Hvatningardagar Kiwanis

Hvatningardagar Kiwanis


Þá eru loksins að fara af stað Hvatningadagar Kiwanis, en undirbúningur þessa verkefnis hófst 2019 en þegar verkefnið var tilbúið til prufukeyrslu fengum við Covid-19 veiruna í þjóðfélagið eins og alla heimsbyggðina þannig að verkefnið var sett í bið. En í byrjun starfsárs í október hófst vinna að fullu og nú er verkefnið klárt og verður byrjað í Mosfellsbæ þar sem Hjalti Árnason sem unnið hefur að krafti í þessu er með höfuðstöðvar sínar. Verkefnið er gert til

að hvetja börn til menntunar, hreyfingar, lista , stjórnunarstarfa og lífsgæða. Þáttakendur í þessu með okkur eru ekki af verri endanum eins og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu, og ef verkefnið tekst vel þá förum við með það um landið til eflingar fyrir börnin og Kiwanishreyfinguna.
 

"Við hjálpum börnum heimsins"

Tómas Sveinsson.

KLIKKA HÉR TIL AÐ NÁGAST AUGLÝSINGU