanissalnum að Bíldshöfða þann, 7.október s.l.  Fundurinn (524#) hófst á Félagsmálafundi kl.19:00 sem kjörforseti klúbbsins 

Stjórnarskiptafundur hjá Vörðu.

 • 07.10.2021

Stjórnarskiptafundur hjá Vörðu.

Stjórnarskiptafundur Vörðu  var haldinn í gær miðvikudag,  Eiður Ævarsson svæðisstjóri sá um stjórnarskiptin og naut aðstoðar Ingólfs Ingibergssonar svæðisritara.  Það kom fram í ræðu forseta að 14 fundir hefði verið haldnir á starfsárinu þar af nokkrir rafrænt.  Forseti veitti félögum sem voru með 100% mætingu smá þakklætisvott.  Vel gert á Covid tímum 

Kökusala Dyngju !

 • 01.10.2021

Kökusala Dyngju !

Kiwanisklúbburinn Dyngja er með kökusölu í Mjóddinni í dag, til fjáröflunar fyrir hin góðu samfélagsverkefni sem klúbburinn vinnur að af miklum dugnað. Gott væri ef Kiwanisfélagar á svæðinu létu sjá sig og eins vera dugleg að láta aðra vit eins og fjölskyldumeðlimi, vinnufélaga og fleiri, það væri mikið ánægjulegt fyrir Dyngjukonur.

Heklufélagar með stjórnarskiptafund !

 • 27.09.2021

Heklufélagar með stjórnarskiptafund !

Fimmtudaginn 23. september sl. voru Heklufélagar með fund þar sem þeir sameinuðu skýrsluskil og stjórnarskipti ásamt því að taka inn nýja félaga.
Fundurinn var haldinn í sal Drúída í Mjódd og var þetta matarfundur og eiginkonum boðið.
First lásu formenn nefnda skýrslur sínar  síðan afhenti Konný Hjaltadóttir forseta Sighvati Halldórssyni fjölgunarbikarinn og viðurkenningu um 

51. þingfundur 18 september 2021

 • 21.09.2021

51. þingfundur 18 september 2021

Petur Olivar setti fund kl 11:00 og byrjaði á því að biðja fundarmenn að rísa úr sætum og minnast látinna félaga, að því loknu lét hann fundarstjórn í hendur Gunnsteins Björnssonar. Gunnsteinn hóf fundinn með því að fara yfir hefðbundin atriði og kynna kjörnefnd sem Óskar Guðjónsson, Haukur Sveinbjörnsson og Helgi Pálsson skipuðu og í kjörbréfanefnd voru eftirfarandi aðilar, Dröfn Sveinsdóttir, Eiður Ævarsson og Guðni Guðmundsson. Næsta var komið að skýrslu umdæmisstjóra og stiklaði Petur Olivar á stóru yfir sína skýrslu og starfsár, sem var litað af Covid og lítið hægt að ferðast til Íslands í heimsóknir o.fl.
Umdæmisritari Emelía Dóra kom næst með 

Drangey styrkir !

 • 20.09.2021

Drangey styrkir !

Í síðustu viku tóku kirkjusóknir í Skagafirði formlega við nýjum líkbíl í þjónustu sína sem félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar höfðu safnað fyrir en hann tekur við af 40 ára gömlum Chevrolet sendibíl. Mikil ánægja er með bílinn sem búinn er öllum þeim búnaði sem til er ætlast af slíkum bíl.
Það var árið 1997, fyrir tilstilli sr. Gísla Gunnarssonar og Gests Þorsteinssonar, að Rauði krossinn gaf kirkjusóknunum í Skagafirði sjúkrabíl sem hætt var að nota. Sá bíll var
innréttaður upp á nýtt og tekinn í notkun ári síðar og verið

Fjölskylduhátíð Ós !

 • 19.06.2021

Fjölskylduhátíð Ós !

Fjölskylduhátíð Ós á Höfn var haldin á Þjóðhátíðardeginum 17 júní að Borgum í Nesjum í ágætis veðri miðað við það sem á undan er gengið. Mæting var þokkaleg en eins og gefur að skilja er mikið um að vera á Þjóðhátíðardegi okkar íslendinga. Forseti Ós Jón Áki sá um að grilla ofan í mannskapinn og fórst kappanum það vel úr hendi og var matseðilinn að hætti barna og fullorðna. Sigurður Einar og frú sáum um undirbúning en Borgir eru æskuheimili Hjördísar. Stefán Brandur sá um að

Fréttabréf frá Heklu !

 • 02.06.2021

Fréttabréf frá Heklu !

Út er komið fréttabréf frá Kiwanisklúbbnum Heklu og má nálgast það með því að klikka hér neðar !

Gáfu barnadeild SAK hitadýnu og vöggu að gjöf !

 • 22.05.2021

Gáfu barnadeild SAK hitadýnu og vöggu að gjöf !

Kiwanisklúbbarnir í Óðinssvæði  gáfu Barnadeild SAK hitadýnu og vöggu að gjöf í gær. Hitadýnan kemur sér vel fyrir sjúkrahúsið og barnadeildina en hún er notuð til að fyrirburar og léttburar, sem þurfa aðstoð við að halda líkamshita, geti verið inni á stofu með foreldrum sínum en þurfi ekki að vera í hitakassa. Starfsfólk deildarinnar tóku vel á móti gjöfinni og segja þetta kærkomna gjöf. ,,Gamla hitadýnan var löngu ónýt svo þetta er kærkomin gjöf.“
Barnadeild Sjúkrahússins á 

Básafélagar með grill á aðalfundi sínum !

 • 22.05.2021

 Básafélagar með grill á aðalfundi sínum !

Kiwanisklúbburinn Básar á Ísafirði hélt sinn aðalfund fimmtudaginn 20 maí og var mæting góð og þar á meðal tveir gestir, Tómas Sveinsson f.v Umdæmisstjóri og Kristjana f.v félagi í Básum. Gunnlaugur forseti setti fund og fór í venjuleg fundarstörf áður en tekið var matarhlé. Í boði var stórveisla, handeruð af Básafélögum, grillað lambakjöt með öllu tilheyrandi og síðan dýrindis eftirréttur, kókos- bláberjakaka borin fram heit og með vanilluís og kaffi, já þeir kunna þetta strákarnir fyrir vestan. Að loknu matarhléi bauð