Fréttir

Básafélagar með grill á aðalfundi sínum !

 • 22.05.2021

 Básafélagar með grill á aðalfundi sínum !

Kiwanisklúbburinn Básar á Ísafirði hélt sinn aðalfund fimmtudaginn 20 maí og var mæting góð og þar á meðal tveir gestir, Tómas Sveinsson f.v Umdæmisstjóri og Kristjana f.v félagi í Básum. Gunnlaugur forseti setti fund og fór í venjuleg fundarstörf áður en tekið var matarhlé. Í boði var stórveisla, handeruð af Básafélögum, grillað lambakjöt með öllu tilheyrandi og síðan dýrindis eftirréttur, kókos- bláberjakaka borin fram heit og með vanilluís og kaffi, já þeir kunna þetta strákarnir fyrir vestan. Að loknu matarhléi bauð 

Aðalfundur Búrfells !

 • 20.05.2021

Aðalfundur Búrfells !

Búrfellsfélagar héldu sinn aðalfund miðvikudaginn 19 maí, og var fundurinn haldinn á Veitingahúsinu Eldhúsið á Selfossi. Góð mæting var á fundinn eða 100% og er þetta áttundi fundur starfsársins sem 100% mæting skilar sér í hús. Guðjón forseti setti fundinn og fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf með kynningu nýrrar stjórnar og einnig voru útgáfumál rædd en í farvatninu er útgáfa á efni því sem Hjörtur Þórarinnsson hagyrðingur með meiru er búinn að setja saman á 

Svæðisráðstefna í Óðinssvæði !

 • 12.05.2021

Svæðisráðstefna í Óðinssvæði !

S.l laugardag 8 maí var haldin svæðisráðstefna í Óðinssvæði, en þetta var seinni hluti síðustu svæðisráðstefnu starfsársins en fyrri hlutinn með skýrslum og öðrum formlegheitum fór fram 17 apríl. Sigurlaug Vordís svæðisstjóri setti fundinn kl 12:00 og óskaði eftir kynningu fundarmanna, en takmarka varð fjölda frá klúbbum vegna fjöldatakmarkana Sóttvarnaryfirvalda en bara var leyfi fyrir 20 fulltrúum. Að lokini kynningu var tekið matarhlé þar sem félagar úr Skildi framreiddu frábæra súpu með brauði, síldarréttum og fleira góðgæti. Fundurinn byggðist síðan upp á hópavinnu til að ræða framtíð Kiwanis og hvað mætti gera betur í svæðinu og á öðrum stöðum. Skipt var í 5 hópa og rædd mismunandi atriði og skópust góðar umræður um málefnin og margar góðar hugmyndir komu upp á 

Ísland - Færeyjar fyrirmyndarumdæmi KI 2019/2020

 • 26.04.2021

Ísland - Færeyjar fyrirmyndarumdæmi KI 2019/2020

Ágæta Kiwanisfólk !

 

Um hegina fékk ég skilaboð frá Daniel Vigneron Heimsforseta Kiwanis International 2019 / 2020 og núverandi fráfarandi í heimsstjórn þar sem segir að Heimsstjórn hefur ákveðið að veita okkar umdæmi Ísland - Færeyjar viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndar umdæmi starfsárið 2019 / 2020 ásamt 15 öðrum umdæmum í heiminum. Þetta er okkur mikill heiður og sérstakelga er ég ánægður með að Sigurður Einar umdæmisritari og

Svæðisráðstefna í Freyjusvæði.

 • 17.04.2021

Svæðisráðstefna í Freyjusvæði.

Í dag fór fram svæðisráðstefna í Freyjusvæði og hófst fundurinn kl 10.00 að Bíldshöfða 12, Konný svæðisstjóri setti fundinn stundvíslega klukkan tíu og var gengið til dagskrár. Fyrsti liður var fundagerð síðasta fundar, en mjög langt var um liðið frá þeim fundi , þannig að rfundargerðin var samþykkt athugasemdarlaust.
Svæðisstjóri flutti síðan sína skýrslu  og síðan komu skýrslur klúbba hver á fætur öðrum, en vegna fjöldatakmarkanna voru nánast einn fulltrúi frá hverju klúbbi á fundinu. Skýrslur voru góðar og starfið ótrúlega öflugt miðað við aðstæður í þessum heimsfaraldri og getum við í Kiwanishreyfingunni verið stolt af okkar fólki fyrir dugnað og áhuga að gera vel. Staðfest var kjör á embættismönnum en Ástvaldur frá Kiwanisklúbbnum Geysi var staðfestur sem 

Katla styrkir gerð skynörvunarsundlaugar !

 • 25.03.2021

Katla styrkir gerð skynörvunarsundlaugar !

Ný svonefnd skynörvunarlaug var vígð í sérnámsbraut Fjölbrautaskólans við Ármúla við hátíðlega athöfn í gær. Gerð laugarinnar var styrkt af Kiwanisklúbbnum Kötlu. Hún gerir iðkendum laugarinnar kleift að örva skynfærin, meðal annars með ljósum, litum og hljóðum. Með því mun laugin hjálpa notendum laugarinnar að einblína á orku sína, bæta samskipti og skapa sterkari skilning á eigin styrkleikum. 

Stjórnarskipti hjá Drangey !

 • 05.03.2021

Stjórnarskipti hjá Drangey !

Stjórnaskipti fóru fram í gær hjá Drangey undir styrkri stjórn svæðisstjóra Óðinssvæðis Sigurlaugar Vordísar.  Þá var fulltrúum VÍS og Myndunar færðar þakkir fyrir styrk þeirra vegna endurskinsvesta sem gefin voru öllum börnum í 1.-6. bekk á Norðurlandi vestra. 

Svæðisráðstefnur !

 • 02.03.2021

Svæðisráðstefnur !

Undirritaður sótti tvær svæðisráðstefnur um síðustu helgi og var það mjög ánægjulegt að hitta félaga í hreyfingunni
Í eigin persónu, þó svo fjarfundir séu góðir til að halda áfram okkar frábæra starfi og þessum erfiður tímum þar sem
Heimsfaraldur geysar, en vonandi fer þessi óveira að fjara út.
Ég hóf yfirferð mína á því að mæta í Kiwanishúsið í Hafnarfirði kl 10.00 á laugardagsmorgninum en þar var svæðisráðstefna
Ægissvæði í umsjón Hraunborgar. Vel var mætt og skýrsluskil góð og er frábært að sjá hvað klúbbarnir eru að gera 
góða hluti þrátt fyrir að fundarhald hafið mikið legið niðri en þetta er líka misjafnt eftir stærð klúbba og hversu menn eru
viljugir að nota fjarfundarbúnað.
Í þessari heimsókn að loknu  erindi frá

TAKK FYRIR STUÐNINGINN  !

 • 17.02.2021

TAKK FYRIR STUÐNINGINN  !

Félagar í Kiwanisklúbbnum ÓS þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem Hornfirðingar sýndu með stuðningi sínum í jólatréssölu klúbbsins fyrir jólin. Þessi stuðningur hefur þegar verið sendur áfram til þeirra sem á þurftu að halda yfir hátíðirnar og vonum við að þetta framtak okkar með ykkar hjálp hafi gefið þeim sem á þurftu að halda, ástæðu til að brosa og njóta hátíðanna.   
 
Við hvetjum foreldra með langveik börn til að kynna sér okkar starf og ræða við okkur um hvernig við gætum hjálpað. Kiwanisklúbburinn Ós sem og öll Kiwanishreyfingin hefur þarfir barna að leiðarljósi og

Fréttabréf frá Freyjusvæði !

 • 03.02.2021

Fréttabréf frá Freyjusvæði !

Frá Svæðisstjóra !

Gleðilegt nýtt ár kæru svæðisfélagar. Vona að þið hafið getað notið hátíðar-innar. Nú er dag farið að lengja, Covidkófið að minnka og með rýmri sam-komurelgum gætu klúbbar jafnvel farið að funda. Þrátt fyrir allar þessar takmark-anir hefur verið ánægjulegt að sjá hverju klúbbar hafa þó komið í verk. Alls konar fjáraflanir og  styrktarverk-efni í þágu  þeirra sem minna mega sín. Jafnvel fer að styttast í að við hittumst á svæðisráðsfundi! Strax og 

Fréttabréf Kiwanisklúbbsins Heklu.

 • 09.01.2021

Fréttabréf Kiwanisklúbbsins Heklu.

Ágæta Kiwanisfólk, þetta starfsár byrjaði vel og við Heklufélagar náðum í september að hafa tvo fundi, skýrsluskilafund og stjórnarskiptafund. Það var ákveðið að hafa sömu stjórn 2020-2021. 
Ýmislegt höfum við reynt að gera í þessu ástandi. Í ágúst gáfum við Hrafnistu við Laugarás æfingarhjól (THERA- Trainer Tigo 558 Handa- og fótahjól, rafmagns). Verðmæti kr. 840.000,
Ekki gátum við afhent hjólið formlega, söluaðilinn sendi það til þeirra og fór það strax í notkun og verður formleg afhending síðar.
Hinn árlegi Lambaréttadagur hjá okkur Heklufélugum er alltaf í október en við þurftum að hætta við hann. Undirbúningur gekk vel og búum við að því næst þegar við höldum hann, í október 2021. 
Það var ákveðið að boða ekki til hefðbundinna funda í þessu ástandi. Menn ræddu

Stoltir Dyngjufélagar kveðja árið 2020.

 • 06.01.2021

Stoltir Dyngjufélagar kveðja árið 2020.

Kiwanisklúbbnum Dyngju barst í desember formleg viðurkenning vegna samkeppni Kiwanis International, um besta auðkennisverkefni hreyfingarinnar fyrir starfsárið 2019-2020.
Alls sendu 367 klúbbar, á heimsvísu, inn tilnefningar. Þessum klúbbum var skipt í tvo flokka eftir félagafjölda.
Kiwanisklúbburinn Dyngja náði þeim ánægjulega

Dyngjur styrkja Vinasetrið !

 • 13.12.2020

Dyngjur styrkja Vinasetrið !

Dyngjur afhentu núna í desember jólagjafir til Vinasetursins. Guðrún Arinbjarnardóttir, framkvæmdarstjóri Vinasetursins tók á móti gjöfunum sem voru, m.a. vandaður skjávarpi, eldhúsáhöld, matargjafir og fleira sem við höfðum útbúið eða fengið gefins frá góðviljuðum fyrirtækjum. Starfsfólkið var ekki undanskilið heldur fékk það einnig jólagjafir frá okkur. Rósa Sólveig, forseti, Þórhildur, formaður styrktarnefndar og

Keilir styrkir Fjölskylduhjálp og Velferðarsjóð !

 • 11.12.2020

Keilir styrkir Fjölskylduhjálp og Velferðarsjóð !

Undanfarin ár hefur Kiwanisklúbburinn Keilir afhent styrki til Fjölskylduhjálpar og Velferðarsjóðs í upphafi jólatrésölu.

Árið í ár er engin undantekning á þeirri venju, formaður styrktarnefndar Ingólfur Ingibergsson og Reynir Friðriksson forseti klúbbsins heilsuðu í þetta skiptið upp á Þórunni Þórisdóttur hjá Velferðarsjóði og Önnu Valdísi Jónsdóttur hjá Fjölskylduhjálpinni til að afhenda styrki upp á kr. 500.000,- og 10 stk jólatré á hvorn

Fréttabréf Hraunborgar !

 • 10.12.2020

Fréttabréf Hraunborgar !

Út er komið 24 tbl af fréttabréfi Hraunborgar en ábyrgðarmaður og framkvæmdaraðili af þessu fréttabréfi er Gylfi Ingvarsson og hefur kappinn stýrt þessu af miklum myndarskap í gegnum tíðina, en þess ber að geta að Kiwanisklúbburinn Hraunborg varð 35 ára þann 29 nóvember s.l

Nemendur yngsta stigs Árskóla fengu endurskinsvesti

 • 08.12.2020

 Nemendur yngsta stigs Árskóla fengu endurskinsvesti

Áður en friðarganga Árskóla á Sauðárkróki hófst á föstudagsmorgni í síðustu viku voru nemendum í 1. - 6. bekk afhent endurskinsvesti til eignar. Þar voru á ferð félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey í Skagafirði í samstarfi við VÍS og óskuðu þeir eftir því að vestin yrðu notuð við sem flest tækifæri, ekki síst í svartasta skammdeginu. 
„Við vonumst til þess að aðrir klúbbar taki þetta upp á sínum svæðum, alla vega innan Kiwanishreyfingarinnar,“ sagði Gunnar Línberg Sigurjónsson, kjörforseti klúbbsins, við blaðamann Feykis. „Við erum að láta hugmynd sem poppaði upp fyrir tveimur árum síðan verða að veruleika. Í Kóvidinu er ekkert að

Kiwanis og Geðverndarmál í 45 ár !

 • 26.11.2020

Kiwanis og Geðverndarmál í 45 ár !

Það eru rúm  45 ár frá fyrsta K-degi sem haldinn er að jafnaði á 3ja ára fresti og 2019
 í 15. skipti. Með sölu K-lykils, „Lykill að lífi“ hefur alltaf verið styrkt geðverndarmál
undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum“ Vinna okkar Kiwanismanna er öll í 
sjálfboðavinnu þannig að söfnunarfé skili sér sem best til styrktarverkefna. 
Verndari söfnunarinnar  hafa að jafaði verið forseti Íslands sem við metum mikils og
þökkum fyrir. Einnig þökkum við Kiwanisfélagar þjóðinni fyrir frábærar móttökur.
Kiwanishreyfingin hefur kostað og gefið út Lífsvísi í samstarfi við Landlæknisembættið til þess að sporna gegn sjálfsvígum og sér forvarnarfulltrúi Landlæknis um dreifingu á Lífsvísinum. 
Hér fylgir samantekt yfir 

Jólaskókassi Ölvers !

 • 25.11.2020

Jólaskókassi Ölvers !

Félagar í Kiwanisklúbbnum Ölver í Þorlákshövn erum að gefa út hin árlega Jólaskókassa. Hann inniheldur þrettán skógjafir sem Sveinki þarf til að gefa þægu börnunum í skóinn.  Með kassanum er hægt að leysa allar skógafirnar á einu bretti fyrir mjög sanngjarnt verð. Öll eigum við eða þekkjum þæg börn sem þurfa að fá í skóinn.  
Við sendum hvert

Dyngjufréttir !

 • 24.11.2020

Dyngjufréttir !

Við í Dyngju höfum ekki slegið slöku við í haust. Fengum fjölmiðlabikarinn á Umdæmisþinginu, héldum kökusölu í Mjóddinni og fundum á netinu. Allt starf er háð sóttvarnarreglum hverju sinni sem við að sjálfsögðu förum eftir. Þess vegna höfum við fundað á netinu
og erum að verða nokkuð góðar í því undir styrkri stjórn Rósu Sólveigar, sem núna er forseti klúbbsins. Við gátum haft kökusöluna í Mjóddinni í september en hún kom í stað bingós sem við höfum alltaf haldið

Svæðisráðsfundi í Freyjusvæði frestað !

 • 18.11.2020

Svæðisráðsfundi í Freyjusvæði frestað !

Svæðisráðsfundur í Freyjusvæði sem vera átti 21. nóvember 2020 að Bíldshöfða 12 frestast fram yfir áramót. Fundurinn verður auglýstur síðar með góðum fyrirvara.